Heimilishjálp verði frádráttarbær frá skatti Samúel Karl Ólason skrifar 14. desember 2021 20:05 Frádrættinum er ætlað að ná til starfa sem innt eru af hendi hér á landi á heimili einstaklinga og í sumarhúsum þeirra. Getty Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja gera breytingar á lögum um tekjuskatt á þann veg að heimilishjálp verði frádráttarbær frá skatti. Hver skattgreiðandi geti dregið frá tekjuskattsstofni allt að 1,8 milljón króna á ári. Í tilkynningu segir að frádrættinum sé ætlað að ná til starfa sem unnin eru á heimilum fólks og sumarhúsum. „Til slíkra starfa teljast t.d. hefðbundin heimilisstörf, svo sem þrif og hreingerningar, hefðbundin garðyrkjustörf eða snjómokstur á gangstéttum og í innkeyrslu að heimili. Þegar húsfélag fjöleignarhúss annast greiðslu kostnaðar úr sameiginlegum sjóði vegna slíkra starfa á sameign getur einstaklingur dregið sinn hlut í þeim kostnaði frá tekjuskattsstofni sínum,“ segir í tilkynningunni. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Einnig eigi ákvæðið að ná til störf sem snúa að umönnun fólks vegna veikinda eða fötlunar, umönnun barna og aðstoðar við fólk í tengslum við ferðir til og frá heimili. Vilhjálmur Árnason er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en meðflutningsmenn hans eru Óli Björn Kárason, Birgir Þórarinsson, Diljá Mist Einarsdóttir, Guðrún Hafsteinsdóttir og Berglind Ósk Guðmundsdóttir. Öll eru þau þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Haft er eftir Vilhjálmi í tilkynningunni að markmið frumvarpsins sé meðal annars að sporna við svartri atvinnustarfsemi og ýta undir aukin réttindi fólks sem vinnur störf eins og þau sem nefnd eru hér að ofan. Vilhjálmur ræddi frumvarpið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði meðal annars að verið væri að horfa til eldra fólks sem vildi búa áfram á heimilum sínum og frumvarpið ætti að gera fólki það auðveldara. Sömuleiðis væri verið að líta til fjölskyldufólks og gera þeim auðveldara að fjárfesta í þjónustu sem þessari. Hægt er að hlusta á þann hluta þáttarins sem Vilhjálmur var í hér að neðan. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Skattar og tollar Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Í tilkynningu segir að frádrættinum sé ætlað að ná til starfa sem unnin eru á heimilum fólks og sumarhúsum. „Til slíkra starfa teljast t.d. hefðbundin heimilisstörf, svo sem þrif og hreingerningar, hefðbundin garðyrkjustörf eða snjómokstur á gangstéttum og í innkeyrslu að heimili. Þegar húsfélag fjöleignarhúss annast greiðslu kostnaðar úr sameiginlegum sjóði vegna slíkra starfa á sameign getur einstaklingur dregið sinn hlut í þeim kostnaði frá tekjuskattsstofni sínum,“ segir í tilkynningunni. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Einnig eigi ákvæðið að ná til störf sem snúa að umönnun fólks vegna veikinda eða fötlunar, umönnun barna og aðstoðar við fólk í tengslum við ferðir til og frá heimili. Vilhjálmur Árnason er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en meðflutningsmenn hans eru Óli Björn Kárason, Birgir Þórarinsson, Diljá Mist Einarsdóttir, Guðrún Hafsteinsdóttir og Berglind Ósk Guðmundsdóttir. Öll eru þau þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Haft er eftir Vilhjálmi í tilkynningunni að markmið frumvarpsins sé meðal annars að sporna við svartri atvinnustarfsemi og ýta undir aukin réttindi fólks sem vinnur störf eins og þau sem nefnd eru hér að ofan. Vilhjálmur ræddi frumvarpið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði meðal annars að verið væri að horfa til eldra fólks sem vildi búa áfram á heimilum sínum og frumvarpið ætti að gera fólki það auðveldara. Sömuleiðis væri verið að líta til fjölskyldufólks og gera þeim auðveldara að fjárfesta í þjónustu sem þessari. Hægt er að hlusta á þann hluta þáttarins sem Vilhjálmur var í hér að neðan.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Skattar og tollar Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira