Gagnrýnir aðgerðaleysi til að mæta þeim sem mest missa vegna sóttvarna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. desember 2021 10:01 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gagnrýnir að ríkisstjórn sé ekki skýrari í því hvort styðja eigi við fólk og fyrirtæki sem verði fyrir skaða vegna sóttvarnaaðgerða. Vísir/Vilhelm Borgarstjóri segir aðgerðir ríkisstjórnar til að mæta fólki og fyrirtækjum vegna hertra sóttvarnaaðgerða ekki nógu skýrar. Óljóst sé hvort standi til að koma til móts við fólk og fyrirtæki sem hljóti skaða af sóttvarnaaðgerðum. „Ég saknaði þess sannarlega að ekki væru gefin skýr skilaboð um aðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar til að mæta stöðunni fyrir fólk og fyrirtæki. Margvíslegur rekstur sem hefur staðið kófið af sér með útsjónarsemi og úthaldi þurfti sannarlega á jólavertíðinni að halda til að geta rétt úr kútnum,“ skrifar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, í færslu sem hann birti á Facebook í gærkvöldi. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti í gær hertar sóttvarnaaðgerðir vegna uppgangs ómíkron afbrigðis kórónuveirunnar hér á landi. Aðgerðirnar felast meðal annars í styttri opnunartíma hjá veitinga- og skemmtistöðum og krám og sundstaðir, líkamsræktir og skíðasvæði mega þá taka á móti 50% leyfilegs hámarksfjölda. Róður margra fyrirtækja hefur verið þungur frá því að faraldur byrjaði, með sífelldum breytingum á sóttvarnaaðgerðum, styttum opnunartímum, lægri gestafjölda og svo mætti lengi telja. Þá hefur sviðslistafólk gagnrýnt aðgerðir harðlega, sérstaklega þegar þær eru boðaðar með stuttum fyrirvara með þeim afleiðingum að aflýsa eða fresta þurfi viðburðum. „Ljóst er að janúar og febrúar geta orðið mörgum fyrirtækjum erfiðir, ekki síst veitingarekstri, viðburðahaldi og sviðslistum en það getur einnig átt við um ferðaþjónustu og fleiri,“ skrifar borgarstjóri. Dagur segist telja nauðsynlegt að ríkisstjórn og Alþingi gefi skýrar til kynna að til standi að koma til móts við fólk í þessum aðstæðum og það verði ekki skilið eftir með óvissuna á herðunum yfir hátíðarnar. „Sama á sannarlega við um fyrirtæki og ýmsan rekstur. Skýra þarf hvaða úrræði verða endurvakin, hverjum framlengt og hverjum ekki. Ég mælist eindregið til þess að Alþingi taki af skarið í þessu efni áður en fjárlög verði afgreidd að nýtt ár gengur í garð.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir „Eins og að loka hænsnahúsi eftir að minkurinn er kominn inn“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að innan tiltölulega skamms tíma verði meira og minna allir Íslendingar búnir að sýkjast af kórónuveirunni. Það sé mögulega eina leiðin til að binda hnút á þennan langdregna faraldur. 21. desember 2021 23:28 Þingmenn vilji vita meira um ástæður aðgerða hverju sinni Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að þingmenn fái að vita meira um rökin á bak við þær sóttvarnaaðgerðir, sem eru í gildi hverju sinni. Þá telur hann tíma til kominn að tekið sé meira mið af félagslegum- og andlegum áhrifum við ákvarðanatöku um aðgerðir. 22. desember 2021 08:59 Ekki ósennilegt að Allir vinna verði framlengt „að einhverju leyti“ Ekki er ósennilegt að átakið Allir vinna verði framlengt að einhverju leyti. Málið verður tekið til umræðu í fjárlaganefnd milli annarar á þriðju umræðu á þingi. 22. desember 2021 08:14 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
„Ég saknaði þess sannarlega að ekki væru gefin skýr skilaboð um aðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar til að mæta stöðunni fyrir fólk og fyrirtæki. Margvíslegur rekstur sem hefur staðið kófið af sér með útsjónarsemi og úthaldi þurfti sannarlega á jólavertíðinni að halda til að geta rétt úr kútnum,“ skrifar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, í færslu sem hann birti á Facebook í gærkvöldi. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti í gær hertar sóttvarnaaðgerðir vegna uppgangs ómíkron afbrigðis kórónuveirunnar hér á landi. Aðgerðirnar felast meðal annars í styttri opnunartíma hjá veitinga- og skemmtistöðum og krám og sundstaðir, líkamsræktir og skíðasvæði mega þá taka á móti 50% leyfilegs hámarksfjölda. Róður margra fyrirtækja hefur verið þungur frá því að faraldur byrjaði, með sífelldum breytingum á sóttvarnaaðgerðum, styttum opnunartímum, lægri gestafjölda og svo mætti lengi telja. Þá hefur sviðslistafólk gagnrýnt aðgerðir harðlega, sérstaklega þegar þær eru boðaðar með stuttum fyrirvara með þeim afleiðingum að aflýsa eða fresta þurfi viðburðum. „Ljóst er að janúar og febrúar geta orðið mörgum fyrirtækjum erfiðir, ekki síst veitingarekstri, viðburðahaldi og sviðslistum en það getur einnig átt við um ferðaþjónustu og fleiri,“ skrifar borgarstjóri. Dagur segist telja nauðsynlegt að ríkisstjórn og Alþingi gefi skýrar til kynna að til standi að koma til móts við fólk í þessum aðstæðum og það verði ekki skilið eftir með óvissuna á herðunum yfir hátíðarnar. „Sama á sannarlega við um fyrirtæki og ýmsan rekstur. Skýra þarf hvaða úrræði verða endurvakin, hverjum framlengt og hverjum ekki. Ég mælist eindregið til þess að Alþingi taki af skarið í þessu efni áður en fjárlög verði afgreidd að nýtt ár gengur í garð.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir „Eins og að loka hænsnahúsi eftir að minkurinn er kominn inn“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að innan tiltölulega skamms tíma verði meira og minna allir Íslendingar búnir að sýkjast af kórónuveirunni. Það sé mögulega eina leiðin til að binda hnút á þennan langdregna faraldur. 21. desember 2021 23:28 Þingmenn vilji vita meira um ástæður aðgerða hverju sinni Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að þingmenn fái að vita meira um rökin á bak við þær sóttvarnaaðgerðir, sem eru í gildi hverju sinni. Þá telur hann tíma til kominn að tekið sé meira mið af félagslegum- og andlegum áhrifum við ákvarðanatöku um aðgerðir. 22. desember 2021 08:59 Ekki ósennilegt að Allir vinna verði framlengt „að einhverju leyti“ Ekki er ósennilegt að átakið Allir vinna verði framlengt að einhverju leyti. Málið verður tekið til umræðu í fjárlaganefnd milli annarar á þriðju umræðu á þingi. 22. desember 2021 08:14 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
„Eins og að loka hænsnahúsi eftir að minkurinn er kominn inn“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að innan tiltölulega skamms tíma verði meira og minna allir Íslendingar búnir að sýkjast af kórónuveirunni. Það sé mögulega eina leiðin til að binda hnút á þennan langdregna faraldur. 21. desember 2021 23:28
Þingmenn vilji vita meira um ástæður aðgerða hverju sinni Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að þingmenn fái að vita meira um rökin á bak við þær sóttvarnaaðgerðir, sem eru í gildi hverju sinni. Þá telur hann tíma til kominn að tekið sé meira mið af félagslegum- og andlegum áhrifum við ákvarðanatöku um aðgerðir. 22. desember 2021 08:59
Ekki ósennilegt að Allir vinna verði framlengt „að einhverju leyti“ Ekki er ósennilegt að átakið Allir vinna verði framlengt að einhverju leyti. Málið verður tekið til umræðu í fjárlaganefnd milli annarar á þriðju umræðu á þingi. 22. desember 2021 08:14