Hverfið við stokkinn verði gjörbreytt eftir fimm ár Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. desember 2021 15:30 Ævar Harðarson er deildarstjóri hverfisskipulags Reykjavíkur. Vísir/Egill Deildarstjóri hverfisskipulags Reykjavíkur telur að ásýnd Hlíðahverfis við fyrsta áfanga Miklubrautarstokks verði gjörbreytt eftir fimm ár. Þá hefur hann ekki áhyggjur af hljóðvist í nýbyggingum þétt upp við gatnamót Háaleitisbrautar, þangað sem stokkurinn nær ekki. Fyrsti áfangi Miklubrautarstokksins mun ná frá Snorrabraut að gatnamótum Miklubrautar við Rauðarárstíg. Þegar stokkurinn er tilbúinn mun draga mjög úr umferðarhávaðanum sem einkennir þetta svæði og borgarlínan líða hjá í mikilli friðsæld. Ofanjarðar er gert ráð fyrir allsherjarborgargötu með hjólastígum og grænni ásýnd. Hér fyrir neðan má til dæmis sjá hugmynd frá Jakobi Jakobssyni arkítekt að útfærslu á yfirbyggingu gatnamóta Snorrabrautar og Miklubrautar. Norðurmýrin er á vinstri hönd en lituðu byggingarnar fyrir miðju, sem yrðu bæði atvinnu- og íbúðarhúsnæði, eru ekki til - enn þá, að minnsta kosti. Nú er kallað eftir umsögnum íbúa um tillögur en framkvæmdir haldast í hendur við nýbyggingu Landspítala. „Undirbúningur er rétt að hefjast. Það er verið að skoða þessar hugmyndir og tillögur sem eru kynntar á vefnum okkar. Og ég held að þetta umhverfi verði gjörbreytt eftir fimm ár,“ segir Ævar Harðarson, deildarstjóri hverfisskipulags Reykjavíkurborgar. „Ég held þetta verði einhverjar mestu breytingar í borginni fyrir þau hverfi sem liggja að Miklubrautinni.“ Þá eru uppi hugmyndir um að reisa nýbyggingar þétt upp við Miklubraut og Háaleitisbraut. Þær eru táknaðar með lit á þessari mynd en hvítu byggingarnar eru húsin sem fyrir eru á svæðinu. Ævar hefur ekki áhyggjur af hljóðmengun svo þétt upp við Miklubrautina - en ekki er áætlað að stokkurinn nái þangað. „Besta hljóðvörn sem hægt er að fá, það er í nýbyggingum sem er þá hægt að hanna þannig að þær séu með góðar hljóðvarnir. Þetta er verið að gera annars staðar, það er verið að breyta svona veghelgunarsvæðum inni í Helsinki til dæmis í breiðstræti,“ segir Ævar. Skipulag Reykjavík Umferð Borgarlína Tengdar fréttir Miklatorg nýtt hjarta Hlíðanna í tillögum um Miklubraut í stokk Fimm tillögur að uppbyggingu á og við Miklubrautarstokk voru kynntar á opnum fundi Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í gær. Tillögurnar fela allar í sér mikla uppbyggingu byggðar á og við stokkana. 16. júní 2021 16:50 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Fyrsti áfangi Miklubrautarstokksins mun ná frá Snorrabraut að gatnamótum Miklubrautar við Rauðarárstíg. Þegar stokkurinn er tilbúinn mun draga mjög úr umferðarhávaðanum sem einkennir þetta svæði og borgarlínan líða hjá í mikilli friðsæld. Ofanjarðar er gert ráð fyrir allsherjarborgargötu með hjólastígum og grænni ásýnd. Hér fyrir neðan má til dæmis sjá hugmynd frá Jakobi Jakobssyni arkítekt að útfærslu á yfirbyggingu gatnamóta Snorrabrautar og Miklubrautar. Norðurmýrin er á vinstri hönd en lituðu byggingarnar fyrir miðju, sem yrðu bæði atvinnu- og íbúðarhúsnæði, eru ekki til - enn þá, að minnsta kosti. Nú er kallað eftir umsögnum íbúa um tillögur en framkvæmdir haldast í hendur við nýbyggingu Landspítala. „Undirbúningur er rétt að hefjast. Það er verið að skoða þessar hugmyndir og tillögur sem eru kynntar á vefnum okkar. Og ég held að þetta umhverfi verði gjörbreytt eftir fimm ár,“ segir Ævar Harðarson, deildarstjóri hverfisskipulags Reykjavíkurborgar. „Ég held þetta verði einhverjar mestu breytingar í borginni fyrir þau hverfi sem liggja að Miklubrautinni.“ Þá eru uppi hugmyndir um að reisa nýbyggingar þétt upp við Miklubraut og Háaleitisbraut. Þær eru táknaðar með lit á þessari mynd en hvítu byggingarnar eru húsin sem fyrir eru á svæðinu. Ævar hefur ekki áhyggjur af hljóðmengun svo þétt upp við Miklubrautina - en ekki er áætlað að stokkurinn nái þangað. „Besta hljóðvörn sem hægt er að fá, það er í nýbyggingum sem er þá hægt að hanna þannig að þær séu með góðar hljóðvarnir. Þetta er verið að gera annars staðar, það er verið að breyta svona veghelgunarsvæðum inni í Helsinki til dæmis í breiðstræti,“ segir Ævar.
Skipulag Reykjavík Umferð Borgarlína Tengdar fréttir Miklatorg nýtt hjarta Hlíðanna í tillögum um Miklubraut í stokk Fimm tillögur að uppbyggingu á og við Miklubrautarstokk voru kynntar á opnum fundi Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í gær. Tillögurnar fela allar í sér mikla uppbyggingu byggðar á og við stokkana. 16. júní 2021 16:50 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Miklatorg nýtt hjarta Hlíðanna í tillögum um Miklubraut í stokk Fimm tillögur að uppbyggingu á og við Miklubrautarstokk voru kynntar á opnum fundi Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í gær. Tillögurnar fela allar í sér mikla uppbyggingu byggðar á og við stokkana. 16. júní 2021 16:50