„Þau eru bara fúl að vera ekki boðið“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. desember 2021 19:15 Gunnar Örn, dætur hans tvær og Sigurður Hólm kunnu vel að meta kæsta skötuna. Vísir Fólk sem fussar og sveiar yfir þeim sem njóta skötunnar er bara fúlt yfir því að vera ekki boðið með. Þetta segir einn af fjölmörgum unnendum skötunnar sem var á borðum í margri skötuveislunni í dag. Á Laugáasi í Laugardalnum byrjaði fólk að mæta í skötuna um ellefuleytið. „En það eru mun færri sem að koma núna en undanfarin ár vegna Covid. Það hafa verið þónokkrar afpantanir, í morgun, og verði mjög leitt að geta ekki komið. Þetta er gömul hefð hjá mörgum,“ segir Ragnar Guðmundsson eigandi Lauga-áss. Lauga-ás var einn fjölmargra veitingastaða sem fékk undanþágu frá heilbrigðisráðuneytinu til að halda fimmtíu manna hólf út Þorláksmessu. Gunnar Örn Ólafsson var ekki að fá sér skötu í fyrsta skipti og sannarlega ekki í það síðasta. „Hún er bara stórkostleg einu orði sagt. Ein er svo rosalega sterk að maður þarf að anda frá sér til að geta borðað hana,“ segir Gunnar Örn sem sat að snæðingi með börnum sínum þremur og góðum vini. „Pabbi er bara farinn að grenja,“ segir Þórunn dóttir hans í gríni og Gunnar tekur undir: „Það liggur við.“ Jóna Vigfúsdóttir kann vel að meta skötuna. „Þetta er ótrúlega gott, þrátt fyrir lykt.“ Allir við borð Gunnars kunnu vel að meta þennan umdeilda fiskrétt. „Alveg meiriháttar. Þetta er það sem maður þarf að gera fyrir jólin. Að fá sér skötuna, svo koma jólin,“ segir Sigurður Hólmar Jóhannesson. „Þetta er hluti af hefðinni. Maður er alinn upp við þetta,“ bætir Þórunn við. Sumir gestir á Lauga-ási ætluðu ekkert að fá sér Skötu. Fiskur í gratín var á boðstólnum hjá feðgunum Benedikt Svavarssyni og Svavari Benediktssyni. Þeir tjáðu fréttamanni að það væri jólalegt að koma á Lauga-ás á Þorláksmessu, í skötuveislu, þótt þeir veldu ekki skötuna á diskinn sinn. Hallfríður Vigfúsdóttir, systir Jónu, var klædd í jólavesti sem hún sagði að færi beint í þvott eftir skötuveisluna. Eins og eflaust fleiri flíkur sem fólk klæddist í skötuveislunni. „Mér var vinsamlegast tilkynnt að ég skildi fara í sturtu áður en ég hitti restina af fjölskyldunni,“ segir Hallfríður og hlær. En hvað með alla þá sem segja að skatan sé ekkert góð? Fólk sem borði hana sé bara að ljúga. „Þau eru bara fúl að vera ekki boðið,“ segir Gunnar Örn. Ragnar eigandi man þá tíð þegar skatan var borin fram á hverjum laugardegi. Það var upp úr miðri síðustu öld þegar hann reiddi fram mat á Hressingarskálanum og svo síðar á sjónum. Honum hugnast ekki að byrja á því aftur. „Nei, ég held ekki. Maður fékk nóg af því þá.“ Jól Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Á Laugáasi í Laugardalnum byrjaði fólk að mæta í skötuna um ellefuleytið. „En það eru mun færri sem að koma núna en undanfarin ár vegna Covid. Það hafa verið þónokkrar afpantanir, í morgun, og verði mjög leitt að geta ekki komið. Þetta er gömul hefð hjá mörgum,“ segir Ragnar Guðmundsson eigandi Lauga-áss. Lauga-ás var einn fjölmargra veitingastaða sem fékk undanþágu frá heilbrigðisráðuneytinu til að halda fimmtíu manna hólf út Þorláksmessu. Gunnar Örn Ólafsson var ekki að fá sér skötu í fyrsta skipti og sannarlega ekki í það síðasta. „Hún er bara stórkostleg einu orði sagt. Ein er svo rosalega sterk að maður þarf að anda frá sér til að geta borðað hana,“ segir Gunnar Örn sem sat að snæðingi með börnum sínum þremur og góðum vini. „Pabbi er bara farinn að grenja,“ segir Þórunn dóttir hans í gríni og Gunnar tekur undir: „Það liggur við.“ Jóna Vigfúsdóttir kann vel að meta skötuna. „Þetta er ótrúlega gott, þrátt fyrir lykt.“ Allir við borð Gunnars kunnu vel að meta þennan umdeilda fiskrétt. „Alveg meiriháttar. Þetta er það sem maður þarf að gera fyrir jólin. Að fá sér skötuna, svo koma jólin,“ segir Sigurður Hólmar Jóhannesson. „Þetta er hluti af hefðinni. Maður er alinn upp við þetta,“ bætir Þórunn við. Sumir gestir á Lauga-ási ætluðu ekkert að fá sér Skötu. Fiskur í gratín var á boðstólnum hjá feðgunum Benedikt Svavarssyni og Svavari Benediktssyni. Þeir tjáðu fréttamanni að það væri jólalegt að koma á Lauga-ás á Þorláksmessu, í skötuveislu, þótt þeir veldu ekki skötuna á diskinn sinn. Hallfríður Vigfúsdóttir, systir Jónu, var klædd í jólavesti sem hún sagði að færi beint í þvott eftir skötuveisluna. Eins og eflaust fleiri flíkur sem fólk klæddist í skötuveislunni. „Mér var vinsamlegast tilkynnt að ég skildi fara í sturtu áður en ég hitti restina af fjölskyldunni,“ segir Hallfríður og hlær. En hvað með alla þá sem segja að skatan sé ekkert góð? Fólk sem borði hana sé bara að ljúga. „Þau eru bara fúl að vera ekki boðið,“ segir Gunnar Örn. Ragnar eigandi man þá tíð þegar skatan var borin fram á hverjum laugardegi. Það var upp úr miðri síðustu öld þegar hann reiddi fram mat á Hressingarskálanum og svo síðar á sjónum. Honum hugnast ekki að byrja á því aftur. „Nei, ég held ekki. Maður fékk nóg af því þá.“
Jól Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent