Sannfærður um að smitaðir finnist í kennslustofunum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. janúar 2022 13:36 Jón Pétur Zimsen er skólastjóri í Melaskóla. Skólastjóri Melaskóla segir starfsfólk skólanna mjög útsett fyrir því að smitast af kórónuveirunni og geta lítið varið sig. Þrátt fyrir að stefnt sé að óbreyttu skólastarfi á morgun þá geti staðan breyst hratt. Starfsdagur er í öllum grunn- og leikskólum á höfuðborgarsvæðinu í dag og er dagurinn nýttur til að undirbúa skólahald sem hefst aftur eftir jólafrí á morgun. Aldrei hafa jafn margir verið með kórónuveiruna og nú og kemur það til með að hafa áhrif á skólastarfið. Jón Péturs Zimsen skólastjóri í Melaskóla segir langflesta starfsmenn sína hafa mætt til vinnu í dag. „Við erum ótrúlega heppin með það hvað eru fáir þarna í einangrun og sóttkví hjá okkur. Þannig það mættu flestir og menn eru mjög brattir að mæta til vinnu.“ Jón Pétur segir starfsfólk skólanna mjög útsett fyrir því að smitast af kórónuveirunni sér í lagi það starfólk sem sem starfar með yngstu börnunum. „Þetta er kannski sú stétt í landinu sem er útsetnust fyrir smiti og getur lítið varið sig. Af því að aðrar stéttir eru þá með einhverjar varnir hvort sem það eru búningar eins og heilbrigðisstarfsmenn geta þá verið í eða menn eru að eiga við fullorðið fólk og þar sem menn geta verið með einhverskonar fjarlægðartakmarkanir.“ Hann telur að hægt verði að halda úti skólastarfi með eðlilegum hætti í sínum skóla á morgun en það geti þó breyst hratt. „Staða getur breyst náttúrulega alveg ofboðslega hratt um leið og skólarnir fara af stað, þá held ég, ég held að ef þú myndir hringja í mig eftir viku þá myndi ég segja þér að það vantaði helming nemenda og 30% starfsmanna eru komnir í einangrun eða sóttkví en eins og staðan er núna þá held ég að dagurinn á morgun verði bara fínn og fólk hlakkar til að takast á við þetta. Meira að segja þeir sem eru hérna að kenna yngstu börnunum hafa í raun sýnt mikið æðruleysi. Það er meira en að segja að vita það að það er fullt af einkennalausu smiti út í samfélaginu núna. Samfélagssmit er mjög mikið og það er nánast öruggt að inni í kennslustofum þar sem fólk er þannig séð óvarið eru smitaðir einstaklingar sem að smita. En fólk er heyrist mér mjög tilbúið í það að ganga til verks og sinna þessum þarna krökkum sem eru framtíð landsins. “ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Elstu bekkir í Laugarnesskóla verða heima Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri í Laugarnesskóla sem er fyrir nemendur í 1. bekk og upp í 6. bekk, hefur ákveðið að nemendur í elstu tveimur árgöngunum mæti ekki í skólann þessa vikuna. Endurskoða á stöðuna í lok viku. Ástæðan er forföll kennara vegna kórónuveirufaraldursins. Yngri krakkar fá forgang í skólann. 3. janúar 2022 12:54 Margir foreldrar uggandi vegna fyrirhugaðs skólahalds Ljóst er að uggur er í foreldrum margra grunnskólabarna vegna skólahalds sem hefst nú í vikunni. Bólusetning barna á aldrinum fimm til ellefu ára hefst 10. janúar, viku eftir að skólahald hefst. 2. janúar 2022 22:30 Hefði viljað fresta skólahaldi: „Þetta er staðan sem við vinnum með“ Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að betra hefði verið að fresta skólabyrjun líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Þess í stað taka leik- og grunnskólar skipulagsdag á morgun til að undirbúa skólastarfið í ómíkrón-bylgju. 2. janúar 2022 20:31 Lokað í grunn- og leikskólum á mánudaginn Lokað verður í grunn- og leikskólum í Reykjavík á mánudaginn, þann 3. janúar, vegna „skipulagsdags“. Almannavarnir gera einnig ráð fyrir að loka þurfi deildum á leikskólum eða fella niður kennslu í einstökum árgöngum grunnskóla um skemmri eða lengri tíma á næsta ári vegna hraðrar útbreiðslu kórónuveirunnar. 30. desember 2021 18:01 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Starfsdagur er í öllum grunn- og leikskólum á höfuðborgarsvæðinu í dag og er dagurinn nýttur til að undirbúa skólahald sem hefst aftur eftir jólafrí á morgun. Aldrei hafa jafn margir verið með kórónuveiruna og nú og kemur það til með að hafa áhrif á skólastarfið. Jón Péturs Zimsen skólastjóri í Melaskóla segir langflesta starfsmenn sína hafa mætt til vinnu í dag. „Við erum ótrúlega heppin með það hvað eru fáir þarna í einangrun og sóttkví hjá okkur. Þannig það mættu flestir og menn eru mjög brattir að mæta til vinnu.“ Jón Pétur segir starfsfólk skólanna mjög útsett fyrir því að smitast af kórónuveirunni sér í lagi það starfólk sem sem starfar með yngstu börnunum. „Þetta er kannski sú stétt í landinu sem er útsetnust fyrir smiti og getur lítið varið sig. Af því að aðrar stéttir eru þá með einhverjar varnir hvort sem það eru búningar eins og heilbrigðisstarfsmenn geta þá verið í eða menn eru að eiga við fullorðið fólk og þar sem menn geta verið með einhverskonar fjarlægðartakmarkanir.“ Hann telur að hægt verði að halda úti skólastarfi með eðlilegum hætti í sínum skóla á morgun en það geti þó breyst hratt. „Staða getur breyst náttúrulega alveg ofboðslega hratt um leið og skólarnir fara af stað, þá held ég, ég held að ef þú myndir hringja í mig eftir viku þá myndi ég segja þér að það vantaði helming nemenda og 30% starfsmanna eru komnir í einangrun eða sóttkví en eins og staðan er núna þá held ég að dagurinn á morgun verði bara fínn og fólk hlakkar til að takast á við þetta. Meira að segja þeir sem eru hérna að kenna yngstu börnunum hafa í raun sýnt mikið æðruleysi. Það er meira en að segja að vita það að það er fullt af einkennalausu smiti út í samfélaginu núna. Samfélagssmit er mjög mikið og það er nánast öruggt að inni í kennslustofum þar sem fólk er þannig séð óvarið eru smitaðir einstaklingar sem að smita. En fólk er heyrist mér mjög tilbúið í það að ganga til verks og sinna þessum þarna krökkum sem eru framtíð landsins. “
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Elstu bekkir í Laugarnesskóla verða heima Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri í Laugarnesskóla sem er fyrir nemendur í 1. bekk og upp í 6. bekk, hefur ákveðið að nemendur í elstu tveimur árgöngunum mæti ekki í skólann þessa vikuna. Endurskoða á stöðuna í lok viku. Ástæðan er forföll kennara vegna kórónuveirufaraldursins. Yngri krakkar fá forgang í skólann. 3. janúar 2022 12:54 Margir foreldrar uggandi vegna fyrirhugaðs skólahalds Ljóst er að uggur er í foreldrum margra grunnskólabarna vegna skólahalds sem hefst nú í vikunni. Bólusetning barna á aldrinum fimm til ellefu ára hefst 10. janúar, viku eftir að skólahald hefst. 2. janúar 2022 22:30 Hefði viljað fresta skólahaldi: „Þetta er staðan sem við vinnum með“ Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að betra hefði verið að fresta skólabyrjun líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Þess í stað taka leik- og grunnskólar skipulagsdag á morgun til að undirbúa skólastarfið í ómíkrón-bylgju. 2. janúar 2022 20:31 Lokað í grunn- og leikskólum á mánudaginn Lokað verður í grunn- og leikskólum í Reykjavík á mánudaginn, þann 3. janúar, vegna „skipulagsdags“. Almannavarnir gera einnig ráð fyrir að loka þurfi deildum á leikskólum eða fella niður kennslu í einstökum árgöngum grunnskóla um skemmri eða lengri tíma á næsta ári vegna hraðrar útbreiðslu kórónuveirunnar. 30. desember 2021 18:01 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Elstu bekkir í Laugarnesskóla verða heima Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri í Laugarnesskóla sem er fyrir nemendur í 1. bekk og upp í 6. bekk, hefur ákveðið að nemendur í elstu tveimur árgöngunum mæti ekki í skólann þessa vikuna. Endurskoða á stöðuna í lok viku. Ástæðan er forföll kennara vegna kórónuveirufaraldursins. Yngri krakkar fá forgang í skólann. 3. janúar 2022 12:54
Margir foreldrar uggandi vegna fyrirhugaðs skólahalds Ljóst er að uggur er í foreldrum margra grunnskólabarna vegna skólahalds sem hefst nú í vikunni. Bólusetning barna á aldrinum fimm til ellefu ára hefst 10. janúar, viku eftir að skólahald hefst. 2. janúar 2022 22:30
Hefði viljað fresta skólahaldi: „Þetta er staðan sem við vinnum með“ Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að betra hefði verið að fresta skólabyrjun líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Þess í stað taka leik- og grunnskólar skipulagsdag á morgun til að undirbúa skólastarfið í ómíkrón-bylgju. 2. janúar 2022 20:31
Lokað í grunn- og leikskólum á mánudaginn Lokað verður í grunn- og leikskólum í Reykjavík á mánudaginn, þann 3. janúar, vegna „skipulagsdags“. Almannavarnir gera einnig ráð fyrir að loka þurfi deildum á leikskólum eða fella niður kennslu í einstökum árgöngum grunnskóla um skemmri eða lengri tíma á næsta ári vegna hraðrar útbreiðslu kórónuveirunnar. 30. desember 2021 18:01
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“