Þríbólusettur og í 23 daga sóttkví gefst ekki upp fyrir dómstólum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. desember 2021 15:15 Myndin er frá bólusetningum í Laugardalshöll en tengist fréttinni að öðru leyti ekki. Vísir/vilhelm Þríbólusettur einstaklingur sem þarf samkvæmt úrskurði héraðsdóms að sæta sóttkví í 23 daga hefur kært niðurstöðuna til Landsréttar. Viðkomandi segist hafa verið útsettur fyrir smiti á heimili sínu frá 10. desember án þess að smitast. Það staðfesti fjölmörg PCR-próf sem hann hafi farið í. Fréttablaðið greindi í gær frá því að Héraðsdómur Reykjaness hefði staðfest ákvörðun sóttvarnalæknis að einstaklingurinn þyrfti að sæta fyrrnefndri sóttkví. Var ákvörðunin á grundvelli þess að einstaklingurinn hafði verið í nálægð við fólk smitað af Covid-19 á tveimur mismunandi tímum. Í tilkynningu Gunnars Inga Jóhannssonar lögmanns segir: „Umbjóðandi minn er þríbólusettur, hefur margsinnis gengið undir pcr-próf sem öll reyndust neikvæð, og verið samfellt útsettur fyrir smiti á heimili sínu frá 10. desember sl. án þess að smitast. Umbjóðandi minn telur þann tíma sem hann hefur verið skikkaður til að vera í sóttkví, þ.e. 23 dagar, óhóflegan auk þess sem hann telur margvíslega meinbugi á málsmeðferð sóttvarnarlæknis.“ Málið verði að öðru leyti ekki rekið í fjölmiðlum hér eftir. Óvíst er hvenær Landsréttur kveður upp úrskurð sinn í málinu. Svo gæti farið að viðkomandi væri laus úr sóttkví áður en úrskurður fellur. Þar með væri uppi skortur á lögvörðum hagsmunum einstaklingsins enda ekki lengur í sóttkví. Fleiri mál hafa verið rekin fyrir dómstólum gegn sóttvarnalækni. Þannig staðfesti héraðsdómur í gærkvöldi ákvörðun sóttvarnalæknis um tíu daga einangrun í tilfelli fimm einstaklinga sem greindust með Covid-19. Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður, rekur málin og segir til skoðunar að fara með þau fyrir Landsrétt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Dómsmál Tengdar fréttir Héraðsdómur staðfesti ákvörðun sóttvarnalæknis um einangrun Héraðsdómari hefur staðfest ákvörðun sóttvarnalæknis um tíu daga einangrun í tilfelli fimm einstaklinga sem greinst hafa með kórónuveiruna. Lögmaður fólksins segir það verða skoðað hvort farið verði með málið lengra. 29. desember 2021 09:34 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
Fréttablaðið greindi í gær frá því að Héraðsdómur Reykjaness hefði staðfest ákvörðun sóttvarnalæknis að einstaklingurinn þyrfti að sæta fyrrnefndri sóttkví. Var ákvörðunin á grundvelli þess að einstaklingurinn hafði verið í nálægð við fólk smitað af Covid-19 á tveimur mismunandi tímum. Í tilkynningu Gunnars Inga Jóhannssonar lögmanns segir: „Umbjóðandi minn er þríbólusettur, hefur margsinnis gengið undir pcr-próf sem öll reyndust neikvæð, og verið samfellt útsettur fyrir smiti á heimili sínu frá 10. desember sl. án þess að smitast. Umbjóðandi minn telur þann tíma sem hann hefur verið skikkaður til að vera í sóttkví, þ.e. 23 dagar, óhóflegan auk þess sem hann telur margvíslega meinbugi á málsmeðferð sóttvarnarlæknis.“ Málið verði að öðru leyti ekki rekið í fjölmiðlum hér eftir. Óvíst er hvenær Landsréttur kveður upp úrskurð sinn í málinu. Svo gæti farið að viðkomandi væri laus úr sóttkví áður en úrskurður fellur. Þar með væri uppi skortur á lögvörðum hagsmunum einstaklingsins enda ekki lengur í sóttkví. Fleiri mál hafa verið rekin fyrir dómstólum gegn sóttvarnalækni. Þannig staðfesti héraðsdómur í gærkvöldi ákvörðun sóttvarnalæknis um tíu daga einangrun í tilfelli fimm einstaklinga sem greindust með Covid-19. Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður, rekur málin og segir til skoðunar að fara með þau fyrir Landsrétt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Dómsmál Tengdar fréttir Héraðsdómur staðfesti ákvörðun sóttvarnalæknis um einangrun Héraðsdómari hefur staðfest ákvörðun sóttvarnalæknis um tíu daga einangrun í tilfelli fimm einstaklinga sem greinst hafa með kórónuveiruna. Lögmaður fólksins segir það verða skoðað hvort farið verði með málið lengra. 29. desember 2021 09:34 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
Héraðsdómur staðfesti ákvörðun sóttvarnalæknis um einangrun Héraðsdómari hefur staðfest ákvörðun sóttvarnalæknis um tíu daga einangrun í tilfelli fimm einstaklinga sem greinst hafa með kórónuveiruna. Lögmaður fólksins segir það verða skoðað hvort farið verði með málið lengra. 29. desember 2021 09:34