Munu krefjast þess að plastið fari í réttan farveg Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. desember 2021 13:30 Stundin birti í morgun myndir úr vöruhúsi í Suður-Svíþjóð þar sem finna má gríðarlegt magn plasts, þar á meðal frá Íslandi. Stundin Úrvinnslusjóður mun fara fram á það við sænska fyrirtækið Swerec að íslenskt plast sem Stundin greinir frá að hafi legið óhreyft undanfarin ár í vöruskemmu verði sett í réttan farveg. Stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs segir íslenska endurvinnsluaðila hafi staðið í þeirri trú að um áreiðanlegt fyrirtæki væri að ræða en þvertekur fyrir það að ábyrgðin liggi hjá Úrvinnslusjóði. Stundin birti í dag myndir og myndbönd af íslensku plasti sem finna má í vöruhúsi í bænum Påryd í Suður-Svíþjóð. Stundin greindi upprunalega frá málinu í fyrra en þar kom fram endurvinnsluhlutfall sænska fyrirtækisins Swerec, sem íslenskir endurvinnsluaðilar skiptu þá við, væri mun minna en um var samið. Guðlaugur Þór Þórsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir mikilvægt að fólk treysti því kerfi sem byggt hefur verið upp þegar kemur að endurvinnslu hér á landi og því hafi ráðuneytið haft samband við stjórn Úrvinnslusjóðs um leið og málið kom upp. „Við bíðum eftir nánari skýringum á því hvað er þarna á ferðinni og hvað er hægt að gera, því að við erum ekki að standa í þessu öllu saman til þess að plast fari á þennan stað þar sem það er núna, svo mikið er víst.“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir ræddi við Guðlaug Þór að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Magnús Jóhannesson, stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs, segir ljóst að rekja megi plastúrganginn sem um ræðir til ársins 2016 þegar íslensk fyrirtæki skiptu við Swerec og sendu út plast. „Okkar viðbrögð við því að sjá að þarna sé enn þá íslenskt plast óunnið, eins og gert var ráð fyrir að yrði gert, er að stjórnin mun eftir helgi ganga frá bréfi til Swerec og krefjast þess að þau taki það íslenska plast sem þarna er og komi því í þann farveg sem um var samið á þeim tíma,“ segir Magnús. Hann bendir á að íslensk fyrirtæki hafi staðið í þeirri trú að um væri að ræða áreiðanlegt fyrirtæki og vísar til þess að systurstofnanir Úrvinnslusjóðs í Noregi og Svíþjóð hafi einnig skipt við fyrirtækið. Swerec hafði þó selt hluta íslenska plastsins til annars fyrirtækis á sínum tíma sem hafi síðar farið á hausinn og því hafi plastið legið óhreyft í umræddri vöruskemmu. „Engu að síður teljum við í stjórninni að þeim beri að ganga í þetta verk og að minnsta kosti taka þann hluta af íslenska úrganginum sem er í þessari skemmu, að endurvinna hann og koma honum í þann farveg sem að um var samið,“ segir Magnús. Magnús segir að Úrvinnslusjóður hafi talið að málið hafi verið leyst á sínum tíma. „Það var greinilega ekki og þess vegna munum við bregðast við með þessum hætti,“ segir Magnús en hann hafnar því að Úrvinnslusjóður beri ábyrgð. „Auðvitað er þetta ekki á ábyrgð Úrvinnslusjóðs, samskiptin þarna eru við erlent fyrirtæki sem tekur að sér að safna úrganginum og koma honum í vinnslu. Ábyrgðin í þessu máli er hjá Swerec, hinu sænska fyrirtæki, og við ætlum að ganga eftir því að þeir framfylgi þeirri ábyrgð,“ segir Magnús. Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar mátti túlka ummæli ráðherra sem svo að hann teldi ábyrgðina í þessu tiltekna máli liggja hjá Úrvinnslusjóði. Það er ekki rétt en ráðherra var að v ísa til þess að úrvinnslusjóður beri ábyrð á kerfinu í heild sinni en verið væri að skoða þetta tiltelkna mál. Umhverfismál Svíþjóð Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs segir íslenska endurvinnsluaðila hafi staðið í þeirri trú að um áreiðanlegt fyrirtæki væri að ræða en þvertekur fyrir það að ábyrgðin liggi hjá Úrvinnslusjóði. Stundin birti í dag myndir og myndbönd af íslensku plasti sem finna má í vöruhúsi í bænum Påryd í Suður-Svíþjóð. Stundin greindi upprunalega frá málinu í fyrra en þar kom fram endurvinnsluhlutfall sænska fyrirtækisins Swerec, sem íslenskir endurvinnsluaðilar skiptu þá við, væri mun minna en um var samið. Guðlaugur Þór Þórsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir mikilvægt að fólk treysti því kerfi sem byggt hefur verið upp þegar kemur að endurvinnslu hér á landi og því hafi ráðuneytið haft samband við stjórn Úrvinnslusjóðs um leið og málið kom upp. „Við bíðum eftir nánari skýringum á því hvað er þarna á ferðinni og hvað er hægt að gera, því að við erum ekki að standa í þessu öllu saman til þess að plast fari á þennan stað þar sem það er núna, svo mikið er víst.“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir ræddi við Guðlaug Þór að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Magnús Jóhannesson, stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs, segir ljóst að rekja megi plastúrganginn sem um ræðir til ársins 2016 þegar íslensk fyrirtæki skiptu við Swerec og sendu út plast. „Okkar viðbrögð við því að sjá að þarna sé enn þá íslenskt plast óunnið, eins og gert var ráð fyrir að yrði gert, er að stjórnin mun eftir helgi ganga frá bréfi til Swerec og krefjast þess að þau taki það íslenska plast sem þarna er og komi því í þann farveg sem um var samið á þeim tíma,“ segir Magnús. Hann bendir á að íslensk fyrirtæki hafi staðið í þeirri trú að um væri að ræða áreiðanlegt fyrirtæki og vísar til þess að systurstofnanir Úrvinnslusjóðs í Noregi og Svíþjóð hafi einnig skipt við fyrirtækið. Swerec hafði þó selt hluta íslenska plastsins til annars fyrirtækis á sínum tíma sem hafi síðar farið á hausinn og því hafi plastið legið óhreyft í umræddri vöruskemmu. „Engu að síður teljum við í stjórninni að þeim beri að ganga í þetta verk og að minnsta kosti taka þann hluta af íslenska úrganginum sem er í þessari skemmu, að endurvinna hann og koma honum í þann farveg sem að um var samið,“ segir Magnús. Magnús segir að Úrvinnslusjóður hafi talið að málið hafi verið leyst á sínum tíma. „Það var greinilega ekki og þess vegna munum við bregðast við með þessum hætti,“ segir Magnús en hann hafnar því að Úrvinnslusjóður beri ábyrgð. „Auðvitað er þetta ekki á ábyrgð Úrvinnslusjóðs, samskiptin þarna eru við erlent fyrirtæki sem tekur að sér að safna úrganginum og koma honum í vinnslu. Ábyrgðin í þessu máli er hjá Swerec, hinu sænska fyrirtæki, og við ætlum að ganga eftir því að þeir framfylgi þeirri ábyrgð,“ segir Magnús. Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar mátti túlka ummæli ráðherra sem svo að hann teldi ábyrgðina í þessu tiltekna máli liggja hjá Úrvinnslusjóði. Það er ekki rétt en ráðherra var að v ísa til þess að úrvinnslusjóður beri ábyrð á kerfinu í heild sinni en verið væri að skoða þetta tiltelkna mál.
Umhverfismál Svíþjóð Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira