Íslenski boltinn

Ísak Snær til Breiðabliks

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ísak Snær Þorvaldsson lék 32 leiki með ÍA í deild og bikar.
Ísak Snær Þorvaldsson lék 32 leiki með ÍA í deild og bikar. vísir/bára

Ísak Snær Þorvaldsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Breiðablik. Undanfarin tvö sumur hefur hann spilað með ÍA.

Ísak, sem er tvítugur, er uppalinn hjá Aftureldingu en fór ungur til Norwich City á Englandi. Hann fékk sig lausan undan samningi við liðið og gat því samið við Breiðablik.

Á síðasta tímabili lék Ísak 25 leiki með ÍA í deild og bikar og skoraði fjögur mörk. Skagamenn björguðu sér frá falli úr Pepsi Max-deildinni á ævintýralegan hátt og komust í bikarúrslit. Tímabilið 2020 lék Ísak sjö deildarleiki með ÍA.

Ísak er þriðji leikmaðurinn sem Breiðablik fær til sín eftir að síðasta tímabili lauk. Áður voru Juan Camilo Pérez frá Venesúela og Dagur Dan Þórhallsson frá Fylki komnir til Kópavogsliðsins.

Á síðasta tímabili endaði Breiðablik í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar. Þetta voru þriðju silfurverðlaun Blika á síðustu fjórum árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×