Salah hetja Liverpool í endurkomu Gerrard á Anfield Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2021 16:55 Getty/James Gill Liverpool vann 1-0 heimasigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag. Líkt og í leik Manchester City fyrr í dag þurftu heimamenn vítaspyrnu til að tryggja öll þrjú stigin. Eftir jafnan fyrri hálfleik var staðan enn markalaus og Liverpool í hættu við að vera þremur stigum á eftir Man City er leikjum dagsins væri lokið. Um miðbik síðari hálfleiks gerðist Tyrone Mings brotlegur innan vítateigs er hann og Mohamed Salah hlupu saman. Vítaspyrna dæmd, Salah fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Reyndist það eina mark leiksins og Liverpool vann gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur. Staðan í deildinni er því þannig að Liverpool er í 2. sæti með 37 stig, stigi minna en topplið Man City og stigi meira en Chelsea sem er í 3. sætinu. Enski boltinn Fótbolti
Liverpool vann 1-0 heimasigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag. Líkt og í leik Manchester City fyrr í dag þurftu heimamenn vítaspyrnu til að tryggja öll þrjú stigin. Eftir jafnan fyrri hálfleik var staðan enn markalaus og Liverpool í hættu við að vera þremur stigum á eftir Man City er leikjum dagsins væri lokið. Um miðbik síðari hálfleiks gerðist Tyrone Mings brotlegur innan vítateigs er hann og Mohamed Salah hlupu saman. Vítaspyrna dæmd, Salah fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Reyndist það eina mark leiksins og Liverpool vann gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur. Staðan í deildinni er því þannig að Liverpool er í 2. sæti með 37 stig, stigi minna en topplið Man City og stigi meira en Chelsea sem er í 3. sætinu.
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti