Fótbolti

Ætlar ekki að sann­færa einn né neinn um að vera á­fram

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ralf Rangnick segist ekki ætla að sannfæra einn né neinn um að vera áfram á mála hjá Manchester United.
Ralf Rangnick segist ekki ætla að sannfæra einn né neinn um að vera áfram á mála hjá Manchester United. Twitter/@ManUtd

Ralf Rangnick sendi Paul Pogba skýr skilaboð á blaðamannafundi sínum fyrir leik liðsins gegn Norwich City síðar í dag.

Hinn 63 ára gamli Þjóðverji tók nýverið við Manchester United og mun stýra liðinu út tímabilið. Eftir það mun hann færa sig upp á skrifstofu og vera í ráðgjafahlutverki til ársins 2024.

Hann segir það ekki vera hlutverk sitt að sannfæra leikmenn um að vera áfram á mála hjá félaginu og þá þar eflaust við Paul Pogba. Franski landsliðsmaðurinn verður samningslaus næsta sumar og virðist ekki hafa mikinn áhuga á að skrifa undir nýjan samning.

„Ef að leikmaður vill ekki spila fyrir félag á borð við Manchester United þá þýðir lítið að reyna fá hann til að skipta um skoðun. Þetta er svo stórt félag, með magnað stuðningsfólk. Ég held að enginn hjá félaginu ætti að reyna sannfæra leikmenn um að vera hér ef þeir vilja þeð ekki,“ sagði Rangnick á blaðamannafundi sínum.

Pogba verður samningslaus í sumar og hefur verið orðaður við Real Madríd á Spáni eða þá endurkomu til Juventus á Ítalíu.

Manchester United er sem stendur í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, þremur stigum á eftir West Ham United í 4. sæti og 11 stigum á eftir toppliði Manchester City..




Fleiri fréttir

Sjá meira


×