Leynilögga á lista stofnanda IMDb yfir faldar perlur ársins Árni Sæberg skrifar 10. desember 2021 21:54 Leynilögga hefur hlotið mikið lof en ekki nóg, allavega að mati stofnanda IMDb. Leynilögga Col Needham, stofnandi og framkvæmdastjóri vefsíðunnar IMDb, birti í dag lista yfir þær myndir sem hann telur ekki hafa fengið þá viðurkenningu sem þær eiga skilið. Hin íslenska Leynilögga er ein þeirra. Þó margir Íslendingar vilji meina að Leynilögga, kvikmynd Hannesar Þórs Halldórssonar, hafi farið sannkallaða sigurför um heiminn, telur stofnandi stærstu kvikmyndarýnivefsíðu heims að hún hafi ekki hlotið verðskuldað lof. Leynilögga skipar þriðja sæti á lista Needham en hann tekur reyndar fram að listinn sé einfaldlega í stafrófsröð. Glöggir lesendur vita að bókstafurinn L er ekki sérstaklega framarlega í slíkri röð. Titli myndarinnar hefur verið snarað yfir á enska tungu og gengur hún undir nafninu Cop Secret á alþjóðavísu. Því vermir hún þriðja sætið. Needham tekur fram að myndirnar hafa ekki allar farið í dreifingu um allan heim enn og því eygi þær enn von um að fá þá viðurkenningu sem þær eiga skilið. Leynilögga hefur verið sýnd víða um heim, til að mynda í Japan, en margir kvikmyndamarkaðir eru henni enn sem óplægðir akrar. Því gæti farið svo að Needham felli hana af lista sínum. Lista Needhams má lesa í heild sinni á IMDb. Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Auddi og Gillz talsettir á japönsku og þýsku Kvikmyndin Leynilöggan hefur heldur betur slegið í gegn hér á landi og hafa rétt tæplega 40 þúsund séð myndina í kvikmyndahúsum. 7. desember 2021 12:30 Hannes verðlaunaður í Lübeck: „Hamingjusamur og stoltur“ Kvikmyndin Leynilögga hlaut verðlaun á Nordische Filmtage Lübeck í gær, Kvikmyndahátíðinni í Lübeck Þýskalandi. Leynilögga var opnunarmynd hátíðarinnar og fékk mjög góðar viðtökur. 8. nóvember 2021 10:15 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Þó margir Íslendingar vilji meina að Leynilögga, kvikmynd Hannesar Þórs Halldórssonar, hafi farið sannkallaða sigurför um heiminn, telur stofnandi stærstu kvikmyndarýnivefsíðu heims að hún hafi ekki hlotið verðskuldað lof. Leynilögga skipar þriðja sæti á lista Needham en hann tekur reyndar fram að listinn sé einfaldlega í stafrófsröð. Glöggir lesendur vita að bókstafurinn L er ekki sérstaklega framarlega í slíkri röð. Titli myndarinnar hefur verið snarað yfir á enska tungu og gengur hún undir nafninu Cop Secret á alþjóðavísu. Því vermir hún þriðja sætið. Needham tekur fram að myndirnar hafa ekki allar farið í dreifingu um allan heim enn og því eygi þær enn von um að fá þá viðurkenningu sem þær eiga skilið. Leynilögga hefur verið sýnd víða um heim, til að mynda í Japan, en margir kvikmyndamarkaðir eru henni enn sem óplægðir akrar. Því gæti farið svo að Needham felli hana af lista sínum. Lista Needhams má lesa í heild sinni á IMDb.
Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Auddi og Gillz talsettir á japönsku og þýsku Kvikmyndin Leynilöggan hefur heldur betur slegið í gegn hér á landi og hafa rétt tæplega 40 þúsund séð myndina í kvikmyndahúsum. 7. desember 2021 12:30 Hannes verðlaunaður í Lübeck: „Hamingjusamur og stoltur“ Kvikmyndin Leynilögga hlaut verðlaun á Nordische Filmtage Lübeck í gær, Kvikmyndahátíðinni í Lübeck Þýskalandi. Leynilögga var opnunarmynd hátíðarinnar og fékk mjög góðar viðtökur. 8. nóvember 2021 10:15 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Auddi og Gillz talsettir á japönsku og þýsku Kvikmyndin Leynilöggan hefur heldur betur slegið í gegn hér á landi og hafa rétt tæplega 40 þúsund séð myndina í kvikmyndahúsum. 7. desember 2021 12:30
Hannes verðlaunaður í Lübeck: „Hamingjusamur og stoltur“ Kvikmyndin Leynilögga hlaut verðlaun á Nordische Filmtage Lübeck í gær, Kvikmyndahátíðinni í Lübeck Þýskalandi. Leynilögga var opnunarmynd hátíðarinnar og fékk mjög góðar viðtökur. 8. nóvember 2021 10:15