Segir covid-kvíða hafa haft áhrif á frammistöðu Chelsea Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. desember 2021 16:15 Emma Hayes hefur stýrt Chelsea undanfarin níu ár með frábærum árangri. epa/JOHAN NILSSON Emma Hayes, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Chelsea, segir að áhyggjur leikmanna vegna kórónuveirufaraldursins hafi haft áhrif á frammistöðu þeirra í 4-0 tapinu fyrir Wolfsburg í Meistaradeild Evrópu í gær. Chelsea var á toppi riðilsins fyrir leikinn í gær en féll niður í 3. sætið vegna tapsins og komst ekki í átta liða úrslit. Á síðasta tímabili komst Chelsea í úrslit Meistaradeildarinnar. Í viðtali eftir leikinn í gær sagði Hayes að covid-kvíði hefði haft áhrif á frammistöðu Chelsea-liðsins. „Þetta verður eitt erfiðasta viðtal sem ég hef farið í eftir leik því ég býst ekki við að neinn skilji þetta,“ sagði Hayes. „Á síðasta ári fengum við tuttugu Covid-tilfelli, leikmenn voru einangraðir og gátu ekki farið heim og hitt fjölskyldur sínar. Þeir fá ekki þúsundir punda í vikulaun.“ Ann-Katrin Berger og Drew Spence gátu ekki tekið þátt í leiknum í gær eftir að þær greindust með veiruna. „Við vitum að þegar við lendum á morgun [í dag] munu fleiri greinast með veiruna. Hugurinn var á reiki. Við erum mannleg. Ég er ekki að búa til afsakanir fyrir leikmennina en ég get sagt þér að síðustu þrír dagar höfum við haft miklar áhyggjur af því að þurfa að spila þennan leik,“ sagði Hayes. „Þetta dreifir sér eins og eldur í sinu í svona liðsumhverfi. Ég er miður mín fyrir hönd leikmannnanna því við vitum öll að þessi frammistaða gefur ekki rétta mynd af mínu liði. Þetta er eins og deja vu. Við erum á sama stað og fyrir ári þegar slæm covid-bylgja skall á. Það átti stóran þátt í frammistöðu okkar í kvöld.“ Næsti leikur Chelsea er gegn Dagnýju Brynjarsdóttur og stöllum hennar í West Ham United í ensku ofurdeildinni á sunnudaginn. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Handbolti Ráðinn fimmtán tímum eftir að Freyr var rekinn Fótbolti Trinity Rodman: „Hann er kannski blóðpabbi minn en ekkert annað“ Fótbolti Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Enski boltinn Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Nauðsynlegt og löngu tímabært Íslenski boltinn „Við erum betri með Rashford“ Enski boltinn Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Fótbolti „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Handbolti Fleiri fréttir Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Ekkert lið fengið færri stig en City Nunes valinn maður leiksins hjá BBC Keane segir Rashford að fara: „Lítur ekki vel út“ Úlfarnir búnir að finna manninn sem á að bjarga þeim Sendi Walker pillu: „Óskarinn fer til ...“ Segja að Alexander-Arnold hafi hafnað þremur tilboðum frá Liverpool Þórir vildi Haaland í handboltann „Ég er ekki að standa mig vel“ Sparkað eftir skelfilegt gengi Dýrlingunum slátrað á leikvangi heilagrar Maríu Minnka forskot Liverpool í tvö stig Jólin verða rauð í Manchesterborg Sarr sá um fyrsta tap Brighton á heimavelli Úlfastjórinn rekinn Segist ekkert hafa rætt við Man. City Sjá meira
Chelsea var á toppi riðilsins fyrir leikinn í gær en féll niður í 3. sætið vegna tapsins og komst ekki í átta liða úrslit. Á síðasta tímabili komst Chelsea í úrslit Meistaradeildarinnar. Í viðtali eftir leikinn í gær sagði Hayes að covid-kvíði hefði haft áhrif á frammistöðu Chelsea-liðsins. „Þetta verður eitt erfiðasta viðtal sem ég hef farið í eftir leik því ég býst ekki við að neinn skilji þetta,“ sagði Hayes. „Á síðasta ári fengum við tuttugu Covid-tilfelli, leikmenn voru einangraðir og gátu ekki farið heim og hitt fjölskyldur sínar. Þeir fá ekki þúsundir punda í vikulaun.“ Ann-Katrin Berger og Drew Spence gátu ekki tekið þátt í leiknum í gær eftir að þær greindust með veiruna. „Við vitum að þegar við lendum á morgun [í dag] munu fleiri greinast með veiruna. Hugurinn var á reiki. Við erum mannleg. Ég er ekki að búa til afsakanir fyrir leikmennina en ég get sagt þér að síðustu þrír dagar höfum við haft miklar áhyggjur af því að þurfa að spila þennan leik,“ sagði Hayes. „Þetta dreifir sér eins og eldur í sinu í svona liðsumhverfi. Ég er miður mín fyrir hönd leikmannnanna því við vitum öll að þessi frammistaða gefur ekki rétta mynd af mínu liði. Þetta er eins og deja vu. Við erum á sama stað og fyrir ári þegar slæm covid-bylgja skall á. Það átti stóran þátt í frammistöðu okkar í kvöld.“ Næsti leikur Chelsea er gegn Dagnýju Brynjarsdóttur og stöllum hennar í West Ham United í ensku ofurdeildinni á sunnudaginn.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Handbolti Ráðinn fimmtán tímum eftir að Freyr var rekinn Fótbolti Trinity Rodman: „Hann er kannski blóðpabbi minn en ekkert annað“ Fótbolti Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Enski boltinn Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Nauðsynlegt og löngu tímabært Íslenski boltinn „Við erum betri með Rashford“ Enski boltinn Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Fótbolti „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Handbolti Fleiri fréttir Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Ekkert lið fengið færri stig en City Nunes valinn maður leiksins hjá BBC Keane segir Rashford að fara: „Lítur ekki vel út“ Úlfarnir búnir að finna manninn sem á að bjarga þeim Sendi Walker pillu: „Óskarinn fer til ...“ Segja að Alexander-Arnold hafi hafnað þremur tilboðum frá Liverpool Þórir vildi Haaland í handboltann „Ég er ekki að standa mig vel“ Sparkað eftir skelfilegt gengi Dýrlingunum slátrað á leikvangi heilagrar Maríu Minnka forskot Liverpool í tvö stig Jólin verða rauð í Manchesterborg Sarr sá um fyrsta tap Brighton á heimavelli Úlfastjórinn rekinn Segist ekkert hafa rætt við Man. City Sjá meira