Sterling kom Man City til bjargar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2021 14:35 Sterling tryggir stigin þrjú. Gareth Copley/Getty Images Raheem Sterling kom Manchester City til bjargar er hann skoraði eina mark liðsins gegn Wolves í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Fyrri hálfleikur var frekar tíðindalítill undir lok hans dró til tíðinda. Raul Jiménez fékk þá tvö gul spjöld með skömmu millibili og var sendur í sturtu. Það síðara fékk hann fyrir að stíga fyrir aukaspyrnu sem City reyndi að taka fljótt, aðeins nokkrum sekúndum eftir að hann fékk fyrra gula spjald sitt. Þegar 20 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik var dæmd vítaspyrna þar sem Jonathan Moss, dómari leiksins, taldi að boltinn hefði farið í hendina á João Moutinho. Myndbandsdómari leiksins staðfesti svo dóminn og Raheem Sterling fór á punktinn og kom heimamönnum 1-0 yfir. Reyndist það eina mark leiksins og City vann því dýrmætan sigur í toppbaráttunni. Man City er sem stendur á toppi deildarinnar með 38 stig eftir 16 leiki á meðan Wolves er í 8. sæti með 21 stig. Enski boltinn Fótbolti
Raheem Sterling kom Manchester City til bjargar er hann skoraði eina mark liðsins gegn Wolves í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Fyrri hálfleikur var frekar tíðindalítill undir lok hans dró til tíðinda. Raul Jiménez fékk þá tvö gul spjöld með skömmu millibili og var sendur í sturtu. Það síðara fékk hann fyrir að stíga fyrir aukaspyrnu sem City reyndi að taka fljótt, aðeins nokkrum sekúndum eftir að hann fékk fyrra gula spjald sitt. Þegar 20 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik var dæmd vítaspyrna þar sem Jonathan Moss, dómari leiksins, taldi að boltinn hefði farið í hendina á João Moutinho. Myndbandsdómari leiksins staðfesti svo dóminn og Raheem Sterling fór á punktinn og kom heimamönnum 1-0 yfir. Reyndist það eina mark leiksins og City vann því dýrmætan sigur í toppbaráttunni. Man City er sem stendur á toppi deildarinnar með 38 stig eftir 16 leiki á meðan Wolves er í 8. sæti með 21 stig.
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti