Vilja staðfestingu á að friðlýsingin hafi ekki áhrif út fyrir landamörk Dranga Atli Ísleifsson skrifar 15. desember 2021 10:39 Pétur Guðmundsson, bóndi í Ófeigsfirði, á göngubrúnni yfir Hvalá. Vísir/Egill Eigendur Ófeigsfjarðar, jarðar í Árneshreppi, hafa óskað eftir staðfestingu á að nýleg friðlýsing Dranga hafi engin áhrif út fyrir landamörk Dranga. Þetta kemur fram í bréfi sem sent var til Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfisráðherra, Birgis Ármannssonar, forseta Alþingis og þingmanna Norðvesturkjördæmis, en það er Bæjarins besta sem greinir frá málinu. Í bréfinu er þeirri kröfu beint til ráðherra, Umhverfisstofnunar og forsvarsmanna Dranga að þeir staðfesti að friðlýsing Dranga hafi engin áhrif út fyrir landamörk Dranga eða að opinber yfirlýsing komi frá Alþingi um að áhrifasvæði friðlýsingar nái aðeins til „óumdeildra landamerkja“ Dranga. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fyrrverandi umhverfisráðherra, skrifaði undir friðlýsingu jarðarinnar Dranga á síðasta degi sínum í embættinu, en undirbúningur hafði þá staðið yfir í nokkur ár. Með friðlýsingunni mætti ekki reisa ný mannvirki í fimm kílómetra radíus frá Drangajörðinni. Sjá má á kortinu hve langt það nær, um það bil, en það gæti haft áhrif á svæði þar sem virkjanaframkvæmdir eru fyrirhugaðar.Vísir/Hjalti „Frekleg aðför“ Það er Pétur Guðmundsson sem ritar undir bréfið fyrir hönd eigenda jarðarinnar Ófeigsfjarðar. Þar segir að eins og friðlýsingin beri með sér að áhrifasvæði friðlýsingarinnar nái yfir nær alla Skjaldabjarnarvík, Drangavík, Engjanes og talsvert inn á jörð Ófeigsfjarðar. „Þetta er frekleg aðför að einkaeignarrétti þeirra sem eiga jarðir sem þessi friðun hefur áhrif á,“ segir í bréfinu. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá í febrúar 2019 þar sem rétt er við Pétur um deilurnar um friðlýsingu og mögulega Hvalárvirkjun. Lögum var breytt á síðasta ári á þann veg að hægt væri að friðlýsa svæði sem uppfylli öll skilyrði sem óbyggt víðerni þótt mannvirki séu til staðar í innan við fimm kílómetra fjarlægð að jafnaði frá mörkum svæðisins. Í svari Evu B. Sólan Hannesdóttur, lögfræðings Umhverfisstofnunar og formanns starfshóps um friðlýsingu Dranga, kemur ekki fram hvort athugað hafi verið hvort hugmyndir um Hvalárvirkjun myndi að einhverju leyti vera innan fjarlægðamarka friðlýsta svæðisins að Dröngum. Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Alþingi Tengdar fréttir Gagnrýni á friðlýsingu Dranga „stormur í vatnsglasi“ Fyrrverandi umhverfisráðherra segir ekkert óeðlilegt við að hans síðasta embættisverk hafi verið að skrifa undir friðlýsingu jarðarinnar Dranga á Ströndum. Málið hafi komið inn á borð umhverfisráðuneytisins í upphafi kjörtímabils og hann hafi viljað klára það fyrir lok þess. 9. desember 2021 12:47 Segir Bergþór hafa þurft að vinna heimavinnuna sína um friðlýsingu Dranga Varaformaður í stjórn einkahlutafélagsins Fornasels, sem á jörðina Dranga á Ströndum, segir stjórnarandstöðuna úti á túni í gagnrýni hennar á friðlýsingu jarðarinnar. Landeigendur hafi sjálfir sóst eftir friðlýsingunni og langt í frá að umhverfisráðherra hafi undirritað friðlýsinguna í lok embættistíðar sinnar í pólitískum tilgangi. 8. desember 2021 13:07 Segir gagnrýnina beinast að áhrifum friðlýsingarinnar á nærliggjandi svæði Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir staðhæfingar eigenda jarðarinnar Dranga á Ströndum um að friðlýsing jarðarinnar hafi engin áhrif á Hvalárvirkjun rangar. Þá hafi það aldrei komið til umræðu að brjóta á eignarrétti eigendanna eða að taka jörðina eignarnámi. 8. desember 2021 15:34 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Þetta kemur fram í bréfi sem sent var til Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfisráðherra, Birgis Ármannssonar, forseta Alþingis og þingmanna Norðvesturkjördæmis, en það er Bæjarins besta sem greinir frá málinu. Í bréfinu er þeirri kröfu beint til ráðherra, Umhverfisstofnunar og forsvarsmanna Dranga að þeir staðfesti að friðlýsing Dranga hafi engin áhrif út fyrir landamörk Dranga eða að opinber yfirlýsing komi frá Alþingi um að áhrifasvæði friðlýsingar nái aðeins til „óumdeildra landamerkja“ Dranga. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fyrrverandi umhverfisráðherra, skrifaði undir friðlýsingu jarðarinnar Dranga á síðasta degi sínum í embættinu, en undirbúningur hafði þá staðið yfir í nokkur ár. Með friðlýsingunni mætti ekki reisa ný mannvirki í fimm kílómetra radíus frá Drangajörðinni. Sjá má á kortinu hve langt það nær, um það bil, en það gæti haft áhrif á svæði þar sem virkjanaframkvæmdir eru fyrirhugaðar.Vísir/Hjalti „Frekleg aðför“ Það er Pétur Guðmundsson sem ritar undir bréfið fyrir hönd eigenda jarðarinnar Ófeigsfjarðar. Þar segir að eins og friðlýsingin beri með sér að áhrifasvæði friðlýsingarinnar nái yfir nær alla Skjaldabjarnarvík, Drangavík, Engjanes og talsvert inn á jörð Ófeigsfjarðar. „Þetta er frekleg aðför að einkaeignarrétti þeirra sem eiga jarðir sem þessi friðun hefur áhrif á,“ segir í bréfinu. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá í febrúar 2019 þar sem rétt er við Pétur um deilurnar um friðlýsingu og mögulega Hvalárvirkjun. Lögum var breytt á síðasta ári á þann veg að hægt væri að friðlýsa svæði sem uppfylli öll skilyrði sem óbyggt víðerni þótt mannvirki séu til staðar í innan við fimm kílómetra fjarlægð að jafnaði frá mörkum svæðisins. Í svari Evu B. Sólan Hannesdóttur, lögfræðings Umhverfisstofnunar og formanns starfshóps um friðlýsingu Dranga, kemur ekki fram hvort athugað hafi verið hvort hugmyndir um Hvalárvirkjun myndi að einhverju leyti vera innan fjarlægðamarka friðlýsta svæðisins að Dröngum.
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Alþingi Tengdar fréttir Gagnrýni á friðlýsingu Dranga „stormur í vatnsglasi“ Fyrrverandi umhverfisráðherra segir ekkert óeðlilegt við að hans síðasta embættisverk hafi verið að skrifa undir friðlýsingu jarðarinnar Dranga á Ströndum. Málið hafi komið inn á borð umhverfisráðuneytisins í upphafi kjörtímabils og hann hafi viljað klára það fyrir lok þess. 9. desember 2021 12:47 Segir Bergþór hafa þurft að vinna heimavinnuna sína um friðlýsingu Dranga Varaformaður í stjórn einkahlutafélagsins Fornasels, sem á jörðina Dranga á Ströndum, segir stjórnarandstöðuna úti á túni í gagnrýni hennar á friðlýsingu jarðarinnar. Landeigendur hafi sjálfir sóst eftir friðlýsingunni og langt í frá að umhverfisráðherra hafi undirritað friðlýsinguna í lok embættistíðar sinnar í pólitískum tilgangi. 8. desember 2021 13:07 Segir gagnrýnina beinast að áhrifum friðlýsingarinnar á nærliggjandi svæði Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir staðhæfingar eigenda jarðarinnar Dranga á Ströndum um að friðlýsing jarðarinnar hafi engin áhrif á Hvalárvirkjun rangar. Þá hafi það aldrei komið til umræðu að brjóta á eignarrétti eigendanna eða að taka jörðina eignarnámi. 8. desember 2021 15:34 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Gagnrýni á friðlýsingu Dranga „stormur í vatnsglasi“ Fyrrverandi umhverfisráðherra segir ekkert óeðlilegt við að hans síðasta embættisverk hafi verið að skrifa undir friðlýsingu jarðarinnar Dranga á Ströndum. Málið hafi komið inn á borð umhverfisráðuneytisins í upphafi kjörtímabils og hann hafi viljað klára það fyrir lok þess. 9. desember 2021 12:47
Segir Bergþór hafa þurft að vinna heimavinnuna sína um friðlýsingu Dranga Varaformaður í stjórn einkahlutafélagsins Fornasels, sem á jörðina Dranga á Ströndum, segir stjórnarandstöðuna úti á túni í gagnrýni hennar á friðlýsingu jarðarinnar. Landeigendur hafi sjálfir sóst eftir friðlýsingunni og langt í frá að umhverfisráðherra hafi undirritað friðlýsinguna í lok embættistíðar sinnar í pólitískum tilgangi. 8. desember 2021 13:07
Segir gagnrýnina beinast að áhrifum friðlýsingarinnar á nærliggjandi svæði Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir staðhæfingar eigenda jarðarinnar Dranga á Ströndum um að friðlýsing jarðarinnar hafi engin áhrif á Hvalárvirkjun rangar. Þá hafi það aldrei komið til umræðu að brjóta á eignarrétti eigendanna eða að taka jörðina eignarnámi. 8. desember 2021 15:34