Glæsilegt sjóminjasafn hjá Rabba í Vestmannaeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. desember 2021 20:11 Þórður Rafn Sigurðsson (Rabbi á Dala-Rafni) í Vestmannaeyjum með ferðakompásinn sinn, sem hann keypti út í Mexíkó. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eitt allra glæsilegasta sjóminjasafn í einkaeigu er í Vestmannaeyjum en þar er að finna fjölda bátalíkana og um sjö hundruð safngripi. Það er ótrúlega gaman að koma á sjóminjasafnið hjá Rabba á Dala-Rafni, eins og hann er alltaf kallaður (heitir fullu nafni Þórður Rafn Sigurðsson) og sjá alla þá merkilegu hluti, sem hann hefur safnað í gegnum árin sem tengist sjómennsku á einn eða annan hátt. Þá eru nokkrir mjög merkilegir bátar á safninu og líkön af bátum, sem eru eftir Grím Karlsson og Tryggva Sigurðsson, vini Rabba. „Þetta byrjaði fyrir 45 árum síðan þegar ég fór að safna að mér þegar ég sá það að það var verið að henda öllu, þessu gamla sem tilheyrði sjónum. Ég safnaði þessu saman og ætlaði bara að láta þetta fara á sjóminjasafn hér í Vestmannaeyjum en það var aldrei gert neitt í því þannig að ég byrjaði bara að leika mér að því að setja upp safn sjálfur,“ segir Rabbi. Rabbi segist vera mjög stoltur af safninu sínu og segist alltaf fá góð viðbrögð frá gestum, sem skoða það. Hann hefur líka fengið fjölda viðurkenninga fyrir starf sitt. „Það er mest hissa á því hvað þetta er stórt,“ segir Rabbi og hlær. En er verið að henda allt of mikið af svona munum? „Já, við erum alveg sammála um það ég og Þórður í Skógum að það sé hent allt of miklu og engin virðing borin fyrir fortíðinni.“ Safnið hjá Rabba er allt hið glæsilegasta.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða gripur er merkilegastur á safninu að mati Rabba? „Ég geri nú ekki upp á milli þeirra en ég á hérna Sextant frá 1863 og svo á ég ferðakompás, sem ég keypti út í Mexíkó, hann er þrjú til fimm hundruð ára gamall. Þeir notuðu þetta landkönnuðirnir þegar þeir voru að kanna Suður Ameríku,“ segir Rabbi. Rabbi hefur ekki bara safnað munum tengdum sjónum og sjómennsku því hann er með forláta skrifborð og stóla á safninu sínu. „Já, ég er hér með skrifborðið frá Gunnari Ólafssyni á Tanganum frá 1910 og stólarnir og allt er frá honum, ég hafði það að varðveita þetta allt saman,“ segir Rabbi ánægður með safnið sitt og það, sem hann hefur verið að gera í gegnum árin með safnið sitt. Safnið hjá Rabba er allt hið glæsilegasta. Það er alltaf hægt að slá á þráðinn til Rabba og þá er hann mættur til að opna safnið ef fólk kemur að því lokuðu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmannaeyjar Söfn Menning Sjávarútvegur Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Það er ótrúlega gaman að koma á sjóminjasafnið hjá Rabba á Dala-Rafni, eins og hann er alltaf kallaður (heitir fullu nafni Þórður Rafn Sigurðsson) og sjá alla þá merkilegu hluti, sem hann hefur safnað í gegnum árin sem tengist sjómennsku á einn eða annan hátt. Þá eru nokkrir mjög merkilegir bátar á safninu og líkön af bátum, sem eru eftir Grím Karlsson og Tryggva Sigurðsson, vini Rabba. „Þetta byrjaði fyrir 45 árum síðan þegar ég fór að safna að mér þegar ég sá það að það var verið að henda öllu, þessu gamla sem tilheyrði sjónum. Ég safnaði þessu saman og ætlaði bara að láta þetta fara á sjóminjasafn hér í Vestmannaeyjum en það var aldrei gert neitt í því þannig að ég byrjaði bara að leika mér að því að setja upp safn sjálfur,“ segir Rabbi. Rabbi segist vera mjög stoltur af safninu sínu og segist alltaf fá góð viðbrögð frá gestum, sem skoða það. Hann hefur líka fengið fjölda viðurkenninga fyrir starf sitt. „Það er mest hissa á því hvað þetta er stórt,“ segir Rabbi og hlær. En er verið að henda allt of mikið af svona munum? „Já, við erum alveg sammála um það ég og Þórður í Skógum að það sé hent allt of miklu og engin virðing borin fyrir fortíðinni.“ Safnið hjá Rabba er allt hið glæsilegasta.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða gripur er merkilegastur á safninu að mati Rabba? „Ég geri nú ekki upp á milli þeirra en ég á hérna Sextant frá 1863 og svo á ég ferðakompás, sem ég keypti út í Mexíkó, hann er þrjú til fimm hundruð ára gamall. Þeir notuðu þetta landkönnuðirnir þegar þeir voru að kanna Suður Ameríku,“ segir Rabbi. Rabbi hefur ekki bara safnað munum tengdum sjónum og sjómennsku því hann er með forláta skrifborð og stóla á safninu sínu. „Já, ég er hér með skrifborðið frá Gunnari Ólafssyni á Tanganum frá 1910 og stólarnir og allt er frá honum, ég hafði það að varðveita þetta allt saman,“ segir Rabbi ánægður með safnið sitt og það, sem hann hefur verið að gera í gegnum árin með safnið sitt. Safnið hjá Rabba er allt hið glæsilegasta. Það er alltaf hægt að slá á þráðinn til Rabba og þá er hann mættur til að opna safnið ef fólk kemur að því lokuðu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vestmannaeyjar Söfn Menning Sjávarútvegur Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira