Allt að 72 tíma bið eftir niðurstöðu úr PCR Eiður Þór Árnason skrifar 30. desember 2021 11:52 Löng röð myndaðist við Suðurlandsbraut um jólin. Vísir Óvenjumörg PCR-einkennasýni hafa verið tekin síðustu daga og fjöldinn farið fram úr afkastagetu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans sem sér um greiningu sýnanna. Getur fólk nú átt von á því að bið eftir niðurstöðu sé allt að þrír sólarhringar eða 72 tímar. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins biðlar til fólks að hringja ekki inn á heilsugæslustöðvarnar til að spyrja um niðurstöður sínar úr sýnatöku. Mikið álag sé á stöðvunum og ekkert sem starfsfólk geti gert til að fá niðurstöður fyrr. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilsugæslunni sem segir enn fremur að unnið sé að lausnum til að stytta þessa bið. Greint var frá því í dag að Íslensk erfðagreining hafi á nýjan leik tekið að sér greiningu á innanlandssýnum. Landspítalinn mun í stað þess einbeita sér að greiningu á sýnum frá landamærum. Alls voru tekin 3.973 einkennasýni hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og Íslenskri erfðagreiningu í gær. Þá var 1.202 sýni tekin á landamærunum eða í seinni landamæraskimun og 1.061í svokallaðri sóttkvíar- og handahófsskimun. Þetta er næstmesti heildarfjöldi sýna sem tekinn hefur hefur verið á þessu ári. Margir úti í kuldanum um jólin Mjög langar raðir mynduðust við Suðurlandsbraut 34 um jólin og þurftu margir að bíða í á annan klukkutíma í miklum kulda eftir því að komast í einkennasýnatöku. Óljóst er hvernig staðan verður á morgun, gamlársdag en þá verður opið frá 8 til 12 í sýnatöku á Suðurlandsbraut. Á nýarsdag verður ekki opið í hraðpróf né í PCR-sýnatöku fyrir ferðalög en opið verður í PCR-einkenna- og sóttkvíarsýnatöku frá klukkan 10 til 14. Fólk sem er að losna úr sóttkví fær strikamerki sent frá rakningateyminu kvöldið áður. Búið að grípa til aðgerða til að stytta bið Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, greindi frá því í gær að vel hafi gengið að taka sýni á Suðurlandsbraut síðustu daga og tekist að útrýma löngum röðum með breytingum á starfseminni. „Það er alveg hellings aðsókn, meiri en hefur verið, en engin röð því við erum búin að bæta fólki við og breyta. Við erum farin að taka sýni á tveimur stöðum í húsinu,“ sagði Ingibjörg. Hún bætti við að klukkutíma löng bið í röð væri vandamál sem nú sé úr sögunni. Einnig hefur komið fram að veikindi meðal starfsfólks hafi takmarkað afkastagetu sýnatökunnar yfir jólahátíðina. Heilsugæsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þórólfur hringdi í Kára: Íslensk erfðagreining tekur sýnatökuna innanlands að sér Íslensk erfðagreining hefur á nýjan leik tekið að sér greiningu á sýnum innanlnads. Gríðarlegt álag hefur verið í greiningu sýna á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og biðtími verið allt að 72 klukkustundir eftir niðurstöðu. 30. desember 2021 12:08 Klukkutíma sýnatökuröð úr sögunni eftir breytingar hjá heilsugæslunni Vel hefur gengið að taka Covid-sýni á Suðurlandsbraut síðustu daga, eftir að fréttir bárust af því nú um helgina að löng röð hafi myndast við sýnatökuhúsið og fólk jafnvel þurft að bíða í röð fyrir utan í meira en klukkustund. 29. desember 2021 15:34 Líklega þriðji hver smitaður í sögulegri röð Of snemmt er að draga ályktanir um að omíkron-afbrigðið muni ekki valda sjúkrahúskerfinu þungum búsifjum að sögn yfirlögregluþjóns. Veikt fólk beið úti tímum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. 26. desember 2021 19:04 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins biðlar til fólks að hringja ekki inn á heilsugæslustöðvarnar til að spyrja um niðurstöður sínar úr sýnatöku. Mikið álag sé á stöðvunum og ekkert sem starfsfólk geti gert til að fá niðurstöður fyrr. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilsugæslunni sem segir enn fremur að unnið sé að lausnum til að stytta þessa bið. Greint var frá því í dag að Íslensk erfðagreining hafi á nýjan leik tekið að sér greiningu á innanlandssýnum. Landspítalinn mun í stað þess einbeita sér að greiningu á sýnum frá landamærum. Alls voru tekin 3.973 einkennasýni hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og Íslenskri erfðagreiningu í gær. Þá var 1.202 sýni tekin á landamærunum eða í seinni landamæraskimun og 1.061í svokallaðri sóttkvíar- og handahófsskimun. Þetta er næstmesti heildarfjöldi sýna sem tekinn hefur hefur verið á þessu ári. Margir úti í kuldanum um jólin Mjög langar raðir mynduðust við Suðurlandsbraut 34 um jólin og þurftu margir að bíða í á annan klukkutíma í miklum kulda eftir því að komast í einkennasýnatöku. Óljóst er hvernig staðan verður á morgun, gamlársdag en þá verður opið frá 8 til 12 í sýnatöku á Suðurlandsbraut. Á nýarsdag verður ekki opið í hraðpróf né í PCR-sýnatöku fyrir ferðalög en opið verður í PCR-einkenna- og sóttkvíarsýnatöku frá klukkan 10 til 14. Fólk sem er að losna úr sóttkví fær strikamerki sent frá rakningateyminu kvöldið áður. Búið að grípa til aðgerða til að stytta bið Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, greindi frá því í gær að vel hafi gengið að taka sýni á Suðurlandsbraut síðustu daga og tekist að útrýma löngum röðum með breytingum á starfseminni. „Það er alveg hellings aðsókn, meiri en hefur verið, en engin röð því við erum búin að bæta fólki við og breyta. Við erum farin að taka sýni á tveimur stöðum í húsinu,“ sagði Ingibjörg. Hún bætti við að klukkutíma löng bið í röð væri vandamál sem nú sé úr sögunni. Einnig hefur komið fram að veikindi meðal starfsfólks hafi takmarkað afkastagetu sýnatökunnar yfir jólahátíðina.
Heilsugæsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þórólfur hringdi í Kára: Íslensk erfðagreining tekur sýnatökuna innanlands að sér Íslensk erfðagreining hefur á nýjan leik tekið að sér greiningu á sýnum innanlnads. Gríðarlegt álag hefur verið í greiningu sýna á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og biðtími verið allt að 72 klukkustundir eftir niðurstöðu. 30. desember 2021 12:08 Klukkutíma sýnatökuröð úr sögunni eftir breytingar hjá heilsugæslunni Vel hefur gengið að taka Covid-sýni á Suðurlandsbraut síðustu daga, eftir að fréttir bárust af því nú um helgina að löng röð hafi myndast við sýnatökuhúsið og fólk jafnvel þurft að bíða í röð fyrir utan í meira en klukkustund. 29. desember 2021 15:34 Líklega þriðji hver smitaður í sögulegri röð Of snemmt er að draga ályktanir um að omíkron-afbrigðið muni ekki valda sjúkrahúskerfinu þungum búsifjum að sögn yfirlögregluþjóns. Veikt fólk beið úti tímum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. 26. desember 2021 19:04 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Þórólfur hringdi í Kára: Íslensk erfðagreining tekur sýnatökuna innanlands að sér Íslensk erfðagreining hefur á nýjan leik tekið að sér greiningu á sýnum innanlnads. Gríðarlegt álag hefur verið í greiningu sýna á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og biðtími verið allt að 72 klukkustundir eftir niðurstöðu. 30. desember 2021 12:08
Klukkutíma sýnatökuröð úr sögunni eftir breytingar hjá heilsugæslunni Vel hefur gengið að taka Covid-sýni á Suðurlandsbraut síðustu daga, eftir að fréttir bárust af því nú um helgina að löng röð hafi myndast við sýnatökuhúsið og fólk jafnvel þurft að bíða í röð fyrir utan í meira en klukkustund. 29. desember 2021 15:34
Líklega þriðji hver smitaður í sögulegri röð Of snemmt er að draga ályktanir um að omíkron-afbrigðið muni ekki valda sjúkrahúskerfinu þungum búsifjum að sögn yfirlögregluþjóns. Veikt fólk beið úti tímum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. 26. desember 2021 19:04