„Mér sýnist að jafnvel fleiri hafi greinst í gær“ Atli Ísleifsson skrifar 27. desember 2021 08:18 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tvöföldunarhraða ómíkronafbrigðisins vera um tveir dagar, sem er mun hraðari útbreiðsla en sést hefur til þessa. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir enn hafi greinst fjöldi fólks með kórónuveiruna innanlands í gær, á öðrum degi jóla. Síðustu daga hafi tæplega fimm hunduð manns greinst með veiruna á dag. „Mér sýnist að jafnvel fleiri hafi greinst í gær, svona fljótt á litið,“ segir Þórólfur. Þetta sagði Þórólfur í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að mikill fjöldi fólks hafi farið í sýnatöku síðustu daga og að einungis um þrjátíu prósent þeirra sem hafi greinst hafi verið í sóttkví. Má því ljóst vera að veiran sé komin mjög víða í samfélaginu. Aðspurður um hvort að ómíkronafbrigðið sé komið og að „valta yfir þjóðina á sviðpstundu“ segir Þórólfur að svo virðist vera. „Það er bara þannig enda hefur það sýnt sig í útreikningum hjá okkur og Íslenskri erfðagreiningu á greiningu smita að tvöföldunarhraðinn er bara um tveir dagar. Það er miklu hraðari útbreiðsla en við sáum með delta.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Hvað segir þú um hugmyndir um að ómíkronafgbrigðið geti leitt til þessa margumtalaða hjarðónæmis sem við höfum alltaf verið að horfa til og vonast eftir að komi upp hér? „Jújú, við höfum alltaf verið að tala um það, og ég hef talað um það frá byrjun, að það séu bara þrjár leiðir til að fá þetta hjarðónæmi. Við losnum ekki við veiruna nema með hjarðónæmi. Það gerist annað hvort með náttúrulegri sýkingu. Það getur gerst með bólusetningu, en núverandi bóluefni sem við erum með virðist ekki alveg duga í það. Svo getur það gerst með sambland af þessu tvennu. Ef flestir eru bólusettir til að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar af veikinni, þá getum við miklu frekar látið veikina, pestina, ganga yfir án þess að fá alvarlegar afleiðingar. Það er það sem málið snýst um, að fá ekki of marga alvarlega veika á sama tíma að heilbrigðiskerfið okkar ráði ekki við það,“ segir sóttvarnalæknir. Þyrfti að endurskipuleggja spítalakerfið Þórólfur segir að svo virðist sem að færri verði alvarlega veikir og þurfi á sjúkrahúsinnlögn að halda vegna ómíkronafbrigðisins, samanborið fyrir fyrri afbrigði. Það eigi þó eftir að koma almennileg reynsla á það hjá okkur Íslendingum. Sé litið til Danmerkur og annarra Norðurlanda virðist sem tæplega eitt prósent þeirra sem sýkjast þurfi að leggjast inn. „Nú getið þið reiknað: Hvað er eitt prósent af sex hundruð tilfellum? Það eru sex manns, tæplega, kannski fjögur, fimm, sex manns á dag. Ef það gerist í lengri tíma þarf aldeilis að endurskipuleggja spítalakerfið myndi ég halda,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Rúmlega hundrað þúsund nýsmitaðir í fyrsta sinn Yfirvöld í Frakklandi tilkynntu í dag að rúmlega hundrað þúsund Frakkar hefðu greinst smitaðir af Covid-19 þar í landi í gær. Er það í fyrsta sinn sem faraldur kórónuveirunnar nær þessum hæðum í Frakkland. 26. desember 2021 17:07 Ómíkron sett þúsundir flugferða í uppnám um jólin Flugfélög víða um heim hafa aflýst flugferðum um jólin, með tilheyrandi uppnámi fyrir ferðamenn yfir hátíðarnar. Yfir 1.500 flugferðum milli landa hefur verið aflýst í dag. 26. desember 2021 11:37 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Þetta sagði Þórólfur í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að mikill fjöldi fólks hafi farið í sýnatöku síðustu daga og að einungis um þrjátíu prósent þeirra sem hafi greinst hafi verið í sóttkví. Má því ljóst vera að veiran sé komin mjög víða í samfélaginu. Aðspurður um hvort að ómíkronafbrigðið sé komið og að „valta yfir þjóðina á sviðpstundu“ segir Þórólfur að svo virðist vera. „Það er bara þannig enda hefur það sýnt sig í útreikningum hjá okkur og Íslenskri erfðagreiningu á greiningu smita að tvöföldunarhraðinn er bara um tveir dagar. Það er miklu hraðari útbreiðsla en við sáum með delta.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Hvað segir þú um hugmyndir um að ómíkronafgbrigðið geti leitt til þessa margumtalaða hjarðónæmis sem við höfum alltaf verið að horfa til og vonast eftir að komi upp hér? „Jújú, við höfum alltaf verið að tala um það, og ég hef talað um það frá byrjun, að það séu bara þrjár leiðir til að fá þetta hjarðónæmi. Við losnum ekki við veiruna nema með hjarðónæmi. Það gerist annað hvort með náttúrulegri sýkingu. Það getur gerst með bólusetningu, en núverandi bóluefni sem við erum með virðist ekki alveg duga í það. Svo getur það gerst með sambland af þessu tvennu. Ef flestir eru bólusettir til að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar af veikinni, þá getum við miklu frekar látið veikina, pestina, ganga yfir án þess að fá alvarlegar afleiðingar. Það er það sem málið snýst um, að fá ekki of marga alvarlega veika á sama tíma að heilbrigðiskerfið okkar ráði ekki við það,“ segir sóttvarnalæknir. Þyrfti að endurskipuleggja spítalakerfið Þórólfur segir að svo virðist sem að færri verði alvarlega veikir og þurfi á sjúkrahúsinnlögn að halda vegna ómíkronafbrigðisins, samanborið fyrir fyrri afbrigði. Það eigi þó eftir að koma almennileg reynsla á það hjá okkur Íslendingum. Sé litið til Danmerkur og annarra Norðurlanda virðist sem tæplega eitt prósent þeirra sem sýkjast þurfi að leggjast inn. „Nú getið þið reiknað: Hvað er eitt prósent af sex hundruð tilfellum? Það eru sex manns, tæplega, kannski fjögur, fimm, sex manns á dag. Ef það gerist í lengri tíma þarf aldeilis að endurskipuleggja spítalakerfið myndi ég halda,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Rúmlega hundrað þúsund nýsmitaðir í fyrsta sinn Yfirvöld í Frakklandi tilkynntu í dag að rúmlega hundrað þúsund Frakkar hefðu greinst smitaðir af Covid-19 þar í landi í gær. Er það í fyrsta sinn sem faraldur kórónuveirunnar nær þessum hæðum í Frakkland. 26. desember 2021 17:07 Ómíkron sett þúsundir flugferða í uppnám um jólin Flugfélög víða um heim hafa aflýst flugferðum um jólin, með tilheyrandi uppnámi fyrir ferðamenn yfir hátíðarnar. Yfir 1.500 flugferðum milli landa hefur verið aflýst í dag. 26. desember 2021 11:37 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Rúmlega hundrað þúsund nýsmitaðir í fyrsta sinn Yfirvöld í Frakklandi tilkynntu í dag að rúmlega hundrað þúsund Frakkar hefðu greinst smitaðir af Covid-19 þar í landi í gær. Er það í fyrsta sinn sem faraldur kórónuveirunnar nær þessum hæðum í Frakkland. 26. desember 2021 17:07
Ómíkron sett þúsundir flugferða í uppnám um jólin Flugfélög víða um heim hafa aflýst flugferðum um jólin, með tilheyrandi uppnámi fyrir ferðamenn yfir hátíðarnar. Yfir 1.500 flugferðum milli landa hefur verið aflýst í dag. 26. desember 2021 11:37