Opið bréf til jólasveinanna: Hættið að gefa í skóinn Árný Elínborg skrifar 28. desember 2021 15:00 Kæru jólasveinar, Um miðjan desember heyrði ég á tal þriggja barna sem voru að tala um gjafir í skóinn. Þau voru að bera saman bækur sínar og kom þá í ljós verulegur munur á gjöfum. Eitt barnið fékk ekki gjöf, ekki einu sinni kartöflu, annað barnið fékk hóflega gjöf en það þriðja fékk gjöf sem er dýrari en flestar jólagjafir. Þegar ljóst var hvernig gjafir þau hefðu fengið sló smá þögn á þau sem fengu minna og sá sem ekkert fékk var bersýnilega svekktur. „Varstu óþekkur?“ spurði sú sem fékk þá hóflegri. „Ég veit það ekki,“ svaraði strákurinn. Síðan fór allt samtalið í að ræða risastóra gjöf þess þriðja í þaula. Kæru jólasveinar, krakkarnir véfengdu ekki fyrirkomulagið. Ég held að fæst börn færu að véfengja jólasveininn. Foreldrar þeirra hafa kennt þeim að setja ykkur á stall, um jólin sé fátt meira spennandi en þið. Börn eru líka að læra á samfélagið og taka því oft bara eins og það er. Þau treysta okkur sem fullorðin eru til þess að kenna þeim á heiminn. En líklegt er að þau taki þetta inn á sig og taki sök, eins og börn gera oft. Þau sem ekkert fá eða fá minna en hin sitja líklegast eftir með skilaboð um að frammi fyrir ykkur þykji þau síðri en önnur börn. Ég held að í fæstum tilvikum setji þau ábyrgðina á ykkur, þau spyrji frekar - af hverju þau séu ekki eins góð og hin börnin? Þau hafi jafnvel lagt sig fram við að haga sér svo vel. Þegar ég horfi á þetta sem fullorðin tek ég eftir að þetta virðist ekki vera tilviljunarkennt á milli barna. Þau börn sem eiga efnaða foreldra virðast oft fá miklu stærri gjafir en hin. Það finnst mér nokkuð ósanngjarnt, hvað segir efnahagur foreldra þeirra um hvort þau hafi hegðað sé vel í desember eða ekki? Nú er það svo að góðir kennarar hafa í áratugi biðlað til ykkar að gefa öllum börnum hóflegt og jafnt í skóinn. En það virðist ekki virka. Ástæðan er einföld, í heildina þá trúið þið ekki á jöfnuð og réttlæti. Það munu alltaf vera börn sem fá miklu meira frá ykkur en hin, og önnur sem fá miklu minna eða ekkert. Af hverju ætti samsetning ykkar að vera eitthvað öðruvísi en samfélagsins okkar í heild. Það trúa ekki allir á Íslandi á jöfnuð og réttlæti. Sérstaklega á þessum tímum þar sem bilið hefur breikkað svo mikið á milli fólks. Ég vil því leggja eitt til. Ég vil biðja ykkur að hætta bara alfarið að gefa börnum í skóinn. Það er hægt að halda í hefðina, en láta foreldrunum það bara eftir. Þið getið samt alveg ennþá komið til byggða og skellt hurðum, stolið skyri, sníkt kerti osfrv. Við tökum ykkur líka fagnandi á jólaskemmtanir. En kannski séu gjafirnar í skóinn ykkur ofviða sem heild. Ég geri mér grein fyrir að um þetta verði samningaviðræður ykkar á milli, og milli ykkar og foreldra. En hugsið allavega málið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Börn og uppeldi Jólasveinar Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Kæru jólasveinar, Um miðjan desember heyrði ég á tal þriggja barna sem voru að tala um gjafir í skóinn. Þau voru að bera saman bækur sínar og kom þá í ljós verulegur munur á gjöfum. Eitt barnið fékk ekki gjöf, ekki einu sinni kartöflu, annað barnið fékk hóflega gjöf en það þriðja fékk gjöf sem er dýrari en flestar jólagjafir. Þegar ljóst var hvernig gjafir þau hefðu fengið sló smá þögn á þau sem fengu minna og sá sem ekkert fékk var bersýnilega svekktur. „Varstu óþekkur?“ spurði sú sem fékk þá hóflegri. „Ég veit það ekki,“ svaraði strákurinn. Síðan fór allt samtalið í að ræða risastóra gjöf þess þriðja í þaula. Kæru jólasveinar, krakkarnir véfengdu ekki fyrirkomulagið. Ég held að fæst börn færu að véfengja jólasveininn. Foreldrar þeirra hafa kennt þeim að setja ykkur á stall, um jólin sé fátt meira spennandi en þið. Börn eru líka að læra á samfélagið og taka því oft bara eins og það er. Þau treysta okkur sem fullorðin eru til þess að kenna þeim á heiminn. En líklegt er að þau taki þetta inn á sig og taki sök, eins og börn gera oft. Þau sem ekkert fá eða fá minna en hin sitja líklegast eftir með skilaboð um að frammi fyrir ykkur þykji þau síðri en önnur börn. Ég held að í fæstum tilvikum setji þau ábyrgðina á ykkur, þau spyrji frekar - af hverju þau séu ekki eins góð og hin börnin? Þau hafi jafnvel lagt sig fram við að haga sér svo vel. Þegar ég horfi á þetta sem fullorðin tek ég eftir að þetta virðist ekki vera tilviljunarkennt á milli barna. Þau börn sem eiga efnaða foreldra virðast oft fá miklu stærri gjafir en hin. Það finnst mér nokkuð ósanngjarnt, hvað segir efnahagur foreldra þeirra um hvort þau hafi hegðað sé vel í desember eða ekki? Nú er það svo að góðir kennarar hafa í áratugi biðlað til ykkar að gefa öllum börnum hóflegt og jafnt í skóinn. En það virðist ekki virka. Ástæðan er einföld, í heildina þá trúið þið ekki á jöfnuð og réttlæti. Það munu alltaf vera börn sem fá miklu meira frá ykkur en hin, og önnur sem fá miklu minna eða ekkert. Af hverju ætti samsetning ykkar að vera eitthvað öðruvísi en samfélagsins okkar í heild. Það trúa ekki allir á Íslandi á jöfnuð og réttlæti. Sérstaklega á þessum tímum þar sem bilið hefur breikkað svo mikið á milli fólks. Ég vil því leggja eitt til. Ég vil biðja ykkur að hætta bara alfarið að gefa börnum í skóinn. Það er hægt að halda í hefðina, en láta foreldrunum það bara eftir. Þið getið samt alveg ennþá komið til byggða og skellt hurðum, stolið skyri, sníkt kerti osfrv. Við tökum ykkur líka fagnandi á jólaskemmtanir. En kannski séu gjafirnar í skóinn ykkur ofviða sem heild. Ég geri mér grein fyrir að um þetta verði samningaviðræður ykkar á milli, og milli ykkar og foreldra. En hugsið allavega málið.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun