Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Fram 28-27 | Selfyssingar sluppu með skrekkinn Andri Már Eggertsson skrifar 16. desember 2021 22:07 vísir/Elín Björg Selfyssingar unnu nauman eins marks sigur er liðið tók á móti Fram í Olís-deild karla í kvöld. Lokatölur urðu 28-27. Selfyssingar hafa aðeins tapað einum af síðustu átta leikjum. Fram tók fyrsta frumkvæði leiksins og gerði fyrstu fjögur mörkin. Selfyssingar voru í vandræðum til að byrja með að finna takt sóknarlega. Fyrsta mark heimamanna kom eftir átta mínútur og eftir það var allt annað að sjá liðið. Heimamenn skoruðu fimm mörk í röð og voru marki yfir þegar fimmtán mínútur voru liðnar af leiknum. Eftir góða byrjun var Fram í miklum vandræðum á báðum endum vallarins. Selfoss gekk á lagið og skoraði 15 mörk á 22 mínútum á meðan Fram skoraði aðeins 7 mörk. Markahæsti leikmaður deildarinnar, Vilhelm Poulsen, náði sér aldrei á strik í fyrri hálfleik og skoraði aðeins eitt mark sem var úr víti. Vilhelm fann sig betur í seinni hálfleik og endaði á að skora fjögur mörk. Eftir brösótta byrjun var Selfoss fjórum mörkum yfir í hálfleik 15-11. Eftir að Selfoss komst fimm mörkum yfir strax í upphafi síðari hálfleiks minnkaði Fram muninn í eitt mark 18-17. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, tók leikhlé og þá fékk Hergeir Grímsson sína þriðju tveggja mínútna brottvísun og þar með var hans leik lokið. Fram jafnaði leikinn 21-21 og voru síðustu tíu mínútur leiksins æsispennandi. Gestirnir voru sjálfum sér verstir undir lok leiks. Þegar tæplega mínúta var eftir og Fram marki undir reyndi Breki Dagsson sendingu fram völlinn sem átti aldrei að eiga rétt á sér þar sem flest allir Selfyssingar höfðu skilað sér til baka. Einar Sverrisson klikkaði síðan á víti en gestirnir voru ekki vakandi fyrir frákasti og þar við sat. Selfyssingar höfðu betur að lokum 28-27 og hafa safnað fimmtán stigum í pokann fyrir áramót. Af hverju vann Selfoss? Það er óhætt að segja að lukkan hafi verið með Selfossi í liði á lokasprettinum. Í fyrri hálfleik hélt vörn og markvarsla í hendur hjá Selfossi. Fram skoraði aðeins ellefu mörk í fyrri hálfleik sem var fimm mörkum minna heldur en Fram gerði í seinni hálfleik. Hverjir stóðu upp úr? Guðmundur Hólmar Helgason skoraði níu mörk og sýndi mikla leiðtogahæfni undir lok leiks. Guðmundur skoraði eða lagði upp fimm af síðustu sex mörkum heimamanna. Magnús Gunnar Erlendsson, markmaður Fram, kom inn á í seinni hálfleik og hélt Fram inni í leiknum á tímabili. Magnús varði ellefu skot og endaði í 48 prósent markvörslu. Hvað gekk illa? Framarar voru klaufar þegar leikurinn var í járnum og allt var undir. Breki Dagsson kastaði boltanum klaufalega frá sér og það vantaði klókindi til að taka frákast þegar Magnús Gunnar varði víti þegar leikurinn var í þann mund að klárast. Hvað gerist næst? Nú tekur við langt jólafrí og eiga liðin næst leik í febrúar. Fram mætir Val 2. febrúar klukkan 19:30 í Safamýrinni. Sunnudaginn 6. febrúar fer Selfoss í Mosfellsbæ og mætir Aftureldingu klukkan 16:30. Einar: Fannst við gera nóg til að eiga sigurinn skilið Einar Jónsson var svekktur með úrslit kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Einar Jónsson, þjálfari Fram, var afar svekktur með tap kvöldsins. „Ég er ánægður með liðið mitt. Við ætluðum að sýna karakter sem við gerðum. Þetta var brekka í hálfleik en við gerðum vel í seinni hálfleik, Magnús Gunnar kom vel inn í markið og við hörkuðum inn mörkum á tímabili.“ Fram var fimm mörkum undir í byrjun síðari hálfleiks en sýndi karakter líkt og Einar óskaði eftir. „Við fórum illa með góð færi í byrjun seinni hálfleiks og þá hélt ég að þetta yrði sagan endalausa en okkur tókst að komast yfir sem ég er ánægður með. Mér fannst við gera mjög mikið til að taka tvö stig en Selfoss átti skilið að vinna,“ sagði Einar Jónsson að lokum. Olís-deild karla UMF Selfoss Fram
Selfyssingar unnu nauman eins marks sigur er liðið tók á móti Fram í Olís-deild karla í kvöld. Lokatölur urðu 28-27. Selfyssingar hafa aðeins tapað einum af síðustu átta leikjum. Fram tók fyrsta frumkvæði leiksins og gerði fyrstu fjögur mörkin. Selfyssingar voru í vandræðum til að byrja með að finna takt sóknarlega. Fyrsta mark heimamanna kom eftir átta mínútur og eftir það var allt annað að sjá liðið. Heimamenn skoruðu fimm mörk í röð og voru marki yfir þegar fimmtán mínútur voru liðnar af leiknum. Eftir góða byrjun var Fram í miklum vandræðum á báðum endum vallarins. Selfoss gekk á lagið og skoraði 15 mörk á 22 mínútum á meðan Fram skoraði aðeins 7 mörk. Markahæsti leikmaður deildarinnar, Vilhelm Poulsen, náði sér aldrei á strik í fyrri hálfleik og skoraði aðeins eitt mark sem var úr víti. Vilhelm fann sig betur í seinni hálfleik og endaði á að skora fjögur mörk. Eftir brösótta byrjun var Selfoss fjórum mörkum yfir í hálfleik 15-11. Eftir að Selfoss komst fimm mörkum yfir strax í upphafi síðari hálfleiks minnkaði Fram muninn í eitt mark 18-17. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, tók leikhlé og þá fékk Hergeir Grímsson sína þriðju tveggja mínútna brottvísun og þar með var hans leik lokið. Fram jafnaði leikinn 21-21 og voru síðustu tíu mínútur leiksins æsispennandi. Gestirnir voru sjálfum sér verstir undir lok leiks. Þegar tæplega mínúta var eftir og Fram marki undir reyndi Breki Dagsson sendingu fram völlinn sem átti aldrei að eiga rétt á sér þar sem flest allir Selfyssingar höfðu skilað sér til baka. Einar Sverrisson klikkaði síðan á víti en gestirnir voru ekki vakandi fyrir frákasti og þar við sat. Selfyssingar höfðu betur að lokum 28-27 og hafa safnað fimmtán stigum í pokann fyrir áramót. Af hverju vann Selfoss? Það er óhætt að segja að lukkan hafi verið með Selfossi í liði á lokasprettinum. Í fyrri hálfleik hélt vörn og markvarsla í hendur hjá Selfossi. Fram skoraði aðeins ellefu mörk í fyrri hálfleik sem var fimm mörkum minna heldur en Fram gerði í seinni hálfleik. Hverjir stóðu upp úr? Guðmundur Hólmar Helgason skoraði níu mörk og sýndi mikla leiðtogahæfni undir lok leiks. Guðmundur skoraði eða lagði upp fimm af síðustu sex mörkum heimamanna. Magnús Gunnar Erlendsson, markmaður Fram, kom inn á í seinni hálfleik og hélt Fram inni í leiknum á tímabili. Magnús varði ellefu skot og endaði í 48 prósent markvörslu. Hvað gekk illa? Framarar voru klaufar þegar leikurinn var í járnum og allt var undir. Breki Dagsson kastaði boltanum klaufalega frá sér og það vantaði klókindi til að taka frákast þegar Magnús Gunnar varði víti þegar leikurinn var í þann mund að klárast. Hvað gerist næst? Nú tekur við langt jólafrí og eiga liðin næst leik í febrúar. Fram mætir Val 2. febrúar klukkan 19:30 í Safamýrinni. Sunnudaginn 6. febrúar fer Selfoss í Mosfellsbæ og mætir Aftureldingu klukkan 16:30. Einar: Fannst við gera nóg til að eiga sigurinn skilið Einar Jónsson var svekktur með úrslit kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Einar Jónsson, þjálfari Fram, var afar svekktur með tap kvöldsins. „Ég er ánægður með liðið mitt. Við ætluðum að sýna karakter sem við gerðum. Þetta var brekka í hálfleik en við gerðum vel í seinni hálfleik, Magnús Gunnar kom vel inn í markið og við hörkuðum inn mörkum á tímabili.“ Fram var fimm mörkum undir í byrjun síðari hálfleiks en sýndi karakter líkt og Einar óskaði eftir. „Við fórum illa með góð færi í byrjun seinni hálfleiks og þá hélt ég að þetta yrði sagan endalausa en okkur tókst að komast yfir sem ég er ánægður með. Mér fannst við gera mjög mikið til að taka tvö stig en Selfoss átti skilið að vinna,“ sagði Einar Jónsson að lokum.