Verkefnið felur í sér hækkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts af ákveðinni byggingarvinnu og er eins og gefur að skilja mikið hagsmunamál ýmissa verktaka, iðnaðarmanna, sveitarfélaga og ekki síður heimila í landinu. Endurgreiðslan var í 60 prósentum en með tilkomu úrræðisins Allir vinna, er allur virðisaukaskattur endurgreiddur af ákveðinni byggingarvinnu. Verkefninu var komið á sem viðspyrnuaðgerð í heimsfaraldrinum.
Það var annar fyrrum liðsmaður SI sem lagði framhald málsins til, en sú er formaður efnahags- og viðskiptanefndar og verðandi dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir. Hún var áður formaður stjórnar samtakanna.
Klinkið er vettvangur Innherja þar sem dregin er upp mynd og veitt innsýn í bakherbergi viðskipta, stjórnmála og atvinnulífs á landinu.
Innherji er nýr sjálfstæður áskriftarmiðill innan Vísis sem mun einkum beina kastljósinu að viðskiptalífinu, efnahagsmálum og stjórnmálum. Fyrst um sinn verður efnið endurgjaldslaust og aðgengilegt öllum á Vísi en með tímanum verður einungis hægt að nálgast Innherja gegn greiðslu. Áhersla er lögð á vandaðar fréttir, fréttaskýringar, viðtöl og hlaðvörp auk þess sem Innherja er ætlaður að vera vettvangur skoðanaskipta fólks úr atvinnulífinu og stjórnmálum.