Óttast að yfir hundrað manns gæti hafa farist Eiður Þór Árnason og Kristín Ólafsdóttir skrifa 11. desember 2021 18:55 Rústir Mayfield Consumer Products kertaverksmiðjunnar í Mayfield. AP/Timothy D. Easley Nú er óttast að minnst sjötíu gæti hafa farist í hvirfilbyl í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi en talið að lokatalan gæti farið yfir hundrað. Mestu hamfarirnar urðu í bænum Mayfield í vesturhluta ríkisins en talið er að tugir hafi látist þegar hvirfilbylur lagði kertaverksmiðju í bænum í rúst. Óveðrið hefur einnig skilið eftir sig gríðarlega slóð eyðileggingar í nágrannaríkjum. Manntjón er talið hafa orðið í Illinois þegar þak á vöruhúsi verslunarrisans Amazon hrundi ofan á starfsmenn. Ríkisstjóri Kentucky segir hvirfilbylinn þann versta í sögu ríkisins og að mannfall hafi aldrei verið jafn mikið. Andy Beshear, ríkisstjóri Kentucky, lýsti yfir neyðarástandi fyrir miðnætti og virkjaði þjóðvarðliðið í ríkinu. Mannfall varð þegar miklar skemmdir urðu á vöruhúsi Amazon í Edwardsville, Illinois.St. Louis Post-Dispatch/Robert Cohen Um 110 manns voru í kertaverksmiðjunni í Mayfield þegar hvirfilbylurinn skall á byggingunni. Viðbragðsaðilar í Kentucky og liðsmenn þjóðvarðliðsins safnast nú saman í Mayfield til að taka þátt í leit og björgunaraðgerðum. Leitar- og björgunarteymi hafa leitað í rústum bygginganna í allan dag en lögregluyfirvöld gátu ekki staðfest að svo stöddu hversu mörg lík hafi fundist í rústunum. Að sögn lögreglu gæti það tekið heilan dag og jafnvel lengur að fjarlægja allt brakið á svæðinu. Joe Biden Bandaríkjaforseti gaf út í morgun að alríkisyfirvöld muni tryggja að þau ríki sem hafi orðið fyrir hvirfilbylnum „fái það sem þau þurfa.“ Chilling video shows the cries of a candle worker trapped inside a factory after a deadly tornado collapsed their building. Kyana Parsons-Perez is speaking out on this horrifying experience amid severe tornado storms across the country. pic.twitter.com/zsr0rhc3RQ— TODAY (@TODAYshow) December 11, 2021 Föst í tvo tíma Kyana Parsons-Perez, starfsmaður í kertaverksmiðjunni, var föst í minnst tvær klukkustundir undir 1,5 metra þykkum rústum áður en henni var bjargað. Hún sagði í samtali við þáttastjórnendur Today á NBC-sjónvarpsstöðinni að þetta hafi verið hryllilegasti viðburður sem hún hafi nokkurn tíma upplifað og að hún hafi haft litla trú á því að hún kæmi til með að lifa hamfarirnar af. Meðal þeirra sem aðstoðuðu við leitina í rústunum voru fangar sem sitja af sér dóm í nálægu fangelsi. „Þeir hefðu getað nýtt tækifærið til þess að strjúka eða eitthvað, en þeir gerðu það ekki. Þeir voru þarna að hjálpa okkur,“ sagði Kyana Parsons-Perez. Bandaríkin Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Telur minnst fimmtíu af eftir hvirfilbyl í Kentucky Ríkisstjóri Kentucky telur að minnst fimmtíu manns hafi látist af völdum hvirfilbyljar sem herjaði á ríkið í gærkvöld. 11. desember 2021 11:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Óveðrið hefur einnig skilið eftir sig gríðarlega slóð eyðileggingar í nágrannaríkjum. Manntjón er talið hafa orðið í Illinois þegar þak á vöruhúsi verslunarrisans Amazon hrundi ofan á starfsmenn. Ríkisstjóri Kentucky segir hvirfilbylinn þann versta í sögu ríkisins og að mannfall hafi aldrei verið jafn mikið. Andy Beshear, ríkisstjóri Kentucky, lýsti yfir neyðarástandi fyrir miðnætti og virkjaði þjóðvarðliðið í ríkinu. Mannfall varð þegar miklar skemmdir urðu á vöruhúsi Amazon í Edwardsville, Illinois.St. Louis Post-Dispatch/Robert Cohen Um 110 manns voru í kertaverksmiðjunni í Mayfield þegar hvirfilbylurinn skall á byggingunni. Viðbragðsaðilar í Kentucky og liðsmenn þjóðvarðliðsins safnast nú saman í Mayfield til að taka þátt í leit og björgunaraðgerðum. Leitar- og björgunarteymi hafa leitað í rústum bygginganna í allan dag en lögregluyfirvöld gátu ekki staðfest að svo stöddu hversu mörg lík hafi fundist í rústunum. Að sögn lögreglu gæti það tekið heilan dag og jafnvel lengur að fjarlægja allt brakið á svæðinu. Joe Biden Bandaríkjaforseti gaf út í morgun að alríkisyfirvöld muni tryggja að þau ríki sem hafi orðið fyrir hvirfilbylnum „fái það sem þau þurfa.“ Chilling video shows the cries of a candle worker trapped inside a factory after a deadly tornado collapsed their building. Kyana Parsons-Perez is speaking out on this horrifying experience amid severe tornado storms across the country. pic.twitter.com/zsr0rhc3RQ— TODAY (@TODAYshow) December 11, 2021 Föst í tvo tíma Kyana Parsons-Perez, starfsmaður í kertaverksmiðjunni, var föst í minnst tvær klukkustundir undir 1,5 metra þykkum rústum áður en henni var bjargað. Hún sagði í samtali við þáttastjórnendur Today á NBC-sjónvarpsstöðinni að þetta hafi verið hryllilegasti viðburður sem hún hafi nokkurn tíma upplifað og að hún hafi haft litla trú á því að hún kæmi til með að lifa hamfarirnar af. Meðal þeirra sem aðstoðuðu við leitina í rústunum voru fangar sem sitja af sér dóm í nálægu fangelsi. „Þeir hefðu getað nýtt tækifærið til þess að strjúka eða eitthvað, en þeir gerðu það ekki. Þeir voru þarna að hjálpa okkur,“ sagði Kyana Parsons-Perez.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Telur minnst fimmtíu af eftir hvirfilbyl í Kentucky Ríkisstjóri Kentucky telur að minnst fimmtíu manns hafi látist af völdum hvirfilbyljar sem herjaði á ríkið í gærkvöld. 11. desember 2021 11:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Telur minnst fimmtíu af eftir hvirfilbyl í Kentucky Ríkisstjóri Kentucky telur að minnst fimmtíu manns hafi látist af völdum hvirfilbyljar sem herjaði á ríkið í gærkvöld. 11. desember 2021 11:30