Jólasöngvabók Birgittu að seljast upp Birgitta Haukdal 22. desember 2021 08:47 „Ég er svo heppin að vera ennþá með ung börn heima og ég sest bara niður og skrifa fyrir þau. Ég veit hvernig ég held athygli þeirra og sögurnar koma í ótrúlega góðu flæði." Bókaflokkurinn Lára og Ljónsi eftir Birgittu Haukdal nýtur mikilla vinsælda „Jólasöngvabókin er uppseld hjá okkur en mögulega nokkur eintök eftir í einhverjum búðum. Þetta eru auðvitað góðar fréttir og gaman að vera búin að selja upplagið en um leið stingur smá í hjartað að einhverjir missi af,“ segir Birgitta Haukdal en bókaflokkur hennar um Láru og Ljónsa rýkur út eins og heitar lummur. „Við prentuðum annað upplag af öllum sögubókunum en tónlistarspilarinn í jólasöngvabókinni er svo flókinn í gerð að það náðist ekki að búa til annað upplag af henni. Við verðum bara þeim mun betur undirbúin fyrir næstu jól,“ segir hún. Bókaflokkurinn um Láru og Ljónsa telur nú 18 sjálfstæðar bækur, þar af tvær ungbarnabækur og tvær tónlistarbækur. Birgitta á ekki í neinum vandræðum með að skrifa en rithöfundaferillinn hófst þegar hana sárvantaði bækur á íslensku fyrir son sinn þegar fjölskyldan bjó erlendis. „Ég er svo heppin að vera ennþá með ung börn heima og ég sest bara niður og skrifa fyrir þau. Ég veit hvernig ég held athygli þeirra og sögurnar koma í ótrúlega góðu flæði. Það eru síðan algjör forréttindi að fleiri börn en mín njóti líka. Mig dreymir um að búa til áskriftarflokk þannig að fólk með ung börn geti verið í áskrift að einni bók á mánuði og lesið með börnunum sínum. Ég man hvað mér fannst það skemmtilegt sjálfri sem barn að vera áskrifandi að bókaflokki. Þetta er ennþá draumur en rætist vonandi,“ segir Birgitta. Undanfarið ár hefur einkennst af skemmtilegum verkefnum en auk bókanna rötuðu Lára og Ljónsi á leikhúsfjalirnar. „Það alveg fyrir utan minn þægindaramma. Ég hef aldrei samið barnalög og hvað þá leikverk og tónlist fyrir leikhús. Ég var með fiðrildi í maganum allt árið í kringum þetta en svo var uppselt á allar sýningar. Þetta var ótrúlega skemmtilegt verkefni, vonandi getum við gert þetta aftur að ári,“ segir Birgitta en hún naut aðstoðar Vignis Snæs Vignissonar við gerð tónlistarinnar fyrir leikverkið. "Stelpan mín litla söng með mér í Jólasöngvabókinni og var með okkur Vigga í stúdíóinu að vinna. Hún hefur hjálpað mömmu sinni mikið í desember. " „Ég bjó í stúdíóinu hjá Vigga nánast allt síðasta ár. Hann vann með mér að jólasöngvabókinni, tók upp og útsetti tónlistina fyrir leikritið og svo gáfum við út jólalag núna fyrir jólin. Við erum alltaf að stússast í tónlist og ef rétta augnablikið kemur þá er aldrei að vita nema Írafár komi fram,“ segir Birgitta. Birgitta Haukdal og Vignir Snær Vignisson. Menning Jól Tónlist Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On Konudagsleikur - taktu þátt í skemmtilegri hefð Sýning sem breytir upplifun okkar á heiminum „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Wolt og Blush með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Almenningur eigi rétt á frjálsri för um óræktað land Óþægindi frá álagsmeiðslum minnkuð til muna með tilkomu Nutrilenk Stefnan sett á Ólympíuleikana 2028 „Í þessu jarðneska lífsbraski er G-vítamínið bráðnauðsynlegt“ Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Hátindar Öræfajökuls að vori Áttatíu ára sögu Múmínálfanna fagnað með nýrri línu Nýtt serum gegn hrukkum vegna sykurs Geðveikt fjör á Bessastöðum „Get leyft mér að borða mat sem ég áður forðaðist í félagslegum aðstæðum“ Gerum betur og setjum heilsuna í forgang „Í stuttu máli eru magasýrur okkur lífsnauðsynlegar“ Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Sjá meira
„Jólasöngvabókin er uppseld hjá okkur en mögulega nokkur eintök eftir í einhverjum búðum. Þetta eru auðvitað góðar fréttir og gaman að vera búin að selja upplagið en um leið stingur smá í hjartað að einhverjir missi af,“ segir Birgitta Haukdal en bókaflokkur hennar um Láru og Ljónsa rýkur út eins og heitar lummur. „Við prentuðum annað upplag af öllum sögubókunum en tónlistarspilarinn í jólasöngvabókinni er svo flókinn í gerð að það náðist ekki að búa til annað upplag af henni. Við verðum bara þeim mun betur undirbúin fyrir næstu jól,“ segir hún. Bókaflokkurinn um Láru og Ljónsa telur nú 18 sjálfstæðar bækur, þar af tvær ungbarnabækur og tvær tónlistarbækur. Birgitta á ekki í neinum vandræðum með að skrifa en rithöfundaferillinn hófst þegar hana sárvantaði bækur á íslensku fyrir son sinn þegar fjölskyldan bjó erlendis. „Ég er svo heppin að vera ennþá með ung börn heima og ég sest bara niður og skrifa fyrir þau. Ég veit hvernig ég held athygli þeirra og sögurnar koma í ótrúlega góðu flæði. Það eru síðan algjör forréttindi að fleiri börn en mín njóti líka. Mig dreymir um að búa til áskriftarflokk þannig að fólk með ung börn geti verið í áskrift að einni bók á mánuði og lesið með börnunum sínum. Ég man hvað mér fannst það skemmtilegt sjálfri sem barn að vera áskrifandi að bókaflokki. Þetta er ennþá draumur en rætist vonandi,“ segir Birgitta. Undanfarið ár hefur einkennst af skemmtilegum verkefnum en auk bókanna rötuðu Lára og Ljónsi á leikhúsfjalirnar. „Það alveg fyrir utan minn þægindaramma. Ég hef aldrei samið barnalög og hvað þá leikverk og tónlist fyrir leikhús. Ég var með fiðrildi í maganum allt árið í kringum þetta en svo var uppselt á allar sýningar. Þetta var ótrúlega skemmtilegt verkefni, vonandi getum við gert þetta aftur að ári,“ segir Birgitta en hún naut aðstoðar Vignis Snæs Vignissonar við gerð tónlistarinnar fyrir leikverkið. "Stelpan mín litla söng með mér í Jólasöngvabókinni og var með okkur Vigga í stúdíóinu að vinna. Hún hefur hjálpað mömmu sinni mikið í desember. " „Ég bjó í stúdíóinu hjá Vigga nánast allt síðasta ár. Hann vann með mér að jólasöngvabókinni, tók upp og útsetti tónlistina fyrir leikritið og svo gáfum við út jólalag núna fyrir jólin. Við erum alltaf að stússast í tónlist og ef rétta augnablikið kemur þá er aldrei að vita nema Írafár komi fram,“ segir Birgitta. Birgitta Haukdal og Vignir Snær Vignisson.
Menning Jól Tónlist Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On Konudagsleikur - taktu þátt í skemmtilegri hefð Sýning sem breytir upplifun okkar á heiminum „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Wolt og Blush með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Almenningur eigi rétt á frjálsri för um óræktað land Óþægindi frá álagsmeiðslum minnkuð til muna með tilkomu Nutrilenk Stefnan sett á Ólympíuleikana 2028 „Í þessu jarðneska lífsbraski er G-vítamínið bráðnauðsynlegt“ Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Hátindar Öræfajökuls að vori Áttatíu ára sögu Múmínálfanna fagnað með nýrri línu Nýtt serum gegn hrukkum vegna sykurs Geðveikt fjör á Bessastöðum „Get leyft mér að borða mat sem ég áður forðaðist í félagslegum aðstæðum“ Gerum betur og setjum heilsuna í forgang „Í stuttu máli eru magasýrur okkur lífsnauðsynlegar“ Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Sjá meira