Um endurkomu Kyrie: „Gerir þá líklegri til að verða meistarar“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. desember 2021 20:25 Kyrie Irving hefur ekki enn spilað fyrir Brooklyn Nets á tímabilinu. Kevork Djansezian/Getty Images Svo virðist sem Kyrie Irving muni loksins spila með Brooklyn Nets í NBA-deildinni þrátt fyrir að vera óbólusettur. Hann mun þó aðeins spila í þeim borgum þar sem leikmenn mega spila þrátt fyrir að vera óbólusettir. Nets hefur farið frábærlega af stað á leiktíðinni og er sem stendur á toppi Austurdeildarinnar með 21 (22?) sigur og 9 (10?) töp eftir að hafa spilað 31 leik. Kevin Durant hefur verið hreint út sagt frábær það sem af er vetri, James Harden er að njóta sín, endurkoma LeMarcus Aldridge hefur gengið mun betur en búist var við og þá hefur Blake Griffin gengið í gegnum endurnýjun lífdaga. Það er ekki að sjá á Nets að liðið sakni Kyrie Irving sem neitaði að láta bólusetja sig líkt og nær allir aðrir leikmenn deildarinnar. Sökum þess hefur hann ekki enn spilað leik á leiktíðinni og það sem meira er, hann hefur ekki fengið að æfa með liðinu. Nú virðist sem Kyrie sé loksins við það að snúa aftur á völlinn en hann hefur þó ekki skipt um skoðun hvað varðar bólusetningar. Hann er einn af 10-15 óbólusettum leikmönnum NBA-deildarinnar og mun aðeins fá að spila útileiki fyrst um sinn þar sem leikmenn þurfa að vera bólusettir til að mega spila í New York-borg. Þrátt fyrir það telja Kjartan Atli Kjartansson og Sigurður Orri Kristjánsson, NBA-ofvitar Stöðvar 2 Sport og Vísis, báðir að endurkoma Kyrie geri Brooklyn Nets enn líklegra til afreka í úrslitakeppni NBA-deildarinnar næsta vor. „Nets er ekki betra lið án Kyrie Irving. Hann er frábær leikmaður sem mun hjálpa liðinu ef hann kemst í gott stand og nær sér á strik,“ sagði Kjartan Atli aðspurður hvort Brooklyn Nets væru betra lið án Kyrie. Sigurður Orri tók undir. „Nei, Nets eru ekki betri án Kyrie. Það munar rosalega miklu um hvort Nets sé að spila Kyrie eða þá að sækja mínútur til minni spámanna. Svo ná hann og Kevin Durant einkar vel saman sem þýðir að þeir spila mjög vel saman.“ Kevin Durant er að spila eins og sá sem valdið hefur. Hann hefur skorað 29,7 stig að meðaltali í leik til þessa á leiktíðinni ásamt því að gefa 5,9 stoðsendingar og taka 7,9 fráköst.AP/Mary Altaffer „Það verður ef til vill smá hikst hjá þeim í byrjun en við sáum í fyrra að þetta virkar,“ sagði Sigurður Orri varðandi hvaða áhrif innkoma Kyrie myndi hafa þar sem Nets eru í fínum ryðma sem stendur. „Liðið er í góðum ryðma núna en í NBA snýst þetta bara um að toppa á réttum tíma, toppa í úrslitakeppninni. Ég er alveg viss um að allir hjá Nets eru tilbúnir að fórna smá ryðma nú í deildarkeppninni fyrir hærra þak í úrslitakeppninni. Heill Kyrie gefur þeim svo sannarlega hærra þak, gerir þá líklegri til að verða meistarar,“ sagði Kjartan Atli varðandi möguleika Nets með Kyrie innanborðs. „Þetta snýst líka um að varðveita Kevin Durant sem er búinn að vera spila of mikið af mínútum, fá inn leikmann sem getur borið uppi sóknarleikinn þegar Durant og mögulega Harden eru utan vallar. Það er það sem Kyrie gefur þeim,“ bætti Kjartan Atli við. „Klárlega. Það sem skiptir samt mestu máli í þessu er samt að Kevin Durant er að spila eins og besti leikmaður heims um þessar mundir,“ sagði Sigurður Orri varðandi það hvort Nets væri líklegra til afreka með Kyrie á vellinum. Brooklyn-þríeykið ógurlega.Jim Davis/Getty Images „Á pappír myndi maður halda að Durant, Harden og Kyrie væru allir að vinna á sama svæðinu þegar kemur að leiknum en þeir passa samt mjög vel saman. Ég held að aðlögunarhæfni Durant spili þar stórt hlutverk. Ef Kyrie hefði verið með Nets í undanúrslitunum í fyrra þá held ég að það sé nokkuð ljóst að Nets hefði unnið, það er bara þannig,“ sagði Kjartan Atli að endingu. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Irving gæti látið undan ef hann fær plöntumiðað bóluefni Svo gætið farið að Kyrie Irving láti af þrákelni sinni að láta bólusetja sig ef hann fær plöntumiðað bóluefni. 8. desember 2021 12:00 Sérfræðingarnir svara stóru NBA-spurningunum Sjötugasta og sjötta tímabil NBA-deildarinnar er farið af stað. Af því tilefni fengum við tvo helstu NBA-sérfræðinga landsins til að svara stóru spurningunum um tímabilið. 22. október 2021 10:00 Brooklyn sóttu James Harden sem tryggingu fyrir Kyrie Irving Forráðamenn Brooklyn Nets í NBA deildinni lögðu hart að sér að sækja James Harden til liðsins. Ástæðan er sú að þeir treystu því ekki að Kyrie Irving myndi spila. Þetta segir körfuboltaskríbentinn Adrien Wojnarowski í hlaðvarpinu sínu, sem kom út um helgina. 17. október 2021 10:00 Irving ætlar ekki að hætta: „Haldiði virkilega að ég vilji tapa peningum?“ Kyrie Irving, leikmaður Brooklyn Nets í NBA-deildinni, þvertekur fyrir að hann ætli að leggja körfuboltaskóna á hilluna í bráð. 14. október 2021 12:30 Kyrie Irving mun ekki æfa né spila með Brooklyn Körfuboltamaðurinn Kyrie Irving, sem leikur með Brooklyn Nets, mun hvorki æfa né spila með liðinu nema hann láti bólusetja sig. 12. október 2021 17:31 Gæti orðið af milljónum Bandaríkjadala þar sem hann er ekki bólusettur Kyrie Irving gæti misst af fjölda leikja Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta þar sem hann er ekki bólusettur. Gæti það leitt til þess að hann verði af milljónum Bandaríkjadala. 4. október 2021 22:00 Segir ekkert pláss fyrir óbólusetta leikmenn í NBA Goðsögnin Kareem Abdul-Jabbar segir að NBA-deildin í körfubolta eigi að setja skýr fyrirmæli varðandi bólusetningar leikmanna og starfmanna félaga deildarinnar. 28. september 2021 18:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Sjá meira
Nets hefur farið frábærlega af stað á leiktíðinni og er sem stendur á toppi Austurdeildarinnar með 21 (22?) sigur og 9 (10?) töp eftir að hafa spilað 31 leik. Kevin Durant hefur verið hreint út sagt frábær það sem af er vetri, James Harden er að njóta sín, endurkoma LeMarcus Aldridge hefur gengið mun betur en búist var við og þá hefur Blake Griffin gengið í gegnum endurnýjun lífdaga. Það er ekki að sjá á Nets að liðið sakni Kyrie Irving sem neitaði að láta bólusetja sig líkt og nær allir aðrir leikmenn deildarinnar. Sökum þess hefur hann ekki enn spilað leik á leiktíðinni og það sem meira er, hann hefur ekki fengið að æfa með liðinu. Nú virðist sem Kyrie sé loksins við það að snúa aftur á völlinn en hann hefur þó ekki skipt um skoðun hvað varðar bólusetningar. Hann er einn af 10-15 óbólusettum leikmönnum NBA-deildarinnar og mun aðeins fá að spila útileiki fyrst um sinn þar sem leikmenn þurfa að vera bólusettir til að mega spila í New York-borg. Þrátt fyrir það telja Kjartan Atli Kjartansson og Sigurður Orri Kristjánsson, NBA-ofvitar Stöðvar 2 Sport og Vísis, báðir að endurkoma Kyrie geri Brooklyn Nets enn líklegra til afreka í úrslitakeppni NBA-deildarinnar næsta vor. „Nets er ekki betra lið án Kyrie Irving. Hann er frábær leikmaður sem mun hjálpa liðinu ef hann kemst í gott stand og nær sér á strik,“ sagði Kjartan Atli aðspurður hvort Brooklyn Nets væru betra lið án Kyrie. Sigurður Orri tók undir. „Nei, Nets eru ekki betri án Kyrie. Það munar rosalega miklu um hvort Nets sé að spila Kyrie eða þá að sækja mínútur til minni spámanna. Svo ná hann og Kevin Durant einkar vel saman sem þýðir að þeir spila mjög vel saman.“ Kevin Durant er að spila eins og sá sem valdið hefur. Hann hefur skorað 29,7 stig að meðaltali í leik til þessa á leiktíðinni ásamt því að gefa 5,9 stoðsendingar og taka 7,9 fráköst.AP/Mary Altaffer „Það verður ef til vill smá hikst hjá þeim í byrjun en við sáum í fyrra að þetta virkar,“ sagði Sigurður Orri varðandi hvaða áhrif innkoma Kyrie myndi hafa þar sem Nets eru í fínum ryðma sem stendur. „Liðið er í góðum ryðma núna en í NBA snýst þetta bara um að toppa á réttum tíma, toppa í úrslitakeppninni. Ég er alveg viss um að allir hjá Nets eru tilbúnir að fórna smá ryðma nú í deildarkeppninni fyrir hærra þak í úrslitakeppninni. Heill Kyrie gefur þeim svo sannarlega hærra þak, gerir þá líklegri til að verða meistarar,“ sagði Kjartan Atli varðandi möguleika Nets með Kyrie innanborðs. „Þetta snýst líka um að varðveita Kevin Durant sem er búinn að vera spila of mikið af mínútum, fá inn leikmann sem getur borið uppi sóknarleikinn þegar Durant og mögulega Harden eru utan vallar. Það er það sem Kyrie gefur þeim,“ bætti Kjartan Atli við. „Klárlega. Það sem skiptir samt mestu máli í þessu er samt að Kevin Durant er að spila eins og besti leikmaður heims um þessar mundir,“ sagði Sigurður Orri varðandi það hvort Nets væri líklegra til afreka með Kyrie á vellinum. Brooklyn-þríeykið ógurlega.Jim Davis/Getty Images „Á pappír myndi maður halda að Durant, Harden og Kyrie væru allir að vinna á sama svæðinu þegar kemur að leiknum en þeir passa samt mjög vel saman. Ég held að aðlögunarhæfni Durant spili þar stórt hlutverk. Ef Kyrie hefði verið með Nets í undanúrslitunum í fyrra þá held ég að það sé nokkuð ljóst að Nets hefði unnið, það er bara þannig,“ sagði Kjartan Atli að endingu. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Irving gæti látið undan ef hann fær plöntumiðað bóluefni Svo gætið farið að Kyrie Irving láti af þrákelni sinni að láta bólusetja sig ef hann fær plöntumiðað bóluefni. 8. desember 2021 12:00 Sérfræðingarnir svara stóru NBA-spurningunum Sjötugasta og sjötta tímabil NBA-deildarinnar er farið af stað. Af því tilefni fengum við tvo helstu NBA-sérfræðinga landsins til að svara stóru spurningunum um tímabilið. 22. október 2021 10:00 Brooklyn sóttu James Harden sem tryggingu fyrir Kyrie Irving Forráðamenn Brooklyn Nets í NBA deildinni lögðu hart að sér að sækja James Harden til liðsins. Ástæðan er sú að þeir treystu því ekki að Kyrie Irving myndi spila. Þetta segir körfuboltaskríbentinn Adrien Wojnarowski í hlaðvarpinu sínu, sem kom út um helgina. 17. október 2021 10:00 Irving ætlar ekki að hætta: „Haldiði virkilega að ég vilji tapa peningum?“ Kyrie Irving, leikmaður Brooklyn Nets í NBA-deildinni, þvertekur fyrir að hann ætli að leggja körfuboltaskóna á hilluna í bráð. 14. október 2021 12:30 Kyrie Irving mun ekki æfa né spila með Brooklyn Körfuboltamaðurinn Kyrie Irving, sem leikur með Brooklyn Nets, mun hvorki æfa né spila með liðinu nema hann láti bólusetja sig. 12. október 2021 17:31 Gæti orðið af milljónum Bandaríkjadala þar sem hann er ekki bólusettur Kyrie Irving gæti misst af fjölda leikja Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta þar sem hann er ekki bólusettur. Gæti það leitt til þess að hann verði af milljónum Bandaríkjadala. 4. október 2021 22:00 Segir ekkert pláss fyrir óbólusetta leikmenn í NBA Goðsögnin Kareem Abdul-Jabbar segir að NBA-deildin í körfubolta eigi að setja skýr fyrirmæli varðandi bólusetningar leikmanna og starfmanna félaga deildarinnar. 28. september 2021 18:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Sjá meira
Irving gæti látið undan ef hann fær plöntumiðað bóluefni Svo gætið farið að Kyrie Irving láti af þrákelni sinni að láta bólusetja sig ef hann fær plöntumiðað bóluefni. 8. desember 2021 12:00
Sérfræðingarnir svara stóru NBA-spurningunum Sjötugasta og sjötta tímabil NBA-deildarinnar er farið af stað. Af því tilefni fengum við tvo helstu NBA-sérfræðinga landsins til að svara stóru spurningunum um tímabilið. 22. október 2021 10:00
Brooklyn sóttu James Harden sem tryggingu fyrir Kyrie Irving Forráðamenn Brooklyn Nets í NBA deildinni lögðu hart að sér að sækja James Harden til liðsins. Ástæðan er sú að þeir treystu því ekki að Kyrie Irving myndi spila. Þetta segir körfuboltaskríbentinn Adrien Wojnarowski í hlaðvarpinu sínu, sem kom út um helgina. 17. október 2021 10:00
Irving ætlar ekki að hætta: „Haldiði virkilega að ég vilji tapa peningum?“ Kyrie Irving, leikmaður Brooklyn Nets í NBA-deildinni, þvertekur fyrir að hann ætli að leggja körfuboltaskóna á hilluna í bráð. 14. október 2021 12:30
Kyrie Irving mun ekki æfa né spila með Brooklyn Körfuboltamaðurinn Kyrie Irving, sem leikur með Brooklyn Nets, mun hvorki æfa né spila með liðinu nema hann láti bólusetja sig. 12. október 2021 17:31
Gæti orðið af milljónum Bandaríkjadala þar sem hann er ekki bólusettur Kyrie Irving gæti misst af fjölda leikja Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta þar sem hann er ekki bólusettur. Gæti það leitt til þess að hann verði af milljónum Bandaríkjadala. 4. október 2021 22:00
Segir ekkert pláss fyrir óbólusetta leikmenn í NBA Goðsögnin Kareem Abdul-Jabbar segir að NBA-deildin í körfubolta eigi að setja skýr fyrirmæli varðandi bólusetningar leikmanna og starfmanna félaga deildarinnar. 28. september 2021 18:00