Fótbolti

Tóku þrennuna af Alberti Guð­munds­syni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Albert Guðmundsson fagnar marki með AZ Alkmaar. Hann fékk bara tvö af þremur skráð á sig um helgina.
Albert Guðmundsson fagnar marki með AZ Alkmaar. Hann fékk bara tvö af þremur skráð á sig um helgina. EPA-EFE/Ed van de Pol

Albert Guðmundsson fékk boltann í hendurnar eftir sigur AZ Alkmaar um helgina og hélt að hann hefði skorað sína fyrstu þrennu í hollensku úrvalsdeildinni. Hollenska markanefndin var á öðru máli.

Albert kom inn á sem varamaður á 61. mínútu og fagnaði þremur mörkum á aðeins þrettán mínútna kafla.

Fyrsta markið hans kom úr vítaspyrnu á 76. mínútu og svo skoraði hann tvö mörk með þriggja mínútna millibili á 86. og 89. mínútu.

Hollenska markanefndin viðurkennir tvö seinni mörkin en ekki markið úr vítinu sem er skráð sem sjálfsmark á Timon Wellenreuther, markvörð Willem II.

Ástæðan er að víti Alberts fór í stöngina í bakið á Wellenreuther og í markið.

Heimasíða AZ Alkmaar skráði markið á Albert en þegar kom staðfest leikskýrsla á heimasíðu hollensku úrvalsdeildarinnar kom sannleikurinn í ljós.

Albert þarf að bíða lengur eftir fyrstu þrennu sinni í Eredivisie því fyrsta markið var tekið af honum og skráð sem sjálfsmark.

Hér fyrir ofan má sjá þessi mörk í svipmyndum frá leiknum og fyrir neðan er viðtal við Albert á hollensku fyrir þá sem skilja hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×