Stjórnendur Karolinska heimila Birni að ráðleggja Willum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. janúar 2022 13:27 Leiða má líkur að því að ráðgjöf Björns muni fyrst og fremst snúa að málefnum Landspítalans en Björn var forstjóri spítalans frá 2010 til 2013 og þykir hafa sýnt undraverðan árangur í stjórnun Karolinska. Björn Zoëga hefur fengið heimild hjá yfirstjórnendum Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð til að sinna ráðgjafastörfum fyrir heilbrigðisráðherra Íslands í hjáverkum. Þetta staðfestir Björn við fréttastofu. Björn hafði áður sagt við Dagens Nyheter að hann myndi hætta sem ráðgjafi ef hann gæti ekki sinnt starfinu samhliða störfum sínum sem forstjóri Karolinska. Þá var greint frá því að málið væri í skoðun hjá stjórnendum sjúkrahússins. Greint var frá því á vef Stjórnarráðsins 13. desember síðastliðinn að nýskipaður heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, hefði ráðið Björn til starfa sem ráðgjafa í tímabundið hlutastarf. Í tilkynningunni sagði að Björn hefði þegar hafið störf og mátti skilja af tilvitnun í ráðherra að ráðgjöf Björns myndi ekki síst varða endurskipulagningu á stjórn og rekstri Landspítala. „Velferð Landspítalans er og verður ætíð mitt hjartans mál. Það eru fjölmörg tækifæri til að styðja við og styrkja stofnunina og starfsfólkið. Ég er því þakklátur og ánægður að fá tækifæri til að leggja mitt af mörkum og aðstoða nýjan ráðherra í þessu mikilvæga verkefni,“ var haft eftir Birni. Hann sagði í samtali við Bítið á Bylgjunni að of mikil áhersla hefði verið lögð á vandamál Landspítalans, í stað þess að reyna að leysa málin með „jákvæðum hugsunarhætti“. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Segir mögulegt að leysa vandamálin með „jákvæðum hugsunarhætti“ „Það eru vonbrigði að hafa staðið í niðurskurði og fá ekki tækifæri til að byggja upp að nýju. Ég var bjartsýnn,“ sagði Björn Zoëga, þáverandi forstjóri Landspítala, í samtali við Vísi í september árið 2013 eftir að hafa tilkynnt að hann hefði sagt starfinu lausu. 15. desember 2021 11:18 Stjórnarandstaðan bindur miklar vonir við Björn Zoega Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ánægðir með ráðningu Björns Zoega í heilbrigðisráðuneytið og telja ráðninguna merki þess að til standi að breyta um stefnu í heilbrigðismálunum. Tómas Andrés Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, hefði reyndar frekar viljað sjá Birgi í Play til ráðgjafar í heilbrigðismálunum. „Sá kann að stýra fyrirtæki," segir Tómas. 14. desember 2021 09:53 Björn Zoëga til liðs við heilbrigðisráðherra Björn Zoëga, forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð, hefur verið ráðinn tímabundið í starf ráðgjafa Willums Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra. Björn mun sinna ráðgjafastörfum samhliða störfum sínum sem forstjóri Karolinska. 13. desember 2021 18:16 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Þetta staðfestir Björn við fréttastofu. Björn hafði áður sagt við Dagens Nyheter að hann myndi hætta sem ráðgjafi ef hann gæti ekki sinnt starfinu samhliða störfum sínum sem forstjóri Karolinska. Þá var greint frá því að málið væri í skoðun hjá stjórnendum sjúkrahússins. Greint var frá því á vef Stjórnarráðsins 13. desember síðastliðinn að nýskipaður heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, hefði ráðið Björn til starfa sem ráðgjafa í tímabundið hlutastarf. Í tilkynningunni sagði að Björn hefði þegar hafið störf og mátti skilja af tilvitnun í ráðherra að ráðgjöf Björns myndi ekki síst varða endurskipulagningu á stjórn og rekstri Landspítala. „Velferð Landspítalans er og verður ætíð mitt hjartans mál. Það eru fjölmörg tækifæri til að styðja við og styrkja stofnunina og starfsfólkið. Ég er því þakklátur og ánægður að fá tækifæri til að leggja mitt af mörkum og aðstoða nýjan ráðherra í þessu mikilvæga verkefni,“ var haft eftir Birni. Hann sagði í samtali við Bítið á Bylgjunni að of mikil áhersla hefði verið lögð á vandamál Landspítalans, í stað þess að reyna að leysa málin með „jákvæðum hugsunarhætti“.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Segir mögulegt að leysa vandamálin með „jákvæðum hugsunarhætti“ „Það eru vonbrigði að hafa staðið í niðurskurði og fá ekki tækifæri til að byggja upp að nýju. Ég var bjartsýnn,“ sagði Björn Zoëga, þáverandi forstjóri Landspítala, í samtali við Vísi í september árið 2013 eftir að hafa tilkynnt að hann hefði sagt starfinu lausu. 15. desember 2021 11:18 Stjórnarandstaðan bindur miklar vonir við Björn Zoega Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ánægðir með ráðningu Björns Zoega í heilbrigðisráðuneytið og telja ráðninguna merki þess að til standi að breyta um stefnu í heilbrigðismálunum. Tómas Andrés Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, hefði reyndar frekar viljað sjá Birgi í Play til ráðgjafar í heilbrigðismálunum. „Sá kann að stýra fyrirtæki," segir Tómas. 14. desember 2021 09:53 Björn Zoëga til liðs við heilbrigðisráðherra Björn Zoëga, forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð, hefur verið ráðinn tímabundið í starf ráðgjafa Willums Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra. Björn mun sinna ráðgjafastörfum samhliða störfum sínum sem forstjóri Karolinska. 13. desember 2021 18:16 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Segir mögulegt að leysa vandamálin með „jákvæðum hugsunarhætti“ „Það eru vonbrigði að hafa staðið í niðurskurði og fá ekki tækifæri til að byggja upp að nýju. Ég var bjartsýnn,“ sagði Björn Zoëga, þáverandi forstjóri Landspítala, í samtali við Vísi í september árið 2013 eftir að hafa tilkynnt að hann hefði sagt starfinu lausu. 15. desember 2021 11:18
Stjórnarandstaðan bindur miklar vonir við Björn Zoega Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ánægðir með ráðningu Björns Zoega í heilbrigðisráðuneytið og telja ráðninguna merki þess að til standi að breyta um stefnu í heilbrigðismálunum. Tómas Andrés Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, hefði reyndar frekar viljað sjá Birgi í Play til ráðgjafar í heilbrigðismálunum. „Sá kann að stýra fyrirtæki," segir Tómas. 14. desember 2021 09:53
Björn Zoëga til liðs við heilbrigðisráðherra Björn Zoëga, forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð, hefur verið ráðinn tímabundið í starf ráðgjafa Willums Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra. Björn mun sinna ráðgjafastörfum samhliða störfum sínum sem forstjóri Karolinska. 13. desember 2021 18:16