Sagði að Sigurður hefði ekki pung til að taka við KR Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. desember 2021 10:01 Böðvari Guðjónssyni tókst ekki að sannfæra Sigurð Ingimundarson um að taka við KR fyrir tímabilið 2009-10. stöð 2 sport Í síðasti þætti Foringjanna rifjaði Henry Birgi Gunnarsson upp með Böðvari Guðjónssyni, formanni körfuknattleiksdeildar KR, þegar hann vildi fá Sigurð Ingimundarson til að taka við Vesturbæjarliðinu. Fyrir tímabilið 2009 voru KR-ingar í þjálfaraleit eftir að Benedikt Guðmundsson steig frá borði eftir að hafa unnið tvo Íslandsmeistaratitla á þremur árum. Böðvar horfði meðal annars til Suðurnesjanna og vildi fá Sigurð sem hafði unnið fjölda titla með karla- og kvennalið Keflavíkur og þjálfað karlalandsliðið. „Ég var búinn að fylgjast lengi með Sigga. Hann var leikmaður í Keflavíkurliðinu þegar ég var að spila, grjótharður, og svo fylgst með honum þjálfa. Hann var klárlega kandítat sem myndi falla inn í kúltúrinn hérna, mikill sigurvegari,“ sagði Böðvar. Klippa: Foringjarnir - Sigurður hafnaði KR Sigurður sagði á endanum nei við KR og Böðvar sendi honum þá tóninn í viðtali í Fréttablaðinu. „Hann hafnaði okkur á lokasprettinum. Ég var rosalega sár. Á þessum tíma var ég ungur og vitlaus. Varst það ekki þú sem hringdir í mig?“ spurði Böðvar Henry sem svaraði játandi. „Einhverra hluta vegna náðir þú út úr mér eftirfarandi setningu: Sigurður hefur ekki pung til að taka við KR. Eftir á hugsaði ég að þetta væri kannski aðeins of mikið sem þetta var. En þetta var komið í loftið og ekkert hægt að breyta því.“ Daginn eftir fékk Sigurður spurningu dagsins í Fréttablaðinu. Þar var hann spurður að því hvort skot Böðvars hafi verið fyrir neðan belti. Sigurður svaraði: Já, frá lélegri skyttu. „Þá vissi ég að Sigurður tók þetta ekkert nærri sér. Hann svaraði bara fullum hálsi og málið dautt,“ sagði Böðvar. Páll Kolbeinsson stýrði KR tímabilið 2009-10 en eftir það tók Hrafn Kristjánsson við liðinu og gerði það að tvöföldum meisturum 2011. Subway-deild karla KR Foringjarnir Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Fótbolti Fleiri fréttir „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Sjá meira
Fyrir tímabilið 2009 voru KR-ingar í þjálfaraleit eftir að Benedikt Guðmundsson steig frá borði eftir að hafa unnið tvo Íslandsmeistaratitla á þremur árum. Böðvar horfði meðal annars til Suðurnesjanna og vildi fá Sigurð sem hafði unnið fjölda titla með karla- og kvennalið Keflavíkur og þjálfað karlalandsliðið. „Ég var búinn að fylgjast lengi með Sigga. Hann var leikmaður í Keflavíkurliðinu þegar ég var að spila, grjótharður, og svo fylgst með honum þjálfa. Hann var klárlega kandítat sem myndi falla inn í kúltúrinn hérna, mikill sigurvegari,“ sagði Böðvar. Klippa: Foringjarnir - Sigurður hafnaði KR Sigurður sagði á endanum nei við KR og Böðvar sendi honum þá tóninn í viðtali í Fréttablaðinu. „Hann hafnaði okkur á lokasprettinum. Ég var rosalega sár. Á þessum tíma var ég ungur og vitlaus. Varst það ekki þú sem hringdir í mig?“ spurði Böðvar Henry sem svaraði játandi. „Einhverra hluta vegna náðir þú út úr mér eftirfarandi setningu: Sigurður hefur ekki pung til að taka við KR. Eftir á hugsaði ég að þetta væri kannski aðeins of mikið sem þetta var. En þetta var komið í loftið og ekkert hægt að breyta því.“ Daginn eftir fékk Sigurður spurningu dagsins í Fréttablaðinu. Þar var hann spurður að því hvort skot Böðvars hafi verið fyrir neðan belti. Sigurður svaraði: Já, frá lélegri skyttu. „Þá vissi ég að Sigurður tók þetta ekkert nærri sér. Hann svaraði bara fullum hálsi og málið dautt,“ sagði Böðvar. Páll Kolbeinsson stýrði KR tímabilið 2009-10 en eftir það tók Hrafn Kristjánsson við liðinu og gerði það að tvöföldum meisturum 2011.
Subway-deild karla KR Foringjarnir Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Fótbolti Fleiri fréttir „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Sjá meira