Katrín: Ekki skemmtileg tíðindi í aðdraganda jóla Heimir Már Pétursson skrifar 21. desember 2021 19:20 Það var ekki með neinni ánægju sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynntu hertar sóttvarnaaðgerðir sem taka gildi á Þorláksmessu. Vísir/Vilhelm Hertari sóttvarnaaðgerðir taka gildi á miðnætti annað kvöld og gilda í þrjár vikur. Aldrei hafa fleiri greinst á einum sólarhring eins og í gær. Forsætisráðherra telur líklegt að sóttvarnareglur verði hertar á landamærunum um miðjan janúar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa farið yfir tölur um fjölda smitaðra undanfarna daga og þróunina í öðrum löndum þar sem ómíkron afbrigði veirunnar breiddist út með ógnarhraða eins og hér. „Fyrstu gögn benda til að innlagnarhlutfall sé lægra en með þennan mikla fjölda sjáum við okkur ekki annað fært en grípa til ráðstafana. Og það eru auðvitað ekki skemmtileg tíðindi að flytja þjóðinni í aðdraganda jóla,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi. Það var ekki við öðru að búast en að nýr heilbrigðisráðherra tilkynnti hertari sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund í dag. Sú varð raunin þegar hann gekk út úr Ráðherrarbústaðnum með forsætisráðherra sem hældi þjóðinni fyrir þrautsegjuna í faraldrinum. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr fimmtíu í tuttugu og ekki mega fleiri en tvö hunduð koma saman á hraðprófaviðburðum. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnir fyrstu sóttvarnaaðgerðir sínar. Svandís Svavarsdóttir fyrrverandi heilbrigðisráðherra smeygir sér framhjá sjálfsagt fegnin því að þurfa ekki að færa landsmönnum þennan boðskap skömmu fyrir jól.Vísir/Vilhelm Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir farið eftir öllum tillögum sóttvarnalæknis nema hvað varðaði tillögu hans um lengingu á jólaleyfi skólanna. „En að skólamálaráðherrarnir taki samtalið við skólastjórnednur og starfsemnn skólanna og meti stöðuna. Hvernig við komum út úr fríinu,“ segir heilbrigðisráðherra. Nándarreglan verður aftur almennt tveir metrar en metri á veitingastöðum og sitjandi viðburðum. Grafík/Ragnar Vesage Grímuskylda þar sem ekki er hægt að halda tveggja metra regluna svo sem eins og í verslunum og verslunarmiðstöðvum. Hámarksfjöldi á sitjandi viðburðum án hraðprófa verður 50 manns. Það sama á við um allar verslanir og söfn nema stærri verslanir geta bætt við fimm viðskiptavinum á hverja tíu fermetra upp að 500 manns. Veitingastaðir með vínveitingar mega hleypa inn til klukkan níu en allir verða að vera farnir út klukkan tíu. Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar til heilbrigðisráðherra leggur hann til að skoðaðverði að herða sóttvarnaráðstafanir álandamærunum. „Reglur á landamærunum eru óbreyttar til 15. janúar. En þær verða teknar til skoðunar í takti við þær vangaveltur sem birtast í minnisblaði sóttvarnalæknis. Þar sem hann óskar eftir þvíað landamærahópur forsætisráðuneytisins fari yfir þær. Það munum viðgera og vera reiðubúin,“segir Katrín. Sóttvarnalæknir leggur til aðallir farþegar verði krafðir um PCR próf fyrir byrðingu íflugvélar á leiðhingað til lands sem ekki megi vera eldra en 48 klukkustundir. Farþegar með íslenska kennitölu fari í PCR próf á sinni heilsugæslustöðinnan tveggja sólarhringa eftir komuna og verði í sóttkvíþar til niðurstaða liggi fyrir. Skoðað verði að prófa alla farþaga við komuna til landsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa farið yfir tölur um fjölda smitaðra undanfarna daga og þróunina í öðrum löndum þar sem ómíkron afbrigði veirunnar breiddist út með ógnarhraða eins og hér. „Fyrstu gögn benda til að innlagnarhlutfall sé lægra en með þennan mikla fjölda sjáum við okkur ekki annað fært en grípa til ráðstafana. Og það eru auðvitað ekki skemmtileg tíðindi að flytja þjóðinni í aðdraganda jóla,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi. Það var ekki við öðru að búast en að nýr heilbrigðisráðherra tilkynnti hertari sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund í dag. Sú varð raunin þegar hann gekk út úr Ráðherrarbústaðnum með forsætisráðherra sem hældi þjóðinni fyrir þrautsegjuna í faraldrinum. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr fimmtíu í tuttugu og ekki mega fleiri en tvö hunduð koma saman á hraðprófaviðburðum. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnir fyrstu sóttvarnaaðgerðir sínar. Svandís Svavarsdóttir fyrrverandi heilbrigðisráðherra smeygir sér framhjá sjálfsagt fegnin því að þurfa ekki að færa landsmönnum þennan boðskap skömmu fyrir jól.Vísir/Vilhelm Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir farið eftir öllum tillögum sóttvarnalæknis nema hvað varðaði tillögu hans um lengingu á jólaleyfi skólanna. „En að skólamálaráðherrarnir taki samtalið við skólastjórnednur og starfsemnn skólanna og meti stöðuna. Hvernig við komum út úr fríinu,“ segir heilbrigðisráðherra. Nándarreglan verður aftur almennt tveir metrar en metri á veitingastöðum og sitjandi viðburðum. Grafík/Ragnar Vesage Grímuskylda þar sem ekki er hægt að halda tveggja metra regluna svo sem eins og í verslunum og verslunarmiðstöðvum. Hámarksfjöldi á sitjandi viðburðum án hraðprófa verður 50 manns. Það sama á við um allar verslanir og söfn nema stærri verslanir geta bætt við fimm viðskiptavinum á hverja tíu fermetra upp að 500 manns. Veitingastaðir með vínveitingar mega hleypa inn til klukkan níu en allir verða að vera farnir út klukkan tíu. Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar til heilbrigðisráðherra leggur hann til að skoðaðverði að herða sóttvarnaráðstafanir álandamærunum. „Reglur á landamærunum eru óbreyttar til 15. janúar. En þær verða teknar til skoðunar í takti við þær vangaveltur sem birtast í minnisblaði sóttvarnalæknis. Þar sem hann óskar eftir þvíað landamærahópur forsætisráðuneytisins fari yfir þær. Það munum viðgera og vera reiðubúin,“segir Katrín. Sóttvarnalæknir leggur til aðallir farþegar verði krafðir um PCR próf fyrir byrðingu íflugvélar á leiðhingað til lands sem ekki megi vera eldra en 48 klukkustundir. Farþegar með íslenska kennitölu fari í PCR próf á sinni heilsugæslustöðinnan tveggja sólarhringa eftir komuna og verði í sóttkvíþar til niðurstaða liggi fyrir. Skoðað verði að prófa alla farþaga við komuna til landsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira