Upplýsingar um landsmenn í hættu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. desember 2021 12:01 Valdimar Óskarsson framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir gríðarlega mikilvægt að stjórnendur fyrirtækja og stofnana séu meðvitaðir um algengan veikleika í tölvukerfum fyrirtækja en hann geti valdið miklum skaða. Vísir/Egill Hætta er á að persónugreinarlegar upplýsingar um landsmenn leki úr tölvukerfum að sögn framkvæmdastjóra Syndis. Afar mikilvægt sé að fyrirtæki og stofnanir vakti kerfin sín allan sólarhringinn og láti greina hvort að þær hafi verið sýktar af óprúttnum aðilum. Ríkislögreglustjóri ákvað í gær samráði við Cert-is og Fjarskiptastofu að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna svokallaðs Log4j veikleika sem getur valdið verulegum skaða í tölvu-og netkerfum fyrirtækja. Valdimar Óskarsson framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir tölvudeildir fyrirtækja nú á fullu að reyna að finna út hvort að veikleikinn sé búinn að koma sér fyrir í þeirra kerfum. Þegar séu komnar tilraunir til að brjótast inn í tölvukerfi hér á landi. Vilja upplýsa landsmenn um hættuna „Þetta er grafalvarlegt og ástæðan fyrir því að farið er á óvissustig almannavarna er að upplýsingar um landsmenn eru í hættu. Mestar líkur eru á að gögn fyrirtækja séu tekin í gíslatöku og menn þurfi þá að leysa þau úr gíslingu. Eða sem er verra að persónugreinanlegum gögnum er lekið eins og t.d. sjúkraskrám. Við sjáum að það er verið að reyna að misnota þennan veikleika hjá okkar viðskiptavinum enn sem komið er hefur það hins vegar ekki heppnast en það er bara tímaspursmál,“ segir Valdimar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að verið sé að fara yfir öll kerfi ríkisins vegna vandans. Það sé kostnaðarsamt en marg borgi sig. Unnið sé að því að byggja upp varnir. Valdimar segir gríðarlega mikilvægt að stjórnendur fyrirtækja séu meðvitaðir um vandann. Við erum að búa til ákveðna spurningalista fyrir stjórnendur sem þeir geta þá spurt sína tæknimenn til að ganga úr skugga um að hlutirnir séu á réttri leið,“ segir hann. Valdimar segir mikilvægt að fyrirtæki og stofnanir séu alltaf á vaktinni vegna vandans. Getur leynst djúpt í kerfum „Árásirnar gerast oft þannig að þessir aðilar velja sér tíma þar sem er minnst eftirlit og sem minnst viðbragð því viðbragðið við árásinni skiptir gríðarlega miklu máli. Ég hvet fyrirtæki til að vera virkilega mikið á varðbergi næstu vikurnar alla vega. Menn þurfa að vera að vakta kerfin sín helst allan sólarhringinn alla daga vikunnar,“ segir Valdimar. Aðspurður hvort ekki sé nóg að uppfæra tölvur og tölvukerfi svarar hann. „Ef að meinfýsinn aðili er búinn að koma sínum kóða fyrir í tölvuneti fyrirtækis þá er hann þar til staðar þó að kerfið sé uppfært. Eina leiðin til þess að koma í veg fyrir að eitthvað gerist er að fara í gegnum atvikaskrá og greina hvort að óeðlilegum hugbúnaði hafi verið komið fyrir á kerfunum. Fara þá í vinnu að fjarlægja hann. Þetta er mjög erfitt því að þessi kóðaklasi log 4j getur leynst mjög djúpt í kerfunum og því er erfitt að finna hann.“ Minecraft er vinsæll tölvuleikur sem getur borðið veikleikann í heimilistölvur. „Minecraft- spilari náði að taka yfir tölvu mótspilara og náði fullum yfirráðum á þeirri vél. Þetta segir okkur það að heimilistölvur geta verið veikar og því afar mikilvægt að uppfæra þær,“ segir Valdimar. Tölvuárásir Lögreglumál Netöryggi Fjarskipti Tengdar fréttir Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna Log4j Ríkislögreglustjóri í samráði við netöryggissveit CERT-IS og Fjarskiptastofu lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna Log4j veikleikans. 13. desember 2021 17:07 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Ríkislögreglustjóri ákvað í gær samráði við Cert-is og Fjarskiptastofu að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna svokallaðs Log4j veikleika sem getur valdið verulegum skaða í tölvu-og netkerfum fyrirtækja. Valdimar Óskarsson framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir tölvudeildir fyrirtækja nú á fullu að reyna að finna út hvort að veikleikinn sé búinn að koma sér fyrir í þeirra kerfum. Þegar séu komnar tilraunir til að brjótast inn í tölvukerfi hér á landi. Vilja upplýsa landsmenn um hættuna „Þetta er grafalvarlegt og ástæðan fyrir því að farið er á óvissustig almannavarna er að upplýsingar um landsmenn eru í hættu. Mestar líkur eru á að gögn fyrirtækja séu tekin í gíslatöku og menn þurfi þá að leysa þau úr gíslingu. Eða sem er verra að persónugreinanlegum gögnum er lekið eins og t.d. sjúkraskrám. Við sjáum að það er verið að reyna að misnota þennan veikleika hjá okkar viðskiptavinum enn sem komið er hefur það hins vegar ekki heppnast en það er bara tímaspursmál,“ segir Valdimar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að verið sé að fara yfir öll kerfi ríkisins vegna vandans. Það sé kostnaðarsamt en marg borgi sig. Unnið sé að því að byggja upp varnir. Valdimar segir gríðarlega mikilvægt að stjórnendur fyrirtækja séu meðvitaðir um vandann. Við erum að búa til ákveðna spurningalista fyrir stjórnendur sem þeir geta þá spurt sína tæknimenn til að ganga úr skugga um að hlutirnir séu á réttri leið,“ segir hann. Valdimar segir mikilvægt að fyrirtæki og stofnanir séu alltaf á vaktinni vegna vandans. Getur leynst djúpt í kerfum „Árásirnar gerast oft þannig að þessir aðilar velja sér tíma þar sem er minnst eftirlit og sem minnst viðbragð því viðbragðið við árásinni skiptir gríðarlega miklu máli. Ég hvet fyrirtæki til að vera virkilega mikið á varðbergi næstu vikurnar alla vega. Menn þurfa að vera að vakta kerfin sín helst allan sólarhringinn alla daga vikunnar,“ segir Valdimar. Aðspurður hvort ekki sé nóg að uppfæra tölvur og tölvukerfi svarar hann. „Ef að meinfýsinn aðili er búinn að koma sínum kóða fyrir í tölvuneti fyrirtækis þá er hann þar til staðar þó að kerfið sé uppfært. Eina leiðin til þess að koma í veg fyrir að eitthvað gerist er að fara í gegnum atvikaskrá og greina hvort að óeðlilegum hugbúnaði hafi verið komið fyrir á kerfunum. Fara þá í vinnu að fjarlægja hann. Þetta er mjög erfitt því að þessi kóðaklasi log 4j getur leynst mjög djúpt í kerfunum og því er erfitt að finna hann.“ Minecraft er vinsæll tölvuleikur sem getur borðið veikleikann í heimilistölvur. „Minecraft- spilari náði að taka yfir tölvu mótspilara og náði fullum yfirráðum á þeirri vél. Þetta segir okkur það að heimilistölvur geta verið veikar og því afar mikilvægt að uppfæra þær,“ segir Valdimar.
Tölvuárásir Lögreglumál Netöryggi Fjarskipti Tengdar fréttir Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna Log4j Ríkislögreglustjóri í samráði við netöryggissveit CERT-IS og Fjarskiptastofu lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna Log4j veikleikans. 13. desember 2021 17:07 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna Log4j Ríkislögreglustjóri í samráði við netöryggissveit CERT-IS og Fjarskiptastofu lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna Log4j veikleikans. 13. desember 2021 17:07
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent