Áslaug skýtur á takmarkanir: „Önnur sjónarmið en sóttvarnir þurfa að heyrast“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. desember 2021 17:37 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að líta veðri til fleiri þátta en smivarna þegar teknar eru ákvarðanir um takmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, telur að líta verði til fleiri þátta en smitvarna þegar teknar eru ákvarðanir um takmarkanir vegna kórónuveirunnar hér á landi. Bóluefni veiti góða vernd og ekki megi líta fram hjá þeim áhrifum sem takmarkanirnar hafi á geðheilsu almennings og þá sérstaklega barna. Áslaug gerir „covid-kynslóðina“ að sérstöku umræðuefni í aðsendri grein á Innherja sem birt var á vefnum fyrr í dag. Með covid-kynslóðinni á hún við þau börn sem hafa þurft að alast upp við margvíslegar takmarkanir á almennu skólahaldi og óvissu vegna faraldursins. Áslaug segir að takmarkanirnar hafi ekki einungis áhrif á námsgetu barna heldur geti einnig haft mikil áhrif á geðheilsu þeirra. Þá bætir hún við að rannsóknir sýni að alvarleg veikindi meðal barna af völdum veirunnar séu fátíð og sjaldgæfari en til dæmis veikindi vegna hefðbundinnar inflúensu. Hún fagnar því að Íslendingar hafi ekki gengið jafnlangt í lokunum og takmörkunum á skólahaldi og nágrannaríki okkar. „Það er mín einlæga sannfæring að engin ástæða hafi verið, né verði, til að loka skólum. Afstaða mín skýrist einkum af tvennu. Börnum og ungu fólki stafar almennt lítil hætta af covid og börnin líða fyrir það að fá ekki að mæta í skólann,“ segir Áslaug Arna í greininni. Styður heilbrigðisráðherra fyllilega Hún fagnar því að heilbrigðisráðherrann nýi, Willum Þór Þórsson, hafi ekki farið að tillögum sóttvarnalæknis um frestun skólahalds en sóttvarnalæknir hafði lagt til að skólahald hæfist þann 10. janúar, tæpri viku síðar en hefðbundið er. Þá telur hún einnig að heilbrigðisráðherra hafi verið rétt að fylgja ekki tillögum sóttvarnalæknis um grímuskyldu á börn niður í sex ára aldur. Samkvæmt núgildandi takmörkunum þurfa börn sem fædd eru árið 2006 eða síðar almennt ekki að bera grímur. „Ég styð báðar ákvarðanir heilbrigðisráðherra fyllilega. Á því eru vissulega skiptar skoðanir en væntingar um að aldrei sé vikið frá tillögum sóttvarnalæknis, jafnvel í smæstu atriðum, virðast hafa skotið rótum býsna víða,“ segir Áslaug Arna. „Öll viljum við vernda líf og heilsu fólks en það er margt annað sem hefur áhrif á heilsu og líðan fólks en þessi eina tegund veiru. Önnur sjónarmið en sóttvarnir þurfa að heyrast - sérstaklega þegar börn eiga í hlut.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þessar takmarkanir tóku gildi á miðnætti Hertar takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi á miðnætti. Fjöldatakmarkanir miðast nú við 20 manns, opnunartími veitingastaða styttist og þá taka gildi sérstakar reglur um fjölmenna skipulagða viðburði og hraðpróf. Sérstök undanþága verður veitt fyrir rekstraraðila og tónleikahaldara á morgun. 23. desember 2021 00:00 Kári segir Willum hafa orðið á mikil mistök Heilbrigðisráðherra varð á mikil mistök með því að veita undaþágur til vínveitingastaða í aðdraganda jólanna að mati Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Í morgun fékk Íslensk erfðagreining send 518 sýni til raðgreiningar. 23. desember 2021 10:01 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Áslaug gerir „covid-kynslóðina“ að sérstöku umræðuefni í aðsendri grein á Innherja sem birt var á vefnum fyrr í dag. Með covid-kynslóðinni á hún við þau börn sem hafa þurft að alast upp við margvíslegar takmarkanir á almennu skólahaldi og óvissu vegna faraldursins. Áslaug segir að takmarkanirnar hafi ekki einungis áhrif á námsgetu barna heldur geti einnig haft mikil áhrif á geðheilsu þeirra. Þá bætir hún við að rannsóknir sýni að alvarleg veikindi meðal barna af völdum veirunnar séu fátíð og sjaldgæfari en til dæmis veikindi vegna hefðbundinnar inflúensu. Hún fagnar því að Íslendingar hafi ekki gengið jafnlangt í lokunum og takmörkunum á skólahaldi og nágrannaríki okkar. „Það er mín einlæga sannfæring að engin ástæða hafi verið, né verði, til að loka skólum. Afstaða mín skýrist einkum af tvennu. Börnum og ungu fólki stafar almennt lítil hætta af covid og börnin líða fyrir það að fá ekki að mæta í skólann,“ segir Áslaug Arna í greininni. Styður heilbrigðisráðherra fyllilega Hún fagnar því að heilbrigðisráðherrann nýi, Willum Þór Þórsson, hafi ekki farið að tillögum sóttvarnalæknis um frestun skólahalds en sóttvarnalæknir hafði lagt til að skólahald hæfist þann 10. janúar, tæpri viku síðar en hefðbundið er. Þá telur hún einnig að heilbrigðisráðherra hafi verið rétt að fylgja ekki tillögum sóttvarnalæknis um grímuskyldu á börn niður í sex ára aldur. Samkvæmt núgildandi takmörkunum þurfa börn sem fædd eru árið 2006 eða síðar almennt ekki að bera grímur. „Ég styð báðar ákvarðanir heilbrigðisráðherra fyllilega. Á því eru vissulega skiptar skoðanir en væntingar um að aldrei sé vikið frá tillögum sóttvarnalæknis, jafnvel í smæstu atriðum, virðast hafa skotið rótum býsna víða,“ segir Áslaug Arna. „Öll viljum við vernda líf og heilsu fólks en það er margt annað sem hefur áhrif á heilsu og líðan fólks en þessi eina tegund veiru. Önnur sjónarmið en sóttvarnir þurfa að heyrast - sérstaklega þegar börn eiga í hlut.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þessar takmarkanir tóku gildi á miðnætti Hertar takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi á miðnætti. Fjöldatakmarkanir miðast nú við 20 manns, opnunartími veitingastaða styttist og þá taka gildi sérstakar reglur um fjölmenna skipulagða viðburði og hraðpróf. Sérstök undanþága verður veitt fyrir rekstraraðila og tónleikahaldara á morgun. 23. desember 2021 00:00 Kári segir Willum hafa orðið á mikil mistök Heilbrigðisráðherra varð á mikil mistök með því að veita undaþágur til vínveitingastaða í aðdraganda jólanna að mati Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Í morgun fékk Íslensk erfðagreining send 518 sýni til raðgreiningar. 23. desember 2021 10:01 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Þessar takmarkanir tóku gildi á miðnætti Hertar takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi á miðnætti. Fjöldatakmarkanir miðast nú við 20 manns, opnunartími veitingastaða styttist og þá taka gildi sérstakar reglur um fjölmenna skipulagða viðburði og hraðpróf. Sérstök undanþága verður veitt fyrir rekstraraðila og tónleikahaldara á morgun. 23. desember 2021 00:00
Kári segir Willum hafa orðið á mikil mistök Heilbrigðisráðherra varð á mikil mistök með því að veita undaþágur til vínveitingastaða í aðdraganda jólanna að mati Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Í morgun fékk Íslensk erfðagreining send 518 sýni til raðgreiningar. 23. desember 2021 10:01