Segir covid-kvíða hafa haft áhrif á frammistöðu Chelsea Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. desember 2021 16:15 Emma Hayes hefur stýrt Chelsea undanfarin níu ár með frábærum árangri. epa/JOHAN NILSSON Emma Hayes, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Chelsea, segir að áhyggjur leikmanna vegna kórónuveirufaraldursins hafi haft áhrif á frammistöðu þeirra í 4-0 tapinu fyrir Wolfsburg í Meistaradeild Evrópu í gær. Chelsea var á toppi riðilsins fyrir leikinn í gær en féll niður í 3. sætið vegna tapsins og komst ekki í átta liða úrslit. Á síðasta tímabili komst Chelsea í úrslit Meistaradeildarinnar. Í viðtali eftir leikinn í gær sagði Hayes að covid-kvíði hefði haft áhrif á frammistöðu Chelsea-liðsins. „Þetta verður eitt erfiðasta viðtal sem ég hef farið í eftir leik því ég býst ekki við að neinn skilji þetta,“ sagði Hayes. „Á síðasta ári fengum við tuttugu Covid-tilfelli, leikmenn voru einangraðir og gátu ekki farið heim og hitt fjölskyldur sínar. Þeir fá ekki þúsundir punda í vikulaun.“ Ann-Katrin Berger og Drew Spence gátu ekki tekið þátt í leiknum í gær eftir að þær greindust með veiruna. „Við vitum að þegar við lendum á morgun [í dag] munu fleiri greinast með veiruna. Hugurinn var á reiki. Við erum mannleg. Ég er ekki að búa til afsakanir fyrir leikmennina en ég get sagt þér að síðustu þrír dagar höfum við haft miklar áhyggjur af því að þurfa að spila þennan leik,“ sagði Hayes. „Þetta dreifir sér eins og eldur í sinu í svona liðsumhverfi. Ég er miður mín fyrir hönd leikmannnanna því við vitum öll að þessi frammistaða gefur ekki rétta mynd af mínu liði. Þetta er eins og deja vu. Við erum á sama stað og fyrir ári þegar slæm covid-bylgja skall á. Það átti stóran þátt í frammistöðu okkar í kvöld.“ Næsti leikur Chelsea er gegn Dagnýju Brynjarsdóttur og stöllum hennar í West Ham United í ensku ofurdeildinni á sunnudaginn. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Chelsea var á toppi riðilsins fyrir leikinn í gær en féll niður í 3. sætið vegna tapsins og komst ekki í átta liða úrslit. Á síðasta tímabili komst Chelsea í úrslit Meistaradeildarinnar. Í viðtali eftir leikinn í gær sagði Hayes að covid-kvíði hefði haft áhrif á frammistöðu Chelsea-liðsins. „Þetta verður eitt erfiðasta viðtal sem ég hef farið í eftir leik því ég býst ekki við að neinn skilji þetta,“ sagði Hayes. „Á síðasta ári fengum við tuttugu Covid-tilfelli, leikmenn voru einangraðir og gátu ekki farið heim og hitt fjölskyldur sínar. Þeir fá ekki þúsundir punda í vikulaun.“ Ann-Katrin Berger og Drew Spence gátu ekki tekið þátt í leiknum í gær eftir að þær greindust með veiruna. „Við vitum að þegar við lendum á morgun [í dag] munu fleiri greinast með veiruna. Hugurinn var á reiki. Við erum mannleg. Ég er ekki að búa til afsakanir fyrir leikmennina en ég get sagt þér að síðustu þrír dagar höfum við haft miklar áhyggjur af því að þurfa að spila þennan leik,“ sagði Hayes. „Þetta dreifir sér eins og eldur í sinu í svona liðsumhverfi. Ég er miður mín fyrir hönd leikmannnanna því við vitum öll að þessi frammistaða gefur ekki rétta mynd af mínu liði. Þetta er eins og deja vu. Við erum á sama stað og fyrir ári þegar slæm covid-bylgja skall á. Það átti stóran þátt í frammistöðu okkar í kvöld.“ Næsti leikur Chelsea er gegn Dagnýju Brynjarsdóttur og stöllum hennar í West Ham United í ensku ofurdeildinni á sunnudaginn.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti