Atburðarásinni svipar til aðdraganda gossins Eiður Þór Árnason og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 22. desember 2021 20:09 Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands. Vísir/vilhelm Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi er enn í fullum gangi þó stórum skjálftum hafi farið fækkandi með deginum. Skjálftavirknin á Reykjanesi er að færast til suðvesturs og er núna á nákvæmlega sama stað og kvikugangurinn sem myndaðist í vor áður en gos hófst í Geldingadölum. Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýsti í dag yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinunnar við Fagradalsfjall. „Þetta er auðvitað gríðarlega öflug virkni sem er í gangi þarna og jókst til muna í nótt þegar hver skjálftinn á fætur öðrum riðu þarna yfir,“ sagði Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í raun sé um að ræða svipaða atburðarás og átti sér stað í aðdraganda gossins. „Það er eins og kvika sé að troða sér upp inn í jarðskorpuna á miklu dýpi og inn á þennan nákvæmlega sama stað og hún gerði áður. Hvort að kvikan komist svo upp á yfirborðið vitum við ekki og hvort hún komi upp í Geldingadölum eða einhvers annarstaðar yfir kvikuganginum sem er níu kílómetra langur, það vitum við ekki heldur.“ Skjálftavirknin er nú sunnar í kvikuganginum en í vor. Óljóst er hvort það sé ástæða til að hafa áhyggjur af því að kvika muni frekar koma upp þar. „Hún gerði það ekki síðast þannig ég myndi segja að það séu mestar líkur á því að þetta komi upp á sömu stöðum og áður en það er auðvitað töluverð óvissa,“ segir Kristín. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Óþægilegt að fá skjálftahrinu rétt fyrir jól Grindvíkingar taka skjálftahrinunni sem nú gengur yfir á Reykjanesinu með ró og reyna að halda sinni rútínu fyrir hátíðirnar. Hún vekur þó upp óþægilegar minningar frá stóru hrinunni í byrjun árs og vöknuðu margir upp við vondan draum í nótt að sögn bæjarstjórans. 22. desember 2021 10:25 Skjálftarnir líkjast undanfara eldgoss Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi er mjög svipuð undanfara eldgossins sem hófst í Geldingadölum í vor. Prófessor í jarðeðlisfræði telur líklegt að kvika sé að brjóta sér leið upp að jarðskorpunni en segir alls ekki víst að hún muni skila sér á yfirborðið í eldgosi. 22. desember 2021 11:51 Snarpir skjálftar við Fagradalsfjall og sá stærsti 4,9 stig Þrír snarpir jarðskjálftar fundust vel á höfuðborgarsvæðinu upp úr klukkan 9 í morgun. Sá stærsti varð klukkan 9.23 og mældist 4,9 að stærð. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna skjálftanna. 22. desember 2021 09:16 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Sjá meira
Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýsti í dag yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinunnar við Fagradalsfjall. „Þetta er auðvitað gríðarlega öflug virkni sem er í gangi þarna og jókst til muna í nótt þegar hver skjálftinn á fætur öðrum riðu þarna yfir,“ sagði Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í raun sé um að ræða svipaða atburðarás og átti sér stað í aðdraganda gossins. „Það er eins og kvika sé að troða sér upp inn í jarðskorpuna á miklu dýpi og inn á þennan nákvæmlega sama stað og hún gerði áður. Hvort að kvikan komist svo upp á yfirborðið vitum við ekki og hvort hún komi upp í Geldingadölum eða einhvers annarstaðar yfir kvikuganginum sem er níu kílómetra langur, það vitum við ekki heldur.“ Skjálftavirknin er nú sunnar í kvikuganginum en í vor. Óljóst er hvort það sé ástæða til að hafa áhyggjur af því að kvika muni frekar koma upp þar. „Hún gerði það ekki síðast þannig ég myndi segja að það séu mestar líkur á því að þetta komi upp á sömu stöðum og áður en það er auðvitað töluverð óvissa,“ segir Kristín.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Óþægilegt að fá skjálftahrinu rétt fyrir jól Grindvíkingar taka skjálftahrinunni sem nú gengur yfir á Reykjanesinu með ró og reyna að halda sinni rútínu fyrir hátíðirnar. Hún vekur þó upp óþægilegar minningar frá stóru hrinunni í byrjun árs og vöknuðu margir upp við vondan draum í nótt að sögn bæjarstjórans. 22. desember 2021 10:25 Skjálftarnir líkjast undanfara eldgoss Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi er mjög svipuð undanfara eldgossins sem hófst í Geldingadölum í vor. Prófessor í jarðeðlisfræði telur líklegt að kvika sé að brjóta sér leið upp að jarðskorpunni en segir alls ekki víst að hún muni skila sér á yfirborðið í eldgosi. 22. desember 2021 11:51 Snarpir skjálftar við Fagradalsfjall og sá stærsti 4,9 stig Þrír snarpir jarðskjálftar fundust vel á höfuðborgarsvæðinu upp úr klukkan 9 í morgun. Sá stærsti varð klukkan 9.23 og mældist 4,9 að stærð. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna skjálftanna. 22. desember 2021 09:16 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Sjá meira
Óþægilegt að fá skjálftahrinu rétt fyrir jól Grindvíkingar taka skjálftahrinunni sem nú gengur yfir á Reykjanesinu með ró og reyna að halda sinni rútínu fyrir hátíðirnar. Hún vekur þó upp óþægilegar minningar frá stóru hrinunni í byrjun árs og vöknuðu margir upp við vondan draum í nótt að sögn bæjarstjórans. 22. desember 2021 10:25
Skjálftarnir líkjast undanfara eldgoss Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi er mjög svipuð undanfara eldgossins sem hófst í Geldingadölum í vor. Prófessor í jarðeðlisfræði telur líklegt að kvika sé að brjóta sér leið upp að jarðskorpunni en segir alls ekki víst að hún muni skila sér á yfirborðið í eldgosi. 22. desember 2021 11:51
Snarpir skjálftar við Fagradalsfjall og sá stærsti 4,9 stig Þrír snarpir jarðskjálftar fundust vel á höfuðborgarsvæðinu upp úr klukkan 9 í morgun. Sá stærsti varð klukkan 9.23 og mældist 4,9 að stærð. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna skjálftanna. 22. desember 2021 09:16