Nautin í Hvammi svolgra í sig bjór alla daga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. desember 2021 07:35 "Bjórkjötið" hjá Davíð hefur slegið í gegn hjá neytendum enda hefur hann ekki undan að framleiða kjöt í áhugasama viðskiptavini hans. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nautin á bænum Hvammi í Ölfusi njóta lífsins á hverjum degi því þau eru alin upp á bjór og hrati af bjór, sem þau eru sólgin í. Eftir að þeim er slátrað verður til kjöt með bjórkeim, sem margir kunna vel að meta. Hverjum hefði dottið í hug að það besta sem naut fá er útrunninn íslenskur bjór, sem er gefin samhliða bygginu. Nautin í Hvammi háma bjórinn í sig og sleikja út um á eftir. Davíð Clausen Pétursson „bjórbóndi“ í Hvammi í Ölfusi er ánægður með hversu nautin eru hrifin af bjórnum. „Já, já, þau sópa þessu í sig enda þykir þeim fátt betra.Þau eru líka rosalega gæf, allavega réttum megin við girðinguna. En það stendur alveg af þeim vínandinn, ég er ekki viss um að þeir myndu blása núll prómillinu núna,“ segir Davíð. Bjórinn sem nautin fá er útrunninn en nautunum er alveg sama um það.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bjórkjötið af nautunum hjá Davíð hefur slegið í gegn enda steikin mjög flott á grillinu. „Hún er einstaklega meir og rosalega mikið fitusprenging og fita á henni og best borðuð með salti.“ Eftir að nautin fóru að fá bjór hafa þau þyngst og þyngst. „Já, meðal fallþunginn á gripunum hefur aukist um rúm 40 kíló per grip síðan við byrjuðum á þessu, sem er töluvert. Þeir eru farnir úr svona 260 kílóum upp í 300 kíló þegar við slátrum þeim,“ segir Davíð. Nautin sleikja út um þegar þau eru búin að fá bjórinn sinn í fjósinu í Hvammi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Verkefnið hans hefur vakið mikla athygli. „Þetta er eitthvað sem ég held að fleiri bændur ættu að fara að gera, þar að segja að koma sér í einhverja sérstöðu með kjötið sitt og fara að selja beint frá býli. Það er rosalega góð búbót,“ segir „bjórbóndinn“ á Hvammi í Ölfusi. Charlotte Clausen, mamma Davíðs er mjög stolt af verkefni sonar síns. En öfundar hún nautin af allri þessari bjórdrykkju? „Já, sem Dani, við drekkum bjórinn en gefum ekki nautunum þau,“ segir hún og hlær. Davíð selur kjötið sitt á Facebook undir „Ölnaut frá Hvammi“ eins og má sjá hér á síðunni hans. Charlotte Clausen, mamma Davíðs er mjög stolt af verkefni sonar síns.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Landbúnaður Áfengi og tóbak Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira
Hverjum hefði dottið í hug að það besta sem naut fá er útrunninn íslenskur bjór, sem er gefin samhliða bygginu. Nautin í Hvammi háma bjórinn í sig og sleikja út um á eftir. Davíð Clausen Pétursson „bjórbóndi“ í Hvammi í Ölfusi er ánægður með hversu nautin eru hrifin af bjórnum. „Já, já, þau sópa þessu í sig enda þykir þeim fátt betra.Þau eru líka rosalega gæf, allavega réttum megin við girðinguna. En það stendur alveg af þeim vínandinn, ég er ekki viss um að þeir myndu blása núll prómillinu núna,“ segir Davíð. Bjórinn sem nautin fá er útrunninn en nautunum er alveg sama um það.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bjórkjötið af nautunum hjá Davíð hefur slegið í gegn enda steikin mjög flott á grillinu. „Hún er einstaklega meir og rosalega mikið fitusprenging og fita á henni og best borðuð með salti.“ Eftir að nautin fóru að fá bjór hafa þau þyngst og þyngst. „Já, meðal fallþunginn á gripunum hefur aukist um rúm 40 kíló per grip síðan við byrjuðum á þessu, sem er töluvert. Þeir eru farnir úr svona 260 kílóum upp í 300 kíló þegar við slátrum þeim,“ segir Davíð. Nautin sleikja út um þegar þau eru búin að fá bjórinn sinn í fjósinu í Hvammi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Verkefnið hans hefur vakið mikla athygli. „Þetta er eitthvað sem ég held að fleiri bændur ættu að fara að gera, þar að segja að koma sér í einhverja sérstöðu með kjötið sitt og fara að selja beint frá býli. Það er rosalega góð búbót,“ segir „bjórbóndinn“ á Hvammi í Ölfusi. Charlotte Clausen, mamma Davíðs er mjög stolt af verkefni sonar síns. En öfundar hún nautin af allri þessari bjórdrykkju? „Já, sem Dani, við drekkum bjórinn en gefum ekki nautunum þau,“ segir hún og hlær. Davíð selur kjötið sitt á Facebook undir „Ölnaut frá Hvammi“ eins og má sjá hér á síðunni hans. Charlotte Clausen, mamma Davíðs er mjög stolt af verkefni sonar síns.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Landbúnaður Áfengi og tóbak Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira