Hraunbergi lokað vegna myglu Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2021 15:18 Hraunberg er skammtímaheimili fyrir ungmenni á vegum Barnaverndar Reykjavíkur en starfsemin er nú í bráðabirgðahúsnæði. Vísir/Vilhelm Starfsemi Hraunbergs hefur verið flutt vegna myglu sem fundist hefur í húsnæði þess. Samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg stendur til að flytja starfsemina í varanlegt húsnæði á næstu mánuðum. Hraunberg er skammtímaheimili fyrir ungmenni á vegum Barnaverndar Reykjavíkur en starfsemin er nú í bráðabirgðahúsnæði. Það er fyrir fjögur ungmenni á aldrinum þrettán til átján ára sem þurfa tímabundna vistun utan heimilis vegna sérstakra aðstæðna. Í áðurnefndri tilkynningu segir að niðurstöður úr sýnatöku frá Mannvit hafi borist í upphafi vikunnar. Mygla hafi fundist á nokkrum stöðum í húsinu. Um þessar mundir búa þrjú ungmenni á heimilinu en um þrjátíu börn hafa dvalið á Hraunbergi á vegum Barnaverndar Reykjavíkur á þessu ári. Búið er að tala við foreldra þeirra þriggja sem búa nú á Hraunbergi og er verið að hafa samband við foreldra hinna. Starfsfólki verður boðið upp á sérstaka læknisskoðun hjá trúnaðarlækni. Haft er eftir Katrínu Helgu Hallgrímsdóttur, framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur, að málinu sé tekið alvarlega. Því hafi húsnæðið verið rýmt etir að niðurstaðan lá fyrir og verið sé að leita að hentugum stað fyrir starfsemina. „Starfsfólki og börnum sem dvalið hafa í Hraunbergi verður veittur allur sá stuðningur sem þau þurfa á að halda. Það mun mikið mæða á starfsfólki næstu daga og vikur við að koma sér fyrir á nýjum stað og undirbúa jólahald í nýjum og ókunnugum aðstæðum. Við munum gera hvað við getum til að létta undir með þeim í öllu því raski sem fylgir. Starfsfólk Hraunbergs hefur tekið fréttunum af mikilli yfirvegun og við vitum að það mun hvergi láta deigan síga við að tryggja börnunum öruggar og hlýlegar aðstæður. Fyrir það kunnum við þeim miklar þakkir,“ segir Katrín í tilkynningunni. Mygla Reykjavík Barnavernd Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Hraunberg er skammtímaheimili fyrir ungmenni á vegum Barnaverndar Reykjavíkur en starfsemin er nú í bráðabirgðahúsnæði. Það er fyrir fjögur ungmenni á aldrinum þrettán til átján ára sem þurfa tímabundna vistun utan heimilis vegna sérstakra aðstæðna. Í áðurnefndri tilkynningu segir að niðurstöður úr sýnatöku frá Mannvit hafi borist í upphafi vikunnar. Mygla hafi fundist á nokkrum stöðum í húsinu. Um þessar mundir búa þrjú ungmenni á heimilinu en um þrjátíu börn hafa dvalið á Hraunbergi á vegum Barnaverndar Reykjavíkur á þessu ári. Búið er að tala við foreldra þeirra þriggja sem búa nú á Hraunbergi og er verið að hafa samband við foreldra hinna. Starfsfólki verður boðið upp á sérstaka læknisskoðun hjá trúnaðarlækni. Haft er eftir Katrínu Helgu Hallgrímsdóttur, framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur, að málinu sé tekið alvarlega. Því hafi húsnæðið verið rýmt etir að niðurstaðan lá fyrir og verið sé að leita að hentugum stað fyrir starfsemina. „Starfsfólki og börnum sem dvalið hafa í Hraunbergi verður veittur allur sá stuðningur sem þau þurfa á að halda. Það mun mikið mæða á starfsfólki næstu daga og vikur við að koma sér fyrir á nýjum stað og undirbúa jólahald í nýjum og ókunnugum aðstæðum. Við munum gera hvað við getum til að létta undir með þeim í öllu því raski sem fylgir. Starfsfólk Hraunbergs hefur tekið fréttunum af mikilli yfirvegun og við vitum að það mun hvergi láta deigan síga við að tryggja börnunum öruggar og hlýlegar aðstæður. Fyrir það kunnum við þeim miklar þakkir,“ segir Katrín í tilkynningunni.
Mygla Reykjavík Barnavernd Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira