Mígreni, vefjagigt, bakverkir og aðrir langvinnir verkjasjúkdómar Helga B. Haraldsdóttir skrifar 27. desember 2021 12:01 Fæddist Víkingur Heiðar og aðrir píanósnillingar með snilligáfu? Kannski að einhverju leyti en fyrst og fremst liggur að baki þeirra snilligáfu ótrúlega mikill tími settur í æfingar. Æfingar sem hafa þau áhrif að mýelínslíður á taugafrumum eykst svo taugaboðin berast hraðar. Það sem við veitum athygli og gefum tíma okkar það hefur tilhneigingu til að vaxa. Það sama á við um verki. Þess vegna er það svo að langvinnir verkir hafa tilhneigingu til að aukast með tímanum og dreifa sér þar sem við verðum svo góð í að vera verkjuð, við breytumst í verkjasnillinga. Í flestum tilvikum þegar verkir hafa verið í þrjá mánuði eða lengur þá eru þeir lærðir og hafa lítið með svæðið sem við finnum til á (t.d. bakið) að gera heldur liggja einungis í taugakerfinu. Gerð var rannsókn árið 2004 þar sem þrýstingur var settur á fingur hjá annars vegar verkjalausum og hins vegar fólki með langvinnan verkjasjúkdóm. Í ljós kom að sama áreiti olli mun meiri verkjum hjá þeim sem höfðu langvinnan verkjasjúkdóm. Auðvitað, þeir krónísku eru orðnir svo góðir í að hafa verki. Segulómun við þrýstinginn á fingur sýndi að fleiri svæði í heila lýstu upp hjá þeim sem höfðu langvinna verki en hjá þeim verkjalausu. Önnur rannsókn sýndi að þegar verkir verða langvinnir þá færast verkirnir yfir á tilfinningasvæði í heilanum Hashmi og fél. Brain - 2013. Allt er þegar þrennt er svo ég ætla að bæta við þriðju rannsókninni. Í þessari rannsókn kom í ljós mun minni virkni í heila við verkjaáreiti þegar þátttakendur höfðu læknast af langvinnum verkjum heldur en áður. Það er líka þekkt í verkjafræðum að ef fólk slasar sig á miklum streitutíma þá eru meiri líkur á að verkirnir verði langvinnir. Það að þjást af langvarandi verkjum er síðan mjög streituvaldandi. Þeir valda neikvæðum hugsunum sem auka streituhormónin í líkamanum og þeir valda oft svefnleysi, geta haft slæm áhrif á starfsgetu og náin sambönd. Fólk festist í streitu- og verkjavítahring. En þá er komið að skemmtilega hlutanum. Rannsóknir hafa verið að sýna betur og betur hve sveigjanleiki heilans (e. neuroplasticity) er mikill (nú nenni ég ekki lengur að leita að grein til að vitna í svo þú verður bara að trúa mér eða kíkja á greinarnar hér fyrir ofan - manstu, allt er þegar þrennt er). Við sem sagt breytum heilanum við notkun. Daglega þá hefur það sem við gerum, hugsum og vekjum athygli áhrif á taugafrumurnar okkar og breytir því hver við erum og fólk getur náð mikilli stjórn á tilfinningalífi sínu og verkjum. Ég leyfi mér að fullyrða, það má taka stórt upp í sig á jólunum, að langflestir krónískir verkjasjúklingar geti losnað úr verkjakrumlunni með því einu að vinna með hugsun og hegðun. Mér tókst það og miklum fjölda annarra. Vertu nú góð/góður/gott við þig og gefðu nýrri hugsun séns, það eru nú einu sinni jólin. Ég mæli með að skoða efni frá t.d. Lorimer Moseley, Howard Schubiner, Pain Psychology Center og tmswiki. Ég er líka með efni á heimasíðunni minni verkjalaus.is, svo sem hljóðvarpið mitt, Verkjacastið. Ef þú last þetta langt en situr nú og fussar og hugsar að hjá þér sé bein við bein í bakinu, það hafirðu staðfest af lækni. Þá vil ég segja við þig að það er fullt af fólki að leika sér þarna úti, verkjalaust, með bein við bein í bakinu. Þetta hef ég frá hryggskurðlækni sem heitir David Hanscom. Við fullorðna fólkið fáum öll slit, rétt eins og við komumst ekki hjá gráu hári og hrukkum, en það þýðir ekki að það valdi verkjum. Höfundur er sálfræðingur á sálfræðistofunni Verkjalaus og viðurkenndur meðferðaraðili í Verkjaendurferlun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Fæddist Víkingur Heiðar og aðrir píanósnillingar með snilligáfu? Kannski að einhverju leyti en fyrst og fremst liggur að baki þeirra snilligáfu ótrúlega mikill tími settur í æfingar. Æfingar sem hafa þau áhrif að mýelínslíður á taugafrumum eykst svo taugaboðin berast hraðar. Það sem við veitum athygli og gefum tíma okkar það hefur tilhneigingu til að vaxa. Það sama á við um verki. Þess vegna er það svo að langvinnir verkir hafa tilhneigingu til að aukast með tímanum og dreifa sér þar sem við verðum svo góð í að vera verkjuð, við breytumst í verkjasnillinga. Í flestum tilvikum þegar verkir hafa verið í þrjá mánuði eða lengur þá eru þeir lærðir og hafa lítið með svæðið sem við finnum til á (t.d. bakið) að gera heldur liggja einungis í taugakerfinu. Gerð var rannsókn árið 2004 þar sem þrýstingur var settur á fingur hjá annars vegar verkjalausum og hins vegar fólki með langvinnan verkjasjúkdóm. Í ljós kom að sama áreiti olli mun meiri verkjum hjá þeim sem höfðu langvinnan verkjasjúkdóm. Auðvitað, þeir krónísku eru orðnir svo góðir í að hafa verki. Segulómun við þrýstinginn á fingur sýndi að fleiri svæði í heila lýstu upp hjá þeim sem höfðu langvinna verki en hjá þeim verkjalausu. Önnur rannsókn sýndi að þegar verkir verða langvinnir þá færast verkirnir yfir á tilfinningasvæði í heilanum Hashmi og fél. Brain - 2013. Allt er þegar þrennt er svo ég ætla að bæta við þriðju rannsókninni. Í þessari rannsókn kom í ljós mun minni virkni í heila við verkjaáreiti þegar þátttakendur höfðu læknast af langvinnum verkjum heldur en áður. Það er líka þekkt í verkjafræðum að ef fólk slasar sig á miklum streitutíma þá eru meiri líkur á að verkirnir verði langvinnir. Það að þjást af langvarandi verkjum er síðan mjög streituvaldandi. Þeir valda neikvæðum hugsunum sem auka streituhormónin í líkamanum og þeir valda oft svefnleysi, geta haft slæm áhrif á starfsgetu og náin sambönd. Fólk festist í streitu- og verkjavítahring. En þá er komið að skemmtilega hlutanum. Rannsóknir hafa verið að sýna betur og betur hve sveigjanleiki heilans (e. neuroplasticity) er mikill (nú nenni ég ekki lengur að leita að grein til að vitna í svo þú verður bara að trúa mér eða kíkja á greinarnar hér fyrir ofan - manstu, allt er þegar þrennt er). Við sem sagt breytum heilanum við notkun. Daglega þá hefur það sem við gerum, hugsum og vekjum athygli áhrif á taugafrumurnar okkar og breytir því hver við erum og fólk getur náð mikilli stjórn á tilfinningalífi sínu og verkjum. Ég leyfi mér að fullyrða, það má taka stórt upp í sig á jólunum, að langflestir krónískir verkjasjúklingar geti losnað úr verkjakrumlunni með því einu að vinna með hugsun og hegðun. Mér tókst það og miklum fjölda annarra. Vertu nú góð/góður/gott við þig og gefðu nýrri hugsun séns, það eru nú einu sinni jólin. Ég mæli með að skoða efni frá t.d. Lorimer Moseley, Howard Schubiner, Pain Psychology Center og tmswiki. Ég er líka með efni á heimasíðunni minni verkjalaus.is, svo sem hljóðvarpið mitt, Verkjacastið. Ef þú last þetta langt en situr nú og fussar og hugsar að hjá þér sé bein við bein í bakinu, það hafirðu staðfest af lækni. Þá vil ég segja við þig að það er fullt af fólki að leika sér þarna úti, verkjalaust, með bein við bein í bakinu. Þetta hef ég frá hryggskurðlækni sem heitir David Hanscom. Við fullorðna fólkið fáum öll slit, rétt eins og við komumst ekki hjá gráu hári og hrukkum, en það þýðir ekki að það valdi verkjum. Höfundur er sálfræðingur á sálfræðistofunni Verkjalaus og viðurkenndur meðferðaraðili í Verkjaendurferlun.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun