Vilja fá óháðan aðila til að taka út veitingu undanþága Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. desember 2021 10:14 Þetta er í annað sinn sem skýrslubeiðnin er lögð fram í þinginu. Þingmenn Pírata og Flokks fólksins hafa lagt fram beiðni um skýrslu frá innanríkisráðherra um undanþágur frá aldursákvæði hjúskaparlaga. Beiðnin varðar heimild til barna yngri en 18 ára til að ganga í hjónaband. Vísir greindi frá því í sumar að samkvæmt skýrslu dómsmálaráðuneytisins til allsherjar- og menntamálanefndar hefðu átján einstaklingar fengið heimild til að ganga í hjónaband þrátt fyrir að þeir hefðu ekki náð 18 ára aldri. Um var að ræða sautján stúlkur og einn dreng. Í tveimur tilvikum var um að ræða sautján ára stúlkur sem fengu undanþágu til að giftast 31 árs manni en tvær stúlkur voru aðeins 16 ára þegar þær giftust mönnum sem voru 18 ára og 23 ára. Tilefni skýrslusmíðanna var frumvarp Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, um bann við barnahjónaböndum en skýrslubeiðnin nú gengur út á að fá upplýsingar um það hvaða verklag var viðhaft í þeim tilvikum þegar undanþága var veitt, hvaða gagna var aflað og hvernig ráðuneytið „rannsóknarskyldu sína til að ganga úr skugga um að ekki væri um þvingun að ræða áður en hver beiðni um undanþágu var samþykkt“. Athygli vekur að í greinargerð með skýrslubeiðninni er þess óskað að óháður aðili vinni skýrsluna, þar sem niðurstöður úttektarinnar kunni að reynast gagnrýnar á framkvæmd ráðuneytisins. „Skýrslubeiðni þessari er ætlað að gera upp framkvæmd þessa undanþáguákvæðis á þeim tímapunkti þegar vonandi styttist í að það heyri sögunni til. Ef einhver misbrestur hefur verið á framkvæmdinni, sem leitt hefur til þess að brotið hafi verið á rétti einstaklinga sem njóta verndar barnasáttmálans, þá þurfa þær upplýsingar að rata í dagsljósið. Þar sem niðurstöður úttektarinnar geta reynst gagnrýnar á framkvæmd ráðuneytisins sjálfs er þess óskað að leitað verði út fyrir ráðuneytið til óháðs aðila við gerð skýrslunnar,“ segir í greinargerðinni. Réttindi barna Fjölskyldumál Alþingi Píratar Flokkur fólksins Tengdar fréttir Sautján ára stúlkum veitt undanþága til að giftast 31 árs mönnum Frá árinu 1998 hafa átján einstaklingar fengið undanþágu til að ganga í hjúskap þrátt fyrir að hafa ekki náð 18 ára aldri. Um er að ræða sautján stúlkur og einn dreng en mesta aldursbilið milli hjónaefna var fjórtán ár. 10. júní 2021 06:28 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Vísir greindi frá því í sumar að samkvæmt skýrslu dómsmálaráðuneytisins til allsherjar- og menntamálanefndar hefðu átján einstaklingar fengið heimild til að ganga í hjónaband þrátt fyrir að þeir hefðu ekki náð 18 ára aldri. Um var að ræða sautján stúlkur og einn dreng. Í tveimur tilvikum var um að ræða sautján ára stúlkur sem fengu undanþágu til að giftast 31 árs manni en tvær stúlkur voru aðeins 16 ára þegar þær giftust mönnum sem voru 18 ára og 23 ára. Tilefni skýrslusmíðanna var frumvarp Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, um bann við barnahjónaböndum en skýrslubeiðnin nú gengur út á að fá upplýsingar um það hvaða verklag var viðhaft í þeim tilvikum þegar undanþága var veitt, hvaða gagna var aflað og hvernig ráðuneytið „rannsóknarskyldu sína til að ganga úr skugga um að ekki væri um þvingun að ræða áður en hver beiðni um undanþágu var samþykkt“. Athygli vekur að í greinargerð með skýrslubeiðninni er þess óskað að óháður aðili vinni skýrsluna, þar sem niðurstöður úttektarinnar kunni að reynast gagnrýnar á framkvæmd ráðuneytisins. „Skýrslubeiðni þessari er ætlað að gera upp framkvæmd þessa undanþáguákvæðis á þeim tímapunkti þegar vonandi styttist í að það heyri sögunni til. Ef einhver misbrestur hefur verið á framkvæmdinni, sem leitt hefur til þess að brotið hafi verið á rétti einstaklinga sem njóta verndar barnasáttmálans, þá þurfa þær upplýsingar að rata í dagsljósið. Þar sem niðurstöður úttektarinnar geta reynst gagnrýnar á framkvæmd ráðuneytisins sjálfs er þess óskað að leitað verði út fyrir ráðuneytið til óháðs aðila við gerð skýrslunnar,“ segir í greinargerðinni.
Réttindi barna Fjölskyldumál Alþingi Píratar Flokkur fólksins Tengdar fréttir Sautján ára stúlkum veitt undanþága til að giftast 31 árs mönnum Frá árinu 1998 hafa átján einstaklingar fengið undanþágu til að ganga í hjúskap þrátt fyrir að hafa ekki náð 18 ára aldri. Um er að ræða sautján stúlkur og einn dreng en mesta aldursbilið milli hjónaefna var fjórtán ár. 10. júní 2021 06:28 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Sautján ára stúlkum veitt undanþága til að giftast 31 árs mönnum Frá árinu 1998 hafa átján einstaklingar fengið undanþágu til að ganga í hjúskap þrátt fyrir að hafa ekki náð 18 ára aldri. Um er að ræða sautján stúlkur og einn dreng en mesta aldursbilið milli hjónaefna var fjórtán ár. 10. júní 2021 06:28