Körfubolti

Ekkja Kobes óttast að myndum af flugslysinu verði lekið á netið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vanessa og Kobe Bryant kynntust 1999 og giftust tveimur árum síðar.
Vanessa og Kobe Bryant kynntust 1999 og giftust tveimur árum síðar. getty/Stefanie Keenan

Vanessa Bryant, ekkja Kobes Bryant, óttast mjög að myndir af flugslysinu þar sem Kobe og dóttir þeirra, Gianna, létust muni rata á netið.

Vanessa hefur kært Los Angeles sýslu fyrir innrás í einkalíf hennar. Hún hefur sagt að lögreglu- og slökkviliðsmenn hafi tekið myndir af flugslysinu og líkum Kobes og Giönnu í heimildarleysi.

Samkvæmt upplýsingum sem lögmaður Vanessu lagði fyrir dóm sáu að minnsta kosti 28 lögreglumenn myndir af líkunum og allavega tólf slökkviliðsmenn. Þá fórir nokkrir þeirra með myndirnar á bar og sýndu viðstöddum þær og aðrir létu niðrandi ummæli um þau látnu falla.

Vanessa segir að óprúttnir aðilar hafi hótað henni að leka myndum af flugslysinu eða fölsuðum myndum af líki Kobes á netið.

Kobe, Gianna og sjö aðrir létust í flugslysi í Calabasas í Kaliforníu 26. janúar. Kobe var 41 árs og Gianna þrettán ára þegar þau létust. Kobe og Vanessa voru gift í nítján ár og áttu fjórar dætur saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×