Vindlarnir snúa aftur í Björkina: „Gömul hefð sem fólk vill geta gengið að“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. desember 2021 17:42 Björkin hefur verið að stafla sig upp á síðkastið fyrir komandi hátíðir. vísir/vilhelm Tóbaksverslunin Björkin er aftur farin að selja vindla eftir rúmlega hálfs árs hlé. Margir hafa velt fyrir sér hvort verslunin sé að loka dyrum sínum endanlega eftir 94 ára rekstur en eigandinn segir að svo sé ekki þó breytingar á rekstrinum séu væntanlegar á næsta ári. Hann vill ekki fara nákvæmlega út í hverjar þær breytingar verða en segir að þær verði kynntar snemma næsta árs. En þangað til verður Björkin áfram gamla góða vindlaverslunin. Búðin hefur verið tóm og var lokað í stutta stund í síðustu viku. Hún hefur nú opnað á ný og mun þar allt fyllast af vindlum á næstu dögum. Þetta skilti blasti við þeim sem ætluðu að kaupa sér vindla í Björkinni í lok vikunnar. vísir/vilhelm „Ég þurfti að tæma búðina af öllum vörunum til að rýmka um fyrir vindlunum nú í desember. Og það er bara gert til að viðhalda gömlu góðu þjónustunni. Þetta er gömul hefð sem fólk vill geta gengið að og ég ætla nú ekki að vera hataðasti maður jólanna,“ segir Jóhann Thulin Johansen eigandi verslunarinnar, sem flestir þekkja einfaldlega sem Túlla, léttur í bragði. Tæmdu búðina til að rýmka til fyrir vindlum Það hefur líklega ekki farið fram hjá föstum viðskiptavinum Bjarkarinnar að búðin var farin að færa sig í túristalegri átt, með sölu á ýmsum túristavörum þó áfram væri þar tenging við tóbaksvörur. Í vor hætti hún síðan að bjóða upp á vindla. „Þetta er bara búin að vera smá pása síðan í vor, svona endurskipulagning á fyrirkomulagi búðarinnar. Þannig ég er búinn að vera tóbakslaus síðan í apríl eða maí. En sem betur fer tókst að snúa málinu þannig að það verður hægt að ganga að vindlum hjá okkur allavega út desember,“ segir Túlli Á meðan ekki var hægt að fá vindla í tóbaksversluninni var dyggum viðskiptavinum Bjarkarinnar beint að annarri verslun í Skútuvogi. Túlli vill ekki gefa upp hvaða breytingar séu í vændum á rekstrinum en lofar því að hægt verði að ganga að gömlu góðu Björkinni með sínum vindlum fram yfir hátíðirnar. Áfengi og tóbak Reykjavík Jól Verslun Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Hann vill ekki fara nákvæmlega út í hverjar þær breytingar verða en segir að þær verði kynntar snemma næsta árs. En þangað til verður Björkin áfram gamla góða vindlaverslunin. Búðin hefur verið tóm og var lokað í stutta stund í síðustu viku. Hún hefur nú opnað á ný og mun þar allt fyllast af vindlum á næstu dögum. Þetta skilti blasti við þeim sem ætluðu að kaupa sér vindla í Björkinni í lok vikunnar. vísir/vilhelm „Ég þurfti að tæma búðina af öllum vörunum til að rýmka um fyrir vindlunum nú í desember. Og það er bara gert til að viðhalda gömlu góðu þjónustunni. Þetta er gömul hefð sem fólk vill geta gengið að og ég ætla nú ekki að vera hataðasti maður jólanna,“ segir Jóhann Thulin Johansen eigandi verslunarinnar, sem flestir þekkja einfaldlega sem Túlla, léttur í bragði. Tæmdu búðina til að rýmka til fyrir vindlum Það hefur líklega ekki farið fram hjá föstum viðskiptavinum Bjarkarinnar að búðin var farin að færa sig í túristalegri átt, með sölu á ýmsum túristavörum þó áfram væri þar tenging við tóbaksvörur. Í vor hætti hún síðan að bjóða upp á vindla. „Þetta er bara búin að vera smá pása síðan í vor, svona endurskipulagning á fyrirkomulagi búðarinnar. Þannig ég er búinn að vera tóbakslaus síðan í apríl eða maí. En sem betur fer tókst að snúa málinu þannig að það verður hægt að ganga að vindlum hjá okkur allavega út desember,“ segir Túlli Á meðan ekki var hægt að fá vindla í tóbaksversluninni var dyggum viðskiptavinum Bjarkarinnar beint að annarri verslun í Skútuvogi. Túlli vill ekki gefa upp hvaða breytingar séu í vændum á rekstrinum en lofar því að hægt verði að ganga að gömlu góðu Björkinni með sínum vindlum fram yfir hátíðirnar.
Áfengi og tóbak Reykjavík Jól Verslun Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira