Ekki fleiri nefndir um þjóðarleikvanga: „Sannfærður um að við löndum þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 10. desember 2021 14:00 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, og Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hlýða á Ásmund Einar Daðason í Pallborðinu í gær. Vísir/Vilhelm „Við þurfum bara að ýta á Enter,“ segir Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, um nýja þjóðarleikvanga fyrir boltaíþróttir og frjálsíþróttir sem lengi hefur verið beðið eftir. Ásmundur mætti í Pallborðið í gær og tók undir að nú væru allar forsendur fyrir hendi til að farið verði í byggingu nýrra leikvanga. Nóg hafi verið unnið með málum í nefndum á síðustu árum. „Ég get lofað því að það verði ekki fleiri nefndir sem að velta þessu upp. En það þarf auðvitað einhver að fara í samtal um þessi mál,“ sagði Ásmundur. Klippa: Pallborðið - Ásmundur sannfærður um að leikvangar rísi á næstu árum „Við ætlum ekki að horfa upp á það að landsliðin okkar séu að fara að spila alla heimaleiki erlendis á næstu árum,“ sagði Ásmundur en sú er þó orðin raunin í tilfelli karlalandsliðsins í körfubolta sem væntanlega þarf að spila heimaleik á Ítalíu í febrúar. „Þú ert að fara að horfa upp á það,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson sem stýrði umræðunum. Þó að við millifærðum 21 milljarð núna yrði þjóðarhöll ekki klár á næsta ári „Ég hef nú fulla trú á því að ef að málin komast á hreyfingu þá komi jákvæðara hljóð þaðan. Það gefur augaleið að jafnvel þó að við myndum setja í þetta núna 21 milljarð, eins og skýrslurnar gera ráð fyrir, og værum tilbúin að millifæra þá upphæð á morgun, þá erum við ekki að fara að vera klár með þjóðarhöll hérna um mitt næsta ár,“ sagði Ásmundur enda öllum ljóst að uppbygging leikvangana gæti tekið drjúgan tíma: „Það á eftir að hanna, fara í deiliskipulag og útboð. Allt þetta tekur tíma en við þurfum að komast á þann stað að þetta fari af stað, því það tekur alltaf einhvern X tíma. Við eigum smá eftir í þessu hlaupi og við ætlum að klára það, og við gerum það saman. Ég er sannfærður um að þjóðin, hvort sem er ríki, borg eða íþróttahreyfingin, að við löndum þessu saman,“ sagði Ásmundur. Laugardalsvöllur Handbolti Körfubolti Fótbolti Frjálsar íþróttir Pallborðið Nýr þjóðarleikvangur Ný þjóðarhöll Tengdar fréttir Bauð ríkisstjórnina velkomna á heimaleik Íslands á Ítalíu Íþróttahreyfingin hefur lengi kallað eftir nýjum þjóðarleikvöngum og í vetur er svo komið að íslenska karlalandsliðið í körfubolta neyðist til að spila leiki á útivelli sem fara áttu fram á Íslandi. Formaður KKÍ bauð ríkisstjórninni á „heimaleik“ á Ítalíu í febrúar, í Pallborðinu í gær. 10. desember 2021 09:00 Fyrsta mál Ásmundar í nýrri ríkisstjórn varði málefni þjóðarleikvanga Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, telur mikilvægt að ráðist verið í úrbætur á stöðu þjóðarleikvanga Íslands. Um sé að ræða eitt af þeim málum sem séu efst á forgangslista hans í nýrri ríkisstjórn. 9. desember 2021 22:07 Sjáðu umræðuna um þjóðarleikvanga í Pallborðinu Ráðherra og formenn KSÍ og KKÍ voru gestir Henrys Birgis Gunnarssonar í Pallborðinu þar sem rætt var um þjóðarleikvanga. Þátturinn var í beinni útsendingu hér á Vísi. 9. desember 2021 15:32 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Sjá meira
Ásmundur mætti í Pallborðið í gær og tók undir að nú væru allar forsendur fyrir hendi til að farið verði í byggingu nýrra leikvanga. Nóg hafi verið unnið með málum í nefndum á síðustu árum. „Ég get lofað því að það verði ekki fleiri nefndir sem að velta þessu upp. En það þarf auðvitað einhver að fara í samtal um þessi mál,“ sagði Ásmundur. Klippa: Pallborðið - Ásmundur sannfærður um að leikvangar rísi á næstu árum „Við ætlum ekki að horfa upp á það að landsliðin okkar séu að fara að spila alla heimaleiki erlendis á næstu árum,“ sagði Ásmundur en sú er þó orðin raunin í tilfelli karlalandsliðsins í körfubolta sem væntanlega þarf að spila heimaleik á Ítalíu í febrúar. „Þú ert að fara að horfa upp á það,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson sem stýrði umræðunum. Þó að við millifærðum 21 milljarð núna yrði þjóðarhöll ekki klár á næsta ári „Ég hef nú fulla trú á því að ef að málin komast á hreyfingu þá komi jákvæðara hljóð þaðan. Það gefur augaleið að jafnvel þó að við myndum setja í þetta núna 21 milljarð, eins og skýrslurnar gera ráð fyrir, og værum tilbúin að millifæra þá upphæð á morgun, þá erum við ekki að fara að vera klár með þjóðarhöll hérna um mitt næsta ár,“ sagði Ásmundur enda öllum ljóst að uppbygging leikvangana gæti tekið drjúgan tíma: „Það á eftir að hanna, fara í deiliskipulag og útboð. Allt þetta tekur tíma en við þurfum að komast á þann stað að þetta fari af stað, því það tekur alltaf einhvern X tíma. Við eigum smá eftir í þessu hlaupi og við ætlum að klára það, og við gerum það saman. Ég er sannfærður um að þjóðin, hvort sem er ríki, borg eða íþróttahreyfingin, að við löndum þessu saman,“ sagði Ásmundur.
Laugardalsvöllur Handbolti Körfubolti Fótbolti Frjálsar íþróttir Pallborðið Nýr þjóðarleikvangur Ný þjóðarhöll Tengdar fréttir Bauð ríkisstjórnina velkomna á heimaleik Íslands á Ítalíu Íþróttahreyfingin hefur lengi kallað eftir nýjum þjóðarleikvöngum og í vetur er svo komið að íslenska karlalandsliðið í körfubolta neyðist til að spila leiki á útivelli sem fara áttu fram á Íslandi. Formaður KKÍ bauð ríkisstjórninni á „heimaleik“ á Ítalíu í febrúar, í Pallborðinu í gær. 10. desember 2021 09:00 Fyrsta mál Ásmundar í nýrri ríkisstjórn varði málefni þjóðarleikvanga Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, telur mikilvægt að ráðist verið í úrbætur á stöðu þjóðarleikvanga Íslands. Um sé að ræða eitt af þeim málum sem séu efst á forgangslista hans í nýrri ríkisstjórn. 9. desember 2021 22:07 Sjáðu umræðuna um þjóðarleikvanga í Pallborðinu Ráðherra og formenn KSÍ og KKÍ voru gestir Henrys Birgis Gunnarssonar í Pallborðinu þar sem rætt var um þjóðarleikvanga. Þátturinn var í beinni útsendingu hér á Vísi. 9. desember 2021 15:32 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Sjá meira
Bauð ríkisstjórnina velkomna á heimaleik Íslands á Ítalíu Íþróttahreyfingin hefur lengi kallað eftir nýjum þjóðarleikvöngum og í vetur er svo komið að íslenska karlalandsliðið í körfubolta neyðist til að spila leiki á útivelli sem fara áttu fram á Íslandi. Formaður KKÍ bauð ríkisstjórninni á „heimaleik“ á Ítalíu í febrúar, í Pallborðinu í gær. 10. desember 2021 09:00
Fyrsta mál Ásmundar í nýrri ríkisstjórn varði málefni þjóðarleikvanga Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, telur mikilvægt að ráðist verið í úrbætur á stöðu þjóðarleikvanga Íslands. Um sé að ræða eitt af þeim málum sem séu efst á forgangslista hans í nýrri ríkisstjórn. 9. desember 2021 22:07
Sjáðu umræðuna um þjóðarleikvanga í Pallborðinu Ráðherra og formenn KSÍ og KKÍ voru gestir Henrys Birgis Gunnarssonar í Pallborðinu þar sem rætt var um þjóðarleikvanga. Þátturinn var í beinni útsendingu hér á Vísi. 9. desember 2021 15:32
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga