Vilja staðfestingu á að friðlýsingin hafi ekki áhrif út fyrir landamörk Dranga Atli Ísleifsson skrifar 15. desember 2021 10:39 Pétur Guðmundsson, bóndi í Ófeigsfirði, á göngubrúnni yfir Hvalá. Vísir/Egill Eigendur Ófeigsfjarðar, jarðar í Árneshreppi, hafa óskað eftir staðfestingu á að nýleg friðlýsing Dranga hafi engin áhrif út fyrir landamörk Dranga. Þetta kemur fram í bréfi sem sent var til Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfisráðherra, Birgis Ármannssonar, forseta Alþingis og þingmanna Norðvesturkjördæmis, en það er Bæjarins besta sem greinir frá málinu. Í bréfinu er þeirri kröfu beint til ráðherra, Umhverfisstofnunar og forsvarsmanna Dranga að þeir staðfesti að friðlýsing Dranga hafi engin áhrif út fyrir landamörk Dranga eða að opinber yfirlýsing komi frá Alþingi um að áhrifasvæði friðlýsingar nái aðeins til „óumdeildra landamerkja“ Dranga. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fyrrverandi umhverfisráðherra, skrifaði undir friðlýsingu jarðarinnar Dranga á síðasta degi sínum í embættinu, en undirbúningur hafði þá staðið yfir í nokkur ár. Með friðlýsingunni mætti ekki reisa ný mannvirki í fimm kílómetra radíus frá Drangajörðinni. Sjá má á kortinu hve langt það nær, um það bil, en það gæti haft áhrif á svæði þar sem virkjanaframkvæmdir eru fyrirhugaðar.Vísir/Hjalti „Frekleg aðför“ Það er Pétur Guðmundsson sem ritar undir bréfið fyrir hönd eigenda jarðarinnar Ófeigsfjarðar. Þar segir að eins og friðlýsingin beri með sér að áhrifasvæði friðlýsingarinnar nái yfir nær alla Skjaldabjarnarvík, Drangavík, Engjanes og talsvert inn á jörð Ófeigsfjarðar. „Þetta er frekleg aðför að einkaeignarrétti þeirra sem eiga jarðir sem þessi friðun hefur áhrif á,“ segir í bréfinu. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá í febrúar 2019 þar sem rétt er við Pétur um deilurnar um friðlýsingu og mögulega Hvalárvirkjun. Lögum var breytt á síðasta ári á þann veg að hægt væri að friðlýsa svæði sem uppfylli öll skilyrði sem óbyggt víðerni þótt mannvirki séu til staðar í innan við fimm kílómetra fjarlægð að jafnaði frá mörkum svæðisins. Í svari Evu B. Sólan Hannesdóttur, lögfræðings Umhverfisstofnunar og formanns starfshóps um friðlýsingu Dranga, kemur ekki fram hvort athugað hafi verið hvort hugmyndir um Hvalárvirkjun myndi að einhverju leyti vera innan fjarlægðamarka friðlýsta svæðisins að Dröngum. Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Alþingi Tengdar fréttir Gagnrýni á friðlýsingu Dranga „stormur í vatnsglasi“ Fyrrverandi umhverfisráðherra segir ekkert óeðlilegt við að hans síðasta embættisverk hafi verið að skrifa undir friðlýsingu jarðarinnar Dranga á Ströndum. Málið hafi komið inn á borð umhverfisráðuneytisins í upphafi kjörtímabils og hann hafi viljað klára það fyrir lok þess. 9. desember 2021 12:47 Segir Bergþór hafa þurft að vinna heimavinnuna sína um friðlýsingu Dranga Varaformaður í stjórn einkahlutafélagsins Fornasels, sem á jörðina Dranga á Ströndum, segir stjórnarandstöðuna úti á túni í gagnrýni hennar á friðlýsingu jarðarinnar. Landeigendur hafi sjálfir sóst eftir friðlýsingunni og langt í frá að umhverfisráðherra hafi undirritað friðlýsinguna í lok embættistíðar sinnar í pólitískum tilgangi. 8. desember 2021 13:07 Segir gagnrýnina beinast að áhrifum friðlýsingarinnar á nærliggjandi svæði Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir staðhæfingar eigenda jarðarinnar Dranga á Ströndum um að friðlýsing jarðarinnar hafi engin áhrif á Hvalárvirkjun rangar. Þá hafi það aldrei komið til umræðu að brjóta á eignarrétti eigendanna eða að taka jörðina eignarnámi. 8. desember 2021 15:34 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Þetta kemur fram í bréfi sem sent var til Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfisráðherra, Birgis Ármannssonar, forseta Alþingis og þingmanna Norðvesturkjördæmis, en það er Bæjarins besta sem greinir frá málinu. Í bréfinu er þeirri kröfu beint til ráðherra, Umhverfisstofnunar og forsvarsmanna Dranga að þeir staðfesti að friðlýsing Dranga hafi engin áhrif út fyrir landamörk Dranga eða að opinber yfirlýsing komi frá Alþingi um að áhrifasvæði friðlýsingar nái aðeins til „óumdeildra landamerkja“ Dranga. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fyrrverandi umhverfisráðherra, skrifaði undir friðlýsingu jarðarinnar Dranga á síðasta degi sínum í embættinu, en undirbúningur hafði þá staðið yfir í nokkur ár. Með friðlýsingunni mætti ekki reisa ný mannvirki í fimm kílómetra radíus frá Drangajörðinni. Sjá má á kortinu hve langt það nær, um það bil, en það gæti haft áhrif á svæði þar sem virkjanaframkvæmdir eru fyrirhugaðar.Vísir/Hjalti „Frekleg aðför“ Það er Pétur Guðmundsson sem ritar undir bréfið fyrir hönd eigenda jarðarinnar Ófeigsfjarðar. Þar segir að eins og friðlýsingin beri með sér að áhrifasvæði friðlýsingarinnar nái yfir nær alla Skjaldabjarnarvík, Drangavík, Engjanes og talsvert inn á jörð Ófeigsfjarðar. „Þetta er frekleg aðför að einkaeignarrétti þeirra sem eiga jarðir sem þessi friðun hefur áhrif á,“ segir í bréfinu. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá í febrúar 2019 þar sem rétt er við Pétur um deilurnar um friðlýsingu og mögulega Hvalárvirkjun. Lögum var breytt á síðasta ári á þann veg að hægt væri að friðlýsa svæði sem uppfylli öll skilyrði sem óbyggt víðerni þótt mannvirki séu til staðar í innan við fimm kílómetra fjarlægð að jafnaði frá mörkum svæðisins. Í svari Evu B. Sólan Hannesdóttur, lögfræðings Umhverfisstofnunar og formanns starfshóps um friðlýsingu Dranga, kemur ekki fram hvort athugað hafi verið hvort hugmyndir um Hvalárvirkjun myndi að einhverju leyti vera innan fjarlægðamarka friðlýsta svæðisins að Dröngum.
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Alþingi Tengdar fréttir Gagnrýni á friðlýsingu Dranga „stormur í vatnsglasi“ Fyrrverandi umhverfisráðherra segir ekkert óeðlilegt við að hans síðasta embættisverk hafi verið að skrifa undir friðlýsingu jarðarinnar Dranga á Ströndum. Málið hafi komið inn á borð umhverfisráðuneytisins í upphafi kjörtímabils og hann hafi viljað klára það fyrir lok þess. 9. desember 2021 12:47 Segir Bergþór hafa þurft að vinna heimavinnuna sína um friðlýsingu Dranga Varaformaður í stjórn einkahlutafélagsins Fornasels, sem á jörðina Dranga á Ströndum, segir stjórnarandstöðuna úti á túni í gagnrýni hennar á friðlýsingu jarðarinnar. Landeigendur hafi sjálfir sóst eftir friðlýsingunni og langt í frá að umhverfisráðherra hafi undirritað friðlýsinguna í lok embættistíðar sinnar í pólitískum tilgangi. 8. desember 2021 13:07 Segir gagnrýnina beinast að áhrifum friðlýsingarinnar á nærliggjandi svæði Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir staðhæfingar eigenda jarðarinnar Dranga á Ströndum um að friðlýsing jarðarinnar hafi engin áhrif á Hvalárvirkjun rangar. Þá hafi það aldrei komið til umræðu að brjóta á eignarrétti eigendanna eða að taka jörðina eignarnámi. 8. desember 2021 15:34 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Gagnrýni á friðlýsingu Dranga „stormur í vatnsglasi“ Fyrrverandi umhverfisráðherra segir ekkert óeðlilegt við að hans síðasta embættisverk hafi verið að skrifa undir friðlýsingu jarðarinnar Dranga á Ströndum. Málið hafi komið inn á borð umhverfisráðuneytisins í upphafi kjörtímabils og hann hafi viljað klára það fyrir lok þess. 9. desember 2021 12:47
Segir Bergþór hafa þurft að vinna heimavinnuna sína um friðlýsingu Dranga Varaformaður í stjórn einkahlutafélagsins Fornasels, sem á jörðina Dranga á Ströndum, segir stjórnarandstöðuna úti á túni í gagnrýni hennar á friðlýsingu jarðarinnar. Landeigendur hafi sjálfir sóst eftir friðlýsingunni og langt í frá að umhverfisráðherra hafi undirritað friðlýsinguna í lok embættistíðar sinnar í pólitískum tilgangi. 8. desember 2021 13:07
Segir gagnrýnina beinast að áhrifum friðlýsingarinnar á nærliggjandi svæði Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir staðhæfingar eigenda jarðarinnar Dranga á Ströndum um að friðlýsing jarðarinnar hafi engin áhrif á Hvalárvirkjun rangar. Þá hafi það aldrei komið til umræðu að brjóta á eignarrétti eigendanna eða að taka jörðina eignarnámi. 8. desember 2021 15:34