Brosir örugglega fram á næsta ár eftir að hafa fengið stórt faðmlag frá Söru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2021 14:01 Sara Sigmundsdóttir var ánægð með að vera komin aftur inn á keppnisgólfið Instagram/@sarasigmunds Sara Sigmundsdóttir fékk mikið hrós frá mótshöldurum í Dúbaí fyrir að gefa sér alltaf tíma fyrir aðdáendur sína. Sara kláraði Dubai CrossFit Championship um helgina í sjöunda sæti og var þar aðeins einu stigi frá sjötta sætinu. Þetta var hennar fyrsta CrossFit mót eftir krossbandsslit og frammistaðan lofar góðu fyrir framhaldið. Aðeins átta mánuðir voru liðnir frá aðgerð og andlegi þátturinn var einnig hjalli sem hún þurfti að komast yfir. Sara hafði ekki keppt í meira en ár en var á miklu skriði á lokadeginum þar sem hún hækkaði sig um nokkur sæti. Í síðustu fimm greinunum varð hún aldrei neðar en í sjöunda sæti og í þremur síðustu greinunum fékk hún samtals 250 af þeim 690 stigum sem hún endaði með. Sara varð þriðja í sjöundu og síðustu grein mótsins. View this post on Instagram A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) Sara er gríðarlega vinsæl og það er ekki aðeins vegna frammistöðu sinnar inn á keppnisgólfinu heldur einnig fyrir það hvernig hún kemur fram og gefur sér tíma fyrir alla. Strax eftir að mótinu lauk þá gerðu mótshaldarar ekki aðeins mikið úr sigurvegurum mótsins, þeim Lauru Horvath frá Ungverjalandi og Roman Khrennikov frá Rússlandi, heldur einnig úr hvernig Sara sinnti sínum aðdáendum. Það voru einkum samskipti Söru og ungrar stelpu sem heilluðu alla upp úr skónum en það má sjá frábærar myndir af þeim tveimur hér fyrir ofan. „Dubai CrossFit Championship er einnig frábær staður til að gefa börnum (og fullorðnum) tækifæri til að nálgast hetjur sínar og fyrirmyndir,“ segir í færslunni. „Að hvetja næstu kynslóð og fylla þau andagift til að lifa betra, sterkara og heilsusamlegra lífi er einnig okkar markmið,“ segir í færslunni. „Sara Sigmundsdóttir er ein af þeim. Hún finnur alltaf tíma (og á tonn af brosum) fyrir alla sem vilja fá að hitta hana og taka mynd af sér með henni,“ segir í færslunni. CrossFit Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sjá meira
Sara kláraði Dubai CrossFit Championship um helgina í sjöunda sæti og var þar aðeins einu stigi frá sjötta sætinu. Þetta var hennar fyrsta CrossFit mót eftir krossbandsslit og frammistaðan lofar góðu fyrir framhaldið. Aðeins átta mánuðir voru liðnir frá aðgerð og andlegi þátturinn var einnig hjalli sem hún þurfti að komast yfir. Sara hafði ekki keppt í meira en ár en var á miklu skriði á lokadeginum þar sem hún hækkaði sig um nokkur sæti. Í síðustu fimm greinunum varð hún aldrei neðar en í sjöunda sæti og í þremur síðustu greinunum fékk hún samtals 250 af þeim 690 stigum sem hún endaði með. Sara varð þriðja í sjöundu og síðustu grein mótsins. View this post on Instagram A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) Sara er gríðarlega vinsæl og það er ekki aðeins vegna frammistöðu sinnar inn á keppnisgólfinu heldur einnig fyrir það hvernig hún kemur fram og gefur sér tíma fyrir alla. Strax eftir að mótinu lauk þá gerðu mótshaldarar ekki aðeins mikið úr sigurvegurum mótsins, þeim Lauru Horvath frá Ungverjalandi og Roman Khrennikov frá Rússlandi, heldur einnig úr hvernig Sara sinnti sínum aðdáendum. Það voru einkum samskipti Söru og ungrar stelpu sem heilluðu alla upp úr skónum en það má sjá frábærar myndir af þeim tveimur hér fyrir ofan. „Dubai CrossFit Championship er einnig frábær staður til að gefa börnum (og fullorðnum) tækifæri til að nálgast hetjur sínar og fyrirmyndir,“ segir í færslunni. „Að hvetja næstu kynslóð og fylla þau andagift til að lifa betra, sterkara og heilsusamlegra lífi er einnig okkar markmið,“ segir í færslunni. „Sara Sigmundsdóttir er ein af þeim. Hún finnur alltaf tíma (og á tonn af brosum) fyrir alla sem vilja fá að hitta hana og taka mynd af sér með henni,“ segir í færslunni.
CrossFit Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sjá meira