Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 74-78 | Njarðvík hafði betur gegn erkifjendunum Siggeir Ævarsson skrifar 30. desember 2021 23:02 Haukur Helgi Pálsson skoraði 12 stig fyrir Njarðvíkinga í kvöld. Vísir/Vilhelm Keflavík og Njarðvík mættust í stórleik umferðarinnar í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld þar sem að gestirnir höfðu betur 74-78. Það var sannkallaður risaslagur í Keflavík í kvöld þegar heimamenn tóku á móti nágrönnum sínum og erkifjendum úr Njarðvík. Fyrir leikinn voru Keflvíkingar einir á toppi deildarinnar og höfðu aðeins tapað einum leik, en Njarðvík um miðja deild, í 5. sæti með 6 sigra og þrjú töp. Njarðvíkingar hafa verið að ná vopnum sínum síðustu vikur og hafa fengið tvo sterka leikmenn aftur inn eftir meiðsli, þá Hauk Helga Pálsson og Loga Gunnarsson. Spennustigið var nokkuð hátt í kvöld og leikurinn fór hægt af stað en smám saman fundu gestirnir taktinn, keyrðu upp hraðann og náðu 10 stiga forskoti. Miðherjarnir Dominykas Milka og Fotis Lampropoulos tókust nokkuð hart á á köflum og leiddu stigaskorið í hálfleik, Milka með 12 og Fotis með 14. Síðustu tvær mínútur hálfleiksins lifnaði loks yfir heimamönnum, þegar gestirnir virtust vera um það bil að stinga af. Þeir löguðu stöðuna með nokkrum körfum og staðan 35-41. Njarðvík enn í bílstjórasætinu en Keflvíkingar farnir að anda niður hálsmálið á þeim. Keflvíkingar mættu mun ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og þriðji leikhlutinn var þeirra nánast frá A-Ö. Það var ekki fyrr en Haukur Helgi blés sínum mönnum smá þor í brjóst með kröfugum mótmælum gegn sérkennilegum dómi, að gestirnir áttuðu sig á því að það var verið að ýta þeim útúr öllum stöðum og taka jafn hart á þeim og dómarnir leyfðu. Síðustu 10 mínútur leiksins voru æsispennandi en smám saman náðu Njarðvíkingar ákveðnum tökum á leiknum. Munaði miklu fyrir heimamenn að það voru fáir að setja stig á töfluna, ef frá er talinn Jaka Brodnik sem átti ótrúlegan leik, skoraði 31 stig og tók 18 fráköst og endaði með 40 framlagspunkta. Lokatölur 74-78, en Hörður Axel lagaði stöðuna aðeins til með þristi í lokin, þegar úrslitin voru ráðin. Af hverju vann Njarðvík? Njarðvík fékk framlag frá mörgum leikmönnum og það komu stórar körfur þegar á þurfti að halda. Þeir héldu haus meðan að Keflvíkingar (leikmenn og áhorfendur) létu dómarana fara full mikið í taugarnar á sér. Hvað gekk illa? Sóknarleikurinn var afar stirður hjá báðum liðum á löngum köflum. Að sama skapi voru varnirnar góðar og menn fastir fyrir án þess að brjóta mikið. Njarðvík skoraði aðeins 14 stig í þriðja leikhluta og Keflavík gekk á lagið, þá sérstaklega Jaka Brodnik sem tvöfaldaði stigaskor sitt í leihlutanum, úr 11 í 22. Hvað gerist næst? Það eru að koma áramót og Njarðvíkingar geta leyft sér að gorta sig aðeins þegar þeir hitta nágranna sína í áramótaboðunum á morgun. Keflvík tapaði þó aðeins sínum öðrum leik á tímabilinu og halda toppsætinu. Sigurinn hlýtur að gefa Njarðvíkingum ágætis andlega innspýtingu fyrir komandi leiki, en þeir eiga tvo erfiða útileiki framundan með stuttu millibili, 3. og 7. janúar, gegn Þór Þorlákshöfn og Stjörnunni. Tölfræði leiksins má sjá með því að smella hér. „Við lítum á þetta sem risa sigur“ Benedikt Guðmunsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum sáttur við sigur sinna manna í kvöld.Vísir/Vilhelm Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur var að vonum kampakátur í leikslok. „Við lítum á þetta sem risa sigur, þetta er lið sem er búið að vinna einhverja 27 leiki af síðustu 30. Þetta er bara risastórt fyrir okkur. Við gerum okkur þó auðvitað grein fyrir því að það vantar mann í liðið, Okeke meiddur og þeir eru svolítið vængbrotnir“ Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur, en Njarðvík náði mest 14 stiga forystu sem þeir misstu frá sér og Keflvíkingar komust yfir á ný. Hvernig verða leikir svona kaflaskiptir? „Við komum bara alltof linir úr hálfleiknum. Við erum búnir að eiga þetta til, það þurfti tæknivillu hérna, það þurfti bara að gera okkur reiða til að fara loksins að berja á móti. Keflvíkingarnir voru hálf flatir í fyrri hálfleik en komu svo dýrvitlausir í seinni, voru Keflavík í Keflavík eins og sagt er og voru bara að berja okkur útúr öllu. Það var ekki fyrr en við fórum að gera það sama á móti og taka aðeins á þeim að við komum okkur aftur inn í leikinn.“ Benedikt sagði það algjört lykilatriði fyrir Njarðvík að spila af fullum krafti ef þeir ætla sér að gera eitthvað í þessari deild í vetur: „Ef við ætlum að vera einhverjir „softies“ þá erum við ekki að fara að gera neitt í vetur, en ef við ætlum að taka á því og vera með eitthvað skap, þá getum við gert helling.“ Benedikt var þokkalega sáttur með vörnina gegn Milka en sagði að Jaka hefði verið erfiður við að eiga „Já ég var sáttur við vörnina eins langt og það nær, en það er erfitt að eiga við Jaka í fjarkanum og hann nýtur góðs af athyglinni sem Milka fékk frá okkur. Jaka er svo fjölhæfur, getur refsað þér bæði fyrir utan og inni teig, bara frábær leikmaður en sem betur fer náðum við að hemja aðra sem eru vanir að skora meira“ Aðspurður um standið á Hauki Helga sagði Benedikt að hann ætti enn nóg inni. „Hann er alltaf að líta betur og betur út en hann á enn töluvert í land að vera 100%. Hann vantar ennþá smá sprengikraft t.d. En bara að hafa hann á vellinum, nærveran sem hann gefur okkur varnarmegin er „game changer“. Það er kannski skrítið að segja það en þetta var bara fín tæknivilla sem hann fékk. Ég ætla kannski ekki að segja að hún hafi snúið leiknum en hún kveikti í mönnum og fékk þá til að sýna smá skap.“ Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Njarðvík
Keflavík og Njarðvík mættust í stórleik umferðarinnar í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld þar sem að gestirnir höfðu betur 74-78. Það var sannkallaður risaslagur í Keflavík í kvöld þegar heimamenn tóku á móti nágrönnum sínum og erkifjendum úr Njarðvík. Fyrir leikinn voru Keflvíkingar einir á toppi deildarinnar og höfðu aðeins tapað einum leik, en Njarðvík um miðja deild, í 5. sæti með 6 sigra og þrjú töp. Njarðvíkingar hafa verið að ná vopnum sínum síðustu vikur og hafa fengið tvo sterka leikmenn aftur inn eftir meiðsli, þá Hauk Helga Pálsson og Loga Gunnarsson. Spennustigið var nokkuð hátt í kvöld og leikurinn fór hægt af stað en smám saman fundu gestirnir taktinn, keyrðu upp hraðann og náðu 10 stiga forskoti. Miðherjarnir Dominykas Milka og Fotis Lampropoulos tókust nokkuð hart á á köflum og leiddu stigaskorið í hálfleik, Milka með 12 og Fotis með 14. Síðustu tvær mínútur hálfleiksins lifnaði loks yfir heimamönnum, þegar gestirnir virtust vera um það bil að stinga af. Þeir löguðu stöðuna með nokkrum körfum og staðan 35-41. Njarðvík enn í bílstjórasætinu en Keflvíkingar farnir að anda niður hálsmálið á þeim. Keflvíkingar mættu mun ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og þriðji leikhlutinn var þeirra nánast frá A-Ö. Það var ekki fyrr en Haukur Helgi blés sínum mönnum smá þor í brjóst með kröfugum mótmælum gegn sérkennilegum dómi, að gestirnir áttuðu sig á því að það var verið að ýta þeim útúr öllum stöðum og taka jafn hart á þeim og dómarnir leyfðu. Síðustu 10 mínútur leiksins voru æsispennandi en smám saman náðu Njarðvíkingar ákveðnum tökum á leiknum. Munaði miklu fyrir heimamenn að það voru fáir að setja stig á töfluna, ef frá er talinn Jaka Brodnik sem átti ótrúlegan leik, skoraði 31 stig og tók 18 fráköst og endaði með 40 framlagspunkta. Lokatölur 74-78, en Hörður Axel lagaði stöðuna aðeins til með þristi í lokin, þegar úrslitin voru ráðin. Af hverju vann Njarðvík? Njarðvík fékk framlag frá mörgum leikmönnum og það komu stórar körfur þegar á þurfti að halda. Þeir héldu haus meðan að Keflvíkingar (leikmenn og áhorfendur) létu dómarana fara full mikið í taugarnar á sér. Hvað gekk illa? Sóknarleikurinn var afar stirður hjá báðum liðum á löngum köflum. Að sama skapi voru varnirnar góðar og menn fastir fyrir án þess að brjóta mikið. Njarðvík skoraði aðeins 14 stig í þriðja leikhluta og Keflavík gekk á lagið, þá sérstaklega Jaka Brodnik sem tvöfaldaði stigaskor sitt í leihlutanum, úr 11 í 22. Hvað gerist næst? Það eru að koma áramót og Njarðvíkingar geta leyft sér að gorta sig aðeins þegar þeir hitta nágranna sína í áramótaboðunum á morgun. Keflvík tapaði þó aðeins sínum öðrum leik á tímabilinu og halda toppsætinu. Sigurinn hlýtur að gefa Njarðvíkingum ágætis andlega innspýtingu fyrir komandi leiki, en þeir eiga tvo erfiða útileiki framundan með stuttu millibili, 3. og 7. janúar, gegn Þór Þorlákshöfn og Stjörnunni. Tölfræði leiksins má sjá með því að smella hér. „Við lítum á þetta sem risa sigur“ Benedikt Guðmunsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum sáttur við sigur sinna manna í kvöld.Vísir/Vilhelm Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur var að vonum kampakátur í leikslok. „Við lítum á þetta sem risa sigur, þetta er lið sem er búið að vinna einhverja 27 leiki af síðustu 30. Þetta er bara risastórt fyrir okkur. Við gerum okkur þó auðvitað grein fyrir því að það vantar mann í liðið, Okeke meiddur og þeir eru svolítið vængbrotnir“ Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur, en Njarðvík náði mest 14 stiga forystu sem þeir misstu frá sér og Keflvíkingar komust yfir á ný. Hvernig verða leikir svona kaflaskiptir? „Við komum bara alltof linir úr hálfleiknum. Við erum búnir að eiga þetta til, það þurfti tæknivillu hérna, það þurfti bara að gera okkur reiða til að fara loksins að berja á móti. Keflvíkingarnir voru hálf flatir í fyrri hálfleik en komu svo dýrvitlausir í seinni, voru Keflavík í Keflavík eins og sagt er og voru bara að berja okkur útúr öllu. Það var ekki fyrr en við fórum að gera það sama á móti og taka aðeins á þeim að við komum okkur aftur inn í leikinn.“ Benedikt sagði það algjört lykilatriði fyrir Njarðvík að spila af fullum krafti ef þeir ætla sér að gera eitthvað í þessari deild í vetur: „Ef við ætlum að vera einhverjir „softies“ þá erum við ekki að fara að gera neitt í vetur, en ef við ætlum að taka á því og vera með eitthvað skap, þá getum við gert helling.“ Benedikt var þokkalega sáttur með vörnina gegn Milka en sagði að Jaka hefði verið erfiður við að eiga „Já ég var sáttur við vörnina eins langt og það nær, en það er erfitt að eiga við Jaka í fjarkanum og hann nýtur góðs af athyglinni sem Milka fékk frá okkur. Jaka er svo fjölhæfur, getur refsað þér bæði fyrir utan og inni teig, bara frábær leikmaður en sem betur fer náðum við að hemja aðra sem eru vanir að skora meira“ Aðspurður um standið á Hauki Helga sagði Benedikt að hann ætti enn nóg inni. „Hann er alltaf að líta betur og betur út en hann á enn töluvert í land að vera 100%. Hann vantar ennþá smá sprengikraft t.d. En bara að hafa hann á vellinum, nærveran sem hann gefur okkur varnarmegin er „game changer“. Það er kannski skrítið að segja það en þetta var bara fín tæknivilla sem hann fékk. Ég ætla kannski ekki að segja að hún hafi snúið leiknum en hún kveikti í mönnum og fékk þá til að sýna smá skap.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum