Hitaði upp fyrir HM með þremur Norðurlandametum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2021 12:01 Eygló Fanndal Sturludóttir er á leið á heimsmeistaramótið í Úsbekistan. Instagram/@eyglo_fanndal Læknaneminn Eygló Fanndal Sturludóttir heldur áfram að bæta við góðan árangur sinn í ólympískum lyftingum á þessu ári og er hluti af hinni stórskemmtilegu kynslóð af íslenskum lyftingakonum sem eru að koma upp. Eygló, sem keppir fyrir Lyftingafélag Reykjavíkur, setti hvorki meira né minna en þrjú Norðurlandamet á Jólamóti 2021. Eygló lyfti mest 88 kílóum í snörum og 107 kílóum í jafnhendingu. Það þýddi um leið að samanlagt fóru 195 kíló upp hjá henni. Allar sex lyftur hennar voru líka gildar en upp fóru 82, 85 og 88 kíló í snörun og 103, 105 og 107 kíló í jafnhendingunni. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal) Þetta var síðasti möguleikinn fyrir hana að keppa í undir tuttugu ára flokknum hér á landi og hún setti metin í -76 kílóa flokki. Eygló keppti á sínu fyrsta móti árið 2018 og var þá með 54 kíló í snörun og 70 kíló í jafnhendingu. Hún hefur því bætt sig rosalega á þessum þremur árum. Eygló sagði frá árangri sínum á Jólamótinu á Instagram síðu sinni og þar kom fram að þetta hafi verið „ótrúlega skemmtilegt mót og geggjuð stemning“ eins og hún komst sjálf að orði. Hún var í raun að hita upp fyrir heimsmeistaramótið í Úsbekistan sem fer fram 13. desember næstkomandi í hennar flokki. Eygló er komin út eftir langt ferðalag. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal) Eygló Fanndal var Íslandsmeistari unglinga fyrir sex vikum þegar hún vann sinn þyngdarflokk og varð stigahæsta stúlkan á mótinu. Á Norðurlandamótið endaði hún í þriðja sæti þar sem hún var aðeins frá sínu besta en sýndi í staðinn hvað hún getur á mótinu um helgina. Það er þó aldrei hægt að kvarta mikið fyrir medalíu á Norðurlandamóti. Eygló vann líka kvennakeppnina á Smáþjóðaleikunum í San Marinó og hafði tryggt sér farseðil á heimsmeistaramótið með góðum árangri á Evrópumeistaramóti unglinga. Lyftingar Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira
Eygló, sem keppir fyrir Lyftingafélag Reykjavíkur, setti hvorki meira né minna en þrjú Norðurlandamet á Jólamóti 2021. Eygló lyfti mest 88 kílóum í snörum og 107 kílóum í jafnhendingu. Það þýddi um leið að samanlagt fóru 195 kíló upp hjá henni. Allar sex lyftur hennar voru líka gildar en upp fóru 82, 85 og 88 kíló í snörun og 103, 105 og 107 kíló í jafnhendingunni. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal) Þetta var síðasti möguleikinn fyrir hana að keppa í undir tuttugu ára flokknum hér á landi og hún setti metin í -76 kílóa flokki. Eygló keppti á sínu fyrsta móti árið 2018 og var þá með 54 kíló í snörun og 70 kíló í jafnhendingu. Hún hefur því bætt sig rosalega á þessum þremur árum. Eygló sagði frá árangri sínum á Jólamótinu á Instagram síðu sinni og þar kom fram að þetta hafi verið „ótrúlega skemmtilegt mót og geggjuð stemning“ eins og hún komst sjálf að orði. Hún var í raun að hita upp fyrir heimsmeistaramótið í Úsbekistan sem fer fram 13. desember næstkomandi í hennar flokki. Eygló er komin út eftir langt ferðalag. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal) Eygló Fanndal var Íslandsmeistari unglinga fyrir sex vikum þegar hún vann sinn þyngdarflokk og varð stigahæsta stúlkan á mótinu. Á Norðurlandamótið endaði hún í þriðja sæti þar sem hún var aðeins frá sínu besta en sýndi í staðinn hvað hún getur á mótinu um helgina. Það er þó aldrei hægt að kvarta mikið fyrir medalíu á Norðurlandamóti. Eygló vann líka kvennakeppnina á Smáþjóðaleikunum í San Marinó og hafði tryggt sér farseðil á heimsmeistaramótið með góðum árangri á Evrópumeistaramóti unglinga.
Lyftingar Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira