Innlent

Björgunar­sveitirnar farnar að finna fyrir ó­veðrinu

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Kvöldið byrjaði rólega hjá björgunarsveitum en veður fer versnandi.
Kvöldið byrjaði rólega hjá björgunarsveitum en veður fer versnandi. Vísir/Vilhelm

Kvöldið er svo sannarlega hafið hjá björgunarsveitum víðsvegar á landinu. Útköllum í tengslum við óveður sem nú gengur yfir Suðvesturland og Vesturland fer fjölgandi. Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi og Suðvesturhorni landsins.

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá Landsbjörgu, segir að björgunarsveitir hafi verið kallaðar út á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi og í Vestmannaeyjum vegna foktjóns. Fyrsta útkallið barst rétt eftir klukkan tíu í kvöld en þar var tilkynnt um kofa sem var fauk, ásamt tilheyrandi braki, við eyðibýli á Vatnsleysuströnd.

Þá hafa björgunarsveitir elt ruslatunnur, sem fokið hafa í óveðrinu, lagað grindverk, gætt að þakklæðningum og þakplötum ásamt öðrum lausamunum. Tilkynningar hafa borist um fljúgandi þakplötur víðsvegar á Suðvesturhorni landsins.

Björgunarsveitirnar ítreka að ekkert ferðaveður sé á Suðvesturlandinu en versta veðrið verður líklega í kringum miðnætti og fram eftir nóttu. Veðurviðvaranir Veðurstofunnar eru í gildi til klukkan sex í fyrramálið.


Tengdar fréttir

Ekkert útkall enn sem komið er

Ekkert útkall hefur borist björgunarsveitum í dag eða kvöld í tengslum við óveður sem gengur nú yfir Suðvesturland og Vesturland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×