„Fólk þarf að gera upp við sig hvor aðilinn sé líklegri til að vinna kosningar“ Smári Jökull Jónsson skrifar 12. desember 2021 14:56 Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir sækjast bæði eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir mættu í Silfur Egils á RÚV í morgun þar sem meðal annars var rætt um slaginn sem fram undan er þeirra á milli um oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Eyþór hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík síðan árið 2018 en Hildur lýsti því yfir á dögunum að hún ætlaði að bjóða sig fram í oddvitasætið í komandi prófkjöri. Hildur hefur verið borgarfulltrúi síðan 2018 en hún var í öðru sæti á lista Sjálfstæðismanna í síðustu kosningum. Kominn tími á það fyrir löngu síðan að við höfum áhrif í þessari borg Hildur segir aðalmálið að Sjálfstæðisflokkurinn komist í meirihluta og geti tekið yfir borgina.Vísir/Vilhelm „Ég held að það þurfi ekki alltaf að vera einhver stórkostlegur meiningamunur þó fólk sækist eftir sama sætinu. Við sjáum það líka á þingi að fólk sækist eftir forystusætum jafnvel þó það sé enginn sérstakur meiningamunur,“ sagði Hildur aðspurð um slaginn fram undan. „Það sem fólk þarf þá að gera upp við sig er hvor aðilinn sé með meiri aðlaðandi framtíðarsýn, hvor aðilinn sé líklegri til að vinna kosningar og leiða okkur inn í meirihlutasamstarf. Ég býð mig fram því ég tel mig geta gert allt þetta.“ Hún segist ekki ætla að hallmæla Eyþóri. „Við erum samherjar í Sjálfstæðisflokknum en við sækjumst eftir sama forystusæti. Heila málið er að vinna kosningar og komast í meirihluta. Í síðustu kosningum útilokuðu aðrir flokkar við okkur samstarf jafnvel þó við hefðum unnið kosningasigur. Það er staða sem við getum ekki fundið okkur aftur í.“ „Við þurfum að vera opin i alla enda og það sem mestu máli skiptir er að við getum myndað meirihluta með fólki sem á með okkur málefnalegan grundvöll og tekið yfir borgina. Það er markmið okkar Sjálfstæðismanna og okkur finnst kominn tími á það fyrir löngu síðan að við höfum áhrif í þessari borg. „Framsókn vann merkilegan kosningasigur“ Eyþór Arnalds er oddviti Sjálfstæðismanna í borginni.Vísir/Vilhelm Eyþór segist að það sé breiðari kór í borginni núna, miðað við fyrir fjórum árum síðan, sem er sammála um að það sé margt sem þarf að laga í borginni. „Ég tel að ég hafi náð þar hljómgrunni meðal mjög margra aðila í þjóðfélaginu. Það þarf að laga bæði samgöngu- og skipulagsmálin og við heyrum það mjög víða. Nú er komið að því að breyta í vor.“ Eyþór sagði að Sjálfstæðismenn vantaði samstarfsaðila í borgarstjórn og daðraði við Framsóknarflokkinn sem fékk engan mann kjörinn í síðustu borgarstjórnarkosningum. „Við fengum 31% síðast, sem er umtalsvert meira en þingkosningar gáfu okkur. Ég held að við getum fengið jafnvel meira en það mun ekki duga þannig að okkur vantar samstarfsaðila. Við erum opin fyrir samstarfi, við höfum aldrei útilokað aðra flokka. “ „Framsókn vann mjög merkilegan kosningasigur í þingkosningum og nú er bara að sjá hverjir verða í framboði fyrir hvern flokk og þá sjáum við hverjir geta dansað saman.“ Hildur tók undir orð Eyþórs um Framsóknarflokkinn. „Framsóknarmenn hafa í gegnum söguna verið góðir samstarfsaðilar Sjálfstæðisflokksins. Ég veit auðvitað ekki hverjir bjóða sig fram í borginni eða hvaða áherslur þeir munu setja.“ Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Sjá meira
Eyþór hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík síðan árið 2018 en Hildur lýsti því yfir á dögunum að hún ætlaði að bjóða sig fram í oddvitasætið í komandi prófkjöri. Hildur hefur verið borgarfulltrúi síðan 2018 en hún var í öðru sæti á lista Sjálfstæðismanna í síðustu kosningum. Kominn tími á það fyrir löngu síðan að við höfum áhrif í þessari borg Hildur segir aðalmálið að Sjálfstæðisflokkurinn komist í meirihluta og geti tekið yfir borgina.Vísir/Vilhelm „Ég held að það þurfi ekki alltaf að vera einhver stórkostlegur meiningamunur þó fólk sækist eftir sama sætinu. Við sjáum það líka á þingi að fólk sækist eftir forystusætum jafnvel þó það sé enginn sérstakur meiningamunur,“ sagði Hildur aðspurð um slaginn fram undan. „Það sem fólk þarf þá að gera upp við sig er hvor aðilinn sé með meiri aðlaðandi framtíðarsýn, hvor aðilinn sé líklegri til að vinna kosningar og leiða okkur inn í meirihlutasamstarf. Ég býð mig fram því ég tel mig geta gert allt þetta.“ Hún segist ekki ætla að hallmæla Eyþóri. „Við erum samherjar í Sjálfstæðisflokknum en við sækjumst eftir sama forystusæti. Heila málið er að vinna kosningar og komast í meirihluta. Í síðustu kosningum útilokuðu aðrir flokkar við okkur samstarf jafnvel þó við hefðum unnið kosningasigur. Það er staða sem við getum ekki fundið okkur aftur í.“ „Við þurfum að vera opin i alla enda og það sem mestu máli skiptir er að við getum myndað meirihluta með fólki sem á með okkur málefnalegan grundvöll og tekið yfir borgina. Það er markmið okkar Sjálfstæðismanna og okkur finnst kominn tími á það fyrir löngu síðan að við höfum áhrif í þessari borg. „Framsókn vann merkilegan kosningasigur“ Eyþór Arnalds er oddviti Sjálfstæðismanna í borginni.Vísir/Vilhelm Eyþór segist að það sé breiðari kór í borginni núna, miðað við fyrir fjórum árum síðan, sem er sammála um að það sé margt sem þarf að laga í borginni. „Ég tel að ég hafi náð þar hljómgrunni meðal mjög margra aðila í þjóðfélaginu. Það þarf að laga bæði samgöngu- og skipulagsmálin og við heyrum það mjög víða. Nú er komið að því að breyta í vor.“ Eyþór sagði að Sjálfstæðismenn vantaði samstarfsaðila í borgarstjórn og daðraði við Framsóknarflokkinn sem fékk engan mann kjörinn í síðustu borgarstjórnarkosningum. „Við fengum 31% síðast, sem er umtalsvert meira en þingkosningar gáfu okkur. Ég held að við getum fengið jafnvel meira en það mun ekki duga þannig að okkur vantar samstarfsaðila. Við erum opin fyrir samstarfi, við höfum aldrei útilokað aðra flokka. “ „Framsókn vann mjög merkilegan kosningasigur í þingkosningum og nú er bara að sjá hverjir verða í framboði fyrir hvern flokk og þá sjáum við hverjir geta dansað saman.“ Hildur tók undir orð Eyþórs um Framsóknarflokkinn. „Framsóknarmenn hafa í gegnum söguna verið góðir samstarfsaðilar Sjálfstæðisflokksins. Ég veit auðvitað ekki hverjir bjóða sig fram í borginni eða hvaða áherslur þeir munu setja.“
Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Sjá meira