Grímuskylda nemenda sett á í skólum á Englandi Smári Jökull Jónsson skrifar 2. janúar 2022 14:06 Nemendur í menntaskólum á Englandi munu þurfa að bera grímur í kennslustundum til að minnka líkur á frekari dreifingu kórónuveirunnar. Vísir/EPA Nemendur í eldri bekkjum grunnskóla og í menntaskólum á Englandi þurfa að bera grímur í kennslustofum þegar skólarnir hefja störf aftur í næstu viku. Aðgerðin er tímabundin og hugsuð til að stoppa hraða dreifingu ómíkron afbrigðis kórónuveirunnar en yfir milljón tilfelli greindust á Bretlandseyjum í síðustu viku og var það tæplega 50% aukning frá því í vikunni þar á undan. Sex stéttarfélög starfsmanna í skólum landsins höfðu óskað eftir aðgerðum yfirvalda til að hefta útbreiðslu afbrigðisins og höfðu varað við því að landspróf væru í hættu ef ekki yrði brugðist við. Kröfur starfsmannanna lutu að lofthreinsibúnaði, fjármagni til að hægt væri að leysa af þá starfsmenn sem frá væru vegna veikinda og að boðið væri upp á sýnatöku í skólunum. Kennarar munu ekki þurfa að bera grímur samkvæmt nýju reglunum en England var eina landið á Bretlandseyjum þar sem ekki var skylda fyrir nemendur að bera grímur í kennslustundum. Að sögn menntamálaráðherra Breta, Nadhim Zahawi, munu reglur um grímuskyldu gilda þar til 26.janúar en það er þegar núgildandi sóttvarnarreglur ríkisstjórnarinnar falla úr gildi. Þá sagði hann að 7000 eintökum af lofthreinsibúnaði yrði dreift í skóla landsins en alls eru tæplega 25000 skólar á Englandi. Líkt og hér á landi hafa margir Bretar óttast að skólastarf muni raskast þegar skólar hefjast að nýju eftir jólafrí. Að sögn yfirvalda verða skólar settir í forgang hvað varðar sýnatöku til að tryggja að þeir gætu opnað vandræðalaust. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Bretland Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Sjá meira
Aðgerðin er tímabundin og hugsuð til að stoppa hraða dreifingu ómíkron afbrigðis kórónuveirunnar en yfir milljón tilfelli greindust á Bretlandseyjum í síðustu viku og var það tæplega 50% aukning frá því í vikunni þar á undan. Sex stéttarfélög starfsmanna í skólum landsins höfðu óskað eftir aðgerðum yfirvalda til að hefta útbreiðslu afbrigðisins og höfðu varað við því að landspróf væru í hættu ef ekki yrði brugðist við. Kröfur starfsmannanna lutu að lofthreinsibúnaði, fjármagni til að hægt væri að leysa af þá starfsmenn sem frá væru vegna veikinda og að boðið væri upp á sýnatöku í skólunum. Kennarar munu ekki þurfa að bera grímur samkvæmt nýju reglunum en England var eina landið á Bretlandseyjum þar sem ekki var skylda fyrir nemendur að bera grímur í kennslustundum. Að sögn menntamálaráðherra Breta, Nadhim Zahawi, munu reglur um grímuskyldu gilda þar til 26.janúar en það er þegar núgildandi sóttvarnarreglur ríkisstjórnarinnar falla úr gildi. Þá sagði hann að 7000 eintökum af lofthreinsibúnaði yrði dreift í skóla landsins en alls eru tæplega 25000 skólar á Englandi. Líkt og hér á landi hafa margir Bretar óttast að skólastarf muni raskast þegar skólar hefjast að nýju eftir jólafrí. Að sögn yfirvalda verða skólar settir í forgang hvað varðar sýnatöku til að tryggja að þeir gætu opnað vandræðalaust.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Bretland Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Sjá meira