Flýr frá neysluhyggjunni sem einkennir oft vestræn jól Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. desember 2021 22:00 Fjölskyldan er fjölmenn. aðsend Móðir sem hefur þrisvar sinnum haldið upp á jólin í Afríku með fjölskyldu sinni segir gott að komast frá neysluhyggjunni sem einkennir oft vestræn jól. Sama hvar fjölskyldan er stödd í heiminum láta þau dómkirkjuklukkur í Reykjavík ætíð hringja inn jólin. Guðrún Helga býr að hluta til í Senegal í Afríku með eiginmanni og börnum. Hún aðhyllist hæglæti og einfaldan lífstíl en í því felst meðal annars sú áskorun að forðast allt jólastress. „Ég segi á hverju einasta ári að ég ætli að minnka jólastress en svo dettur maður alltaf í þennan gír og þetta er það sem við losnum alveg við hérna í Senegal,“ sagði Guðrún Helga Jóhannsdóttir. Undankomuleið frá neysluhyggjunni Í ár fagnar fjölskyldan jólunum í Senegal sem Guðrún segir vera hálfgerða undankomuleið frá neysluhyggjunni sem fylgir oft jólunum. En hún leggur áherslu á að börn um allan heim eigi gleðileg jól. „Við viljum koma því til barnanna okkar að þegar þú gefur jólagjöf þá gefuru líka jólagjöf til einhvers sem ekki hefur tök á að fá jólagjöf. Ég vinn í þessum geira og hef því upplifað ýmislegt. Og bara að sjá hvað einn lítill bolti gerir. Ánægjan og bosin og gleðin sem verður í þorpinu, það er meiri gjöf fyrir þann sem gefur en fyrir þann sem fær boltann.“ Sjálf gefur Guðrún börnum sínum svokallaðar heillagjafir, sem eru gjafir sem berast síðan til bágstaddra barna. „Krakkarnir mínir hafa séð það hérna í Senegal að það er fólk sem borðar ekki og börn geta ekki farið í skóla en með þessum gjöfum þá geturu tryggt að börnin fái betri heilsu, öryggi og menntun. Þetta eru mjög nytsamlegar, umhverfisvænar og fallegar gjafir.“ „Við viljum kenna börnunum okkar að við höfum lang flest og getum keypt dýrar jólagjafi fyrir börnin okkar en það skiptir jafn miklu máli að börnin sem hafa ekki þessi veraldlegu gæði að þau eigi gleðileg jól eins og börnin okkar. Það skiptir ekki minna máli. Við viljum koma því til barnanna okkar að þegar þú gefur jólagjöf þá gefuru jólagjöf til einhvers sem ekki hefur tök á að fá jólagjöf.“ Fjölskyldan ferðast mikið og hefur sjö sinnum verið í útlöndum um jólin.aðsend Hún segist ekki vilja snú til baka til jóla sem einkennast af neysluhyggju. „Ég myndi ekki vilja það, en um leið og maður kemur til Íslands þá dettur maður í þann gír. Ég reyni að vera mjög minimalísk en maður dettur alltaf aðeins lengra í það heldur en maður vill því miður.“ Þannig jól í Senegal er fullkomin undankomuleið frá neysluhyggjunni? „Það er fullkomin undankomuleið en á sama tíma saknar maður þess auðvitað að vera með fjölskyldunni á Íslandi um jólin.“ Áhersla á íslenskar hefðir sama hvar í heiminum þau eru Hún leggur áherslu á mikilvægi þess að ferðast með börnin annað um jólin til þess að kenna þeim að ekki hafi allir það jafn gott um jólin. Guðrún tók íslenskt hangikjöt og eina dós af ora grænum baunum með út til Senegal, en hún segir að þrátt fyrir að fjölskyldan verji jólunum oft erlendis séu sumar jólahefðir ómissandi. „Það er ein hefð hjá okkur hvar sem við erum í heiminum, þá kveikjum við alltaf á messunni í dómkirkjunni klukkan sex þannig að hún fær alltaf að hringja inn jólin og svo byrjum við að borða.“ Jólatréð er ekki stórt.aðsend Jólin séu til að gleðja öll börn Hún hvetur þá sem geta til þess að gleðja fleiri börn um jólin. „Jólin eru til að gleðja börnin, en þau eru ekki bara til þess að gleðja íslensk börn heldur til þess að gleðja öll börn.“ Hér má fylgjast með Guðrúnu og fjölskyldu á Instagram. Jól Börn og uppeldi Verslun Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Sjá meira
Guðrún Helga býr að hluta til í Senegal í Afríku með eiginmanni og börnum. Hún aðhyllist hæglæti og einfaldan lífstíl en í því felst meðal annars sú áskorun að forðast allt jólastress. „Ég segi á hverju einasta ári að ég ætli að minnka jólastress en svo dettur maður alltaf í þennan gír og þetta er það sem við losnum alveg við hérna í Senegal,“ sagði Guðrún Helga Jóhannsdóttir. Undankomuleið frá neysluhyggjunni Í ár fagnar fjölskyldan jólunum í Senegal sem Guðrún segir vera hálfgerða undankomuleið frá neysluhyggjunni sem fylgir oft jólunum. En hún leggur áherslu á að börn um allan heim eigi gleðileg jól. „Við viljum koma því til barnanna okkar að þegar þú gefur jólagjöf þá gefuru líka jólagjöf til einhvers sem ekki hefur tök á að fá jólagjöf. Ég vinn í þessum geira og hef því upplifað ýmislegt. Og bara að sjá hvað einn lítill bolti gerir. Ánægjan og bosin og gleðin sem verður í þorpinu, það er meiri gjöf fyrir þann sem gefur en fyrir þann sem fær boltann.“ Sjálf gefur Guðrún börnum sínum svokallaðar heillagjafir, sem eru gjafir sem berast síðan til bágstaddra barna. „Krakkarnir mínir hafa séð það hérna í Senegal að það er fólk sem borðar ekki og börn geta ekki farið í skóla en með þessum gjöfum þá geturu tryggt að börnin fái betri heilsu, öryggi og menntun. Þetta eru mjög nytsamlegar, umhverfisvænar og fallegar gjafir.“ „Við viljum kenna börnunum okkar að við höfum lang flest og getum keypt dýrar jólagjafi fyrir börnin okkar en það skiptir jafn miklu máli að börnin sem hafa ekki þessi veraldlegu gæði að þau eigi gleðileg jól eins og börnin okkar. Það skiptir ekki minna máli. Við viljum koma því til barnanna okkar að þegar þú gefur jólagjöf þá gefuru jólagjöf til einhvers sem ekki hefur tök á að fá jólagjöf.“ Fjölskyldan ferðast mikið og hefur sjö sinnum verið í útlöndum um jólin.aðsend Hún segist ekki vilja snú til baka til jóla sem einkennast af neysluhyggju. „Ég myndi ekki vilja það, en um leið og maður kemur til Íslands þá dettur maður í þann gír. Ég reyni að vera mjög minimalísk en maður dettur alltaf aðeins lengra í það heldur en maður vill því miður.“ Þannig jól í Senegal er fullkomin undankomuleið frá neysluhyggjunni? „Það er fullkomin undankomuleið en á sama tíma saknar maður þess auðvitað að vera með fjölskyldunni á Íslandi um jólin.“ Áhersla á íslenskar hefðir sama hvar í heiminum þau eru Hún leggur áherslu á mikilvægi þess að ferðast með börnin annað um jólin til þess að kenna þeim að ekki hafi allir það jafn gott um jólin. Guðrún tók íslenskt hangikjöt og eina dós af ora grænum baunum með út til Senegal, en hún segir að þrátt fyrir að fjölskyldan verji jólunum oft erlendis séu sumar jólahefðir ómissandi. „Það er ein hefð hjá okkur hvar sem við erum í heiminum, þá kveikjum við alltaf á messunni í dómkirkjunni klukkan sex þannig að hún fær alltaf að hringja inn jólin og svo byrjum við að borða.“ Jólatréð er ekki stórt.aðsend Jólin séu til að gleðja öll börn Hún hvetur þá sem geta til þess að gleðja fleiri börn um jólin. „Jólin eru til að gleðja börnin, en þau eru ekki bara til þess að gleðja íslensk börn heldur til þess að gleðja öll börn.“ Hér má fylgjast með Guðrúnu og fjölskyldu á Instagram.
Jól Börn og uppeldi Verslun Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Sjá meira