Lífið

„Þá finn ég eitthvað og átta mig á því að það er lík í sjónum“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðmundur hefur unnið hjá Slökkviliðinu í áratugi.
Guðmundur hefur unnið hjá Slökkviliðinu í áratugi.

Þættirnir Baklandið hófu göngu sína á Stöð 2 í gærkvöldi en þeir fjalla um þegar fyrstu viðbragðsaðilar mæta á alvarlegan slysavettvang.

Í þættinum er farið yfir allskonar tilfelli en atburðirnir og staðsetningar þeirra kunna að hafa verið breytt vegna þagnarskyldu slökkviliðsins. Daníel Bjarnason er umsjónarmaður þáttanna.

„Það er staðfest að það er einstaklingur niðri sem ég þarf að fara að leita að,“ segir Guðmundur Guðjónsson bráðatæknir þegar hann fór í björgun í sjóköfun á sínum tíma.

„Ég kafa niður og þegar ég er búinn að leita í skamma stund þá finn ég eitthvað og átta mig á því að það er lík í sjónum. Það var einhvern skrýtinn tilfinning í mér og eitthvað í undirmeðvitundinni að þetta væri einhver sem ég gæti þekkt,“ segir Guðmundur sem vissi af kunningjum sínum á ferðalagi á svipuðum slóðum þegar hann fór í verkefnið.

„Ég hugsa strax þegar ég kem að viðkomandi að þetta væri andlit sem ég ætlaði ekki að sjá. Ég tek viðkomandi í sjónum og sný andlitinu markvisst frá mér. Svo syndi ég upp og rétti síðan kollegum mínum sem er í bát líkið,“ segir Guðmundur sem spurðist seinna fyrir um hvaða einstakling væri að ræða og kom á daginn að þetta var ekki aðili sem hann kannaðist við en hér að neðan má sjá brot úr þættinum. Baklandið er á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldum.

Klippa: Fékk það á tilfinninguna að þetta væri einhver sem hann þekkti





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.