Golli í Rikshaw og Kalli í Stuðkompaníinu senda frá sér nýtt jólalag Jakob Bjarnar skrifar 6. desember 2021 11:50 Ingólfur Guðjónsson og Karl Örvarsson. Þeir sem eru komnir til vits og ára og þekkja rokksögu Íslands átta sig á því að hér er um stórtíðindi að ræða. Rikshaw og Stuðkompaníið sameinast í jólasöng. vísir/vilhelm Tvær gamlar stórstjörnur úr poppheimum fyrri ára taka höndum saman og senda frá sér nýtt jólalag. „Í desember, alltaf, þegar maður byrjar að býsnast yfir leiðinlegum jólalögum er alltaf sama kommentið sem kemur: „Semdu þá jólalag og haltu kjafti,“ segir Ingólfur Guðjónsson tónlistarmaður með meiru. Ekki er víst að yngri kynslóðin kveiki á því hvers konar undur og stórmerki um er að ræða en þeir sem komnir eru til ára sinna ættu að gera það. Rikshaw og Stuðkompaníið, einhver helstu tónlistarnúmer á níunda áratugnum – áttunni – hafa að hluta til tekið höndum saman. Karl Örvarsson syngur lag Ingólfs, eða Golla úr Rikshaw, Pláhnetunni og Loðinni rottu svo einhverjar hljómsveitir séu nefndar hvar Golli hefur spilað á hljómborð, og er það frumflutt hér á Vísi. „Ég tvisvar eða þrisvar reynt að semja jólalag í desember og komast að því að það er hreinlega ekki hægt. Áreitið er bara of mikið. Þetta er ekki hægt,“ segir Golli spurður um hvernig þetta hafi komið til. „Svo fyrir tveimur árum þá er ég að taka niður jólaskrautið í janúar, settist óvart við flygilinn og þá varð þetta lag til á tíu mínútum. Textinn kom svo þá um nóttina. Janúar er tvímælalaust tíminn til að semja jólalag.“ Mikla fyrirhyggjusemi þarf til að koma frá sér jólalagi Golli lýsir því svo að það sé meira en segja það að senda frá sér jólalag. Þar þurfi fyrirhyggjusemi að koma til. „Og gallinn við þetta er að líftími jólalags eru bara þrjár vikur, á jólalagi, og svo þarf að bíða eftir næsta ári ef þú ætlar að gera eitthvað.“ Þetta tekur mjög langan tíma bæði að koma þessu í framkvæmd og svo lifa með þessu. „Já, ef þú hefur metnað í það, gott jólalag þarf að lifa meira en þrjár vikur. Helst þrjátíu sem eru þá tíu ár.“ Klippa: Jólavísa Golla og Kalla Eins og áður sagði var Golli í nokkrum þekktum hljómsveitum á árum áður og segir að hann hafi haft af því atvinnu í ein fimmtán ár eða svo. „Og það var erfitt. Sérstaklega því ég er ekki það hæfileikaríkur að eftirspurnin sé slík. Ég fór að vinna í hljóði fyrst á Stöð 2 og í Saga Film. Síðan hef ég verið í kvikmyndageiranum síðan. En hef alltaf verið að semja einhverja músík með fyrir sjónvarp og auglýsingar og dót. Það er það skemmtilegasta sem ég geri. Fátt sem nærir andann betur.“ Saknar ekki poppstjörnuáranna Golli segist ekki geta sagt að hann sakni þess tíma sem hann var á sviðinu sjálfur, þetta hafi verið skemmtilegur tími en hann leið undir lok og það var bara fínt. En hvernig kom til þetta samstarf við Kalla Örvars? „Ég tók lagið upp og sendi fyrir tveimur árum sem jólakveðju á einhverja Facebook-vini. Viðtökurnar voru framar vonum, flestir mjög ánægðir, þar á meðal Kalli sem var mjög ánægður með þetta. Sem var skemmtilegt því það kom enginn annar til greina að syngja lagið, meðal annars vegna þess að það var kominn það langur tími frá því að hann söng inn jólalag,“ segir Golli. Og Kalli grípur inn í samtalið og segir: „Það hefur enginn hringt síðan 1987. Þannig að hann gat gengið að því vísu að hann væri ekki ofnotaður þessi söngvari. Hann hefur ekki verið í allskonar „tribbjút-drasli“ eins og allir söngvarar eru í. Ég þakka guði fyrir að hafa ekki lent í þættinum hans Helga Björns. Ég hefði sagt nei ef hann hefði hringt.“ Vanmetnasti söngvari Íslands Golli telur það fyrirliggjandi að Kalli sé vanmetnasti söngvari á Íslandi og þeir félagar leggja í sameiningu hart að blaðamanni að staðfesta að svo sé. Og spyr hvernig lag þetta sé? „Þetta er lítið sætt jólalag sem er einskonar óður til jólalaga bernsku minnar. Þar sem maður söng jólalög sem maður skildi ekki alveg hvað var að gerast í, textanum, en svo þegar maður eltist og vitkaðist þá skilur maður ennþá minna,“ segir Ingó sem hefur ekki sent frá sér lag síðan 1995 ef undan er skilið eitt lag sem hann sendi í Júróvisjón 2005. En nú rifja þeir félagar upp gamla takta, fara um og kynna nýja lagið. Þeir mættu hressir í Bítið í morgun: Hinn mjög svo vanmetni söngvari Kalli Örvars, sem á undanförnum árum hefur vakið athygli sem afbragðs eftirherma, reyndar prófaði hann að syngja lagið inn sem Kári Stefánsson en það þótti of mikið, segir þetta hafa verið ákaflega ánægjulegt. „Ég bý svo vel að Birgir Tryggvason vinur minn kom að þessu, til að fá alvöru jólastemningu í lagið setti ég þetta í hendurnar á honum, maðurinn er algjör snillingur. Hann útsetti þetta og hjálpaði okkur við þetta.“ Nostalgísk jólavísa Kalli segist ánægður með hvernig til tókst: „Ég fékk góðar leiðbeiningar því ég var nokkurn veginn búinn að gleyma því hvernig þetta fer fram.“ En hann kom þó ekki alveg kaldur að míkrófóninum. „Í millitíðinni, síðan Golli hringdi í mig með þetta erindi fyrir tveimur árum, hef ég staðið löngum stundum við míkrófóninn heima í svefnherbergi og tekið upp söng og raddir fyrir erlend tónlistarverkefni. Og öðlast trú á að maður gæti sungið. Ég hef verið að vinna að tónlist í lokaseríu þáttanna Vikings, með Trevor Morris úti í Hollywood, þar sem ég er að syngja mest fimmundir og ferundir, tek mig upp tuttugu eða þrjátíu sinnum og bý til víkingastemmur fyrir hann. Auk þess hef ég sungið nokkur sólóstef fyrir hann sem ég sem sjálfur, hann treystir mér fyrir því.“ En sem söngvari hefur Kalli ekki heyrst né sést lengi. „Mér hafði nýverið reiknast til að það eru 24 ár síðan ég söng Jólastund, hið sígilda jóla jólalag, ég er enn að fá stefgjöld fyrir það, var mér bent á það af mömmu að ekki hafi ég lært að reikna á þessum tíma því það eru víst 34 ár.“ Sú jólastund er orðin fulllöng en hér fyrir neðan má sjá hinn mikla smell Stuðkompanísins frá Akureyri, Jólastund: Á undanförnum árum hefur orðið til massívur jólabisness, stórútgerð, en þetta ljúfa jólalag er ekki af hálfu þeirra félaga hugsað til að koma sér inn í þann geira. Eða menn hugsi sig tvisvar um með það, þetta sé eins og dropi í jólahafið. Kalli segir að sér hafi reyndar boðist á þessum langa tíma að syngja jólalag en honum hafi ekki fundist hann eiga erindi eða að lagið hafi þá einhvern veginn ekki átt við sig. Myndi svara núna ef Bó hringdi „Þegar ég hugsa til baka finnst mér að þegar þau komu, þá Jólahjól og svo Jólastund, þá höfðu ekki komið ný jólalög fram lengi. Nú koma út um þrjátíu jólalög á hverju ári og þetta er orðinn stórútgerð sem tengist því. Þetta hefur verið gerast á undanförnum fimm til tíu árum,“ segir Kalli. Og allar aðstæður hafa breyst því nú sé komið heimastúdíó í annað hvert hús. „Mér fannst lagið hans Golla skemmtilegt, vel samið og flottur texti, þessi hugleiðing um þessi gömlu jólalög sem maður sjö til átta ára vissi ekki hvað var, að hræra vöggu og af hverju stóð kannan á stól en ekki borði. Mér fannst þetta skemmtilegt. Nostalgía í þessu.“ En hvað sem öðru líður, þú ert þá öllum þessum árum síðar kominn á jólabuxurnar? „Já, ég myndi segja það. Og næsta ár, ég myndi jafnvel taka upp símann ef Bó hringdi. Eða Sigga Beinteins, eða Baggalútur. Já og Jóhanna Guðrún, jafnvel Dívurnar, Emmsjé Gauti eða Friðrik Ómar og Geir … Ólafs.“ Tónlist Jól Jólalög Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Í desember, alltaf, þegar maður byrjar að býsnast yfir leiðinlegum jólalögum er alltaf sama kommentið sem kemur: „Semdu þá jólalag og haltu kjafti,“ segir Ingólfur Guðjónsson tónlistarmaður með meiru. Ekki er víst að yngri kynslóðin kveiki á því hvers konar undur og stórmerki um er að ræða en þeir sem komnir eru til ára sinna ættu að gera það. Rikshaw og Stuðkompaníið, einhver helstu tónlistarnúmer á níunda áratugnum – áttunni – hafa að hluta til tekið höndum saman. Karl Örvarsson syngur lag Ingólfs, eða Golla úr Rikshaw, Pláhnetunni og Loðinni rottu svo einhverjar hljómsveitir séu nefndar hvar Golli hefur spilað á hljómborð, og er það frumflutt hér á Vísi. „Ég tvisvar eða þrisvar reynt að semja jólalag í desember og komast að því að það er hreinlega ekki hægt. Áreitið er bara of mikið. Þetta er ekki hægt,“ segir Golli spurður um hvernig þetta hafi komið til. „Svo fyrir tveimur árum þá er ég að taka niður jólaskrautið í janúar, settist óvart við flygilinn og þá varð þetta lag til á tíu mínútum. Textinn kom svo þá um nóttina. Janúar er tvímælalaust tíminn til að semja jólalag.“ Mikla fyrirhyggjusemi þarf til að koma frá sér jólalagi Golli lýsir því svo að það sé meira en segja það að senda frá sér jólalag. Þar þurfi fyrirhyggjusemi að koma til. „Og gallinn við þetta er að líftími jólalags eru bara þrjár vikur, á jólalagi, og svo þarf að bíða eftir næsta ári ef þú ætlar að gera eitthvað.“ Þetta tekur mjög langan tíma bæði að koma þessu í framkvæmd og svo lifa með þessu. „Já, ef þú hefur metnað í það, gott jólalag þarf að lifa meira en þrjár vikur. Helst þrjátíu sem eru þá tíu ár.“ Klippa: Jólavísa Golla og Kalla Eins og áður sagði var Golli í nokkrum þekktum hljómsveitum á árum áður og segir að hann hafi haft af því atvinnu í ein fimmtán ár eða svo. „Og það var erfitt. Sérstaklega því ég er ekki það hæfileikaríkur að eftirspurnin sé slík. Ég fór að vinna í hljóði fyrst á Stöð 2 og í Saga Film. Síðan hef ég verið í kvikmyndageiranum síðan. En hef alltaf verið að semja einhverja músík með fyrir sjónvarp og auglýsingar og dót. Það er það skemmtilegasta sem ég geri. Fátt sem nærir andann betur.“ Saknar ekki poppstjörnuáranna Golli segist ekki geta sagt að hann sakni þess tíma sem hann var á sviðinu sjálfur, þetta hafi verið skemmtilegur tími en hann leið undir lok og það var bara fínt. En hvernig kom til þetta samstarf við Kalla Örvars? „Ég tók lagið upp og sendi fyrir tveimur árum sem jólakveðju á einhverja Facebook-vini. Viðtökurnar voru framar vonum, flestir mjög ánægðir, þar á meðal Kalli sem var mjög ánægður með þetta. Sem var skemmtilegt því það kom enginn annar til greina að syngja lagið, meðal annars vegna þess að það var kominn það langur tími frá því að hann söng inn jólalag,“ segir Golli. Og Kalli grípur inn í samtalið og segir: „Það hefur enginn hringt síðan 1987. Þannig að hann gat gengið að því vísu að hann væri ekki ofnotaður þessi söngvari. Hann hefur ekki verið í allskonar „tribbjút-drasli“ eins og allir söngvarar eru í. Ég þakka guði fyrir að hafa ekki lent í þættinum hans Helga Björns. Ég hefði sagt nei ef hann hefði hringt.“ Vanmetnasti söngvari Íslands Golli telur það fyrirliggjandi að Kalli sé vanmetnasti söngvari á Íslandi og þeir félagar leggja í sameiningu hart að blaðamanni að staðfesta að svo sé. Og spyr hvernig lag þetta sé? „Þetta er lítið sætt jólalag sem er einskonar óður til jólalaga bernsku minnar. Þar sem maður söng jólalög sem maður skildi ekki alveg hvað var að gerast í, textanum, en svo þegar maður eltist og vitkaðist þá skilur maður ennþá minna,“ segir Ingó sem hefur ekki sent frá sér lag síðan 1995 ef undan er skilið eitt lag sem hann sendi í Júróvisjón 2005. En nú rifja þeir félagar upp gamla takta, fara um og kynna nýja lagið. Þeir mættu hressir í Bítið í morgun: Hinn mjög svo vanmetni söngvari Kalli Örvars, sem á undanförnum árum hefur vakið athygli sem afbragðs eftirherma, reyndar prófaði hann að syngja lagið inn sem Kári Stefánsson en það þótti of mikið, segir þetta hafa verið ákaflega ánægjulegt. „Ég bý svo vel að Birgir Tryggvason vinur minn kom að þessu, til að fá alvöru jólastemningu í lagið setti ég þetta í hendurnar á honum, maðurinn er algjör snillingur. Hann útsetti þetta og hjálpaði okkur við þetta.“ Nostalgísk jólavísa Kalli segist ánægður með hvernig til tókst: „Ég fékk góðar leiðbeiningar því ég var nokkurn veginn búinn að gleyma því hvernig þetta fer fram.“ En hann kom þó ekki alveg kaldur að míkrófóninum. „Í millitíðinni, síðan Golli hringdi í mig með þetta erindi fyrir tveimur árum, hef ég staðið löngum stundum við míkrófóninn heima í svefnherbergi og tekið upp söng og raddir fyrir erlend tónlistarverkefni. Og öðlast trú á að maður gæti sungið. Ég hef verið að vinna að tónlist í lokaseríu þáttanna Vikings, með Trevor Morris úti í Hollywood, þar sem ég er að syngja mest fimmundir og ferundir, tek mig upp tuttugu eða þrjátíu sinnum og bý til víkingastemmur fyrir hann. Auk þess hef ég sungið nokkur sólóstef fyrir hann sem ég sem sjálfur, hann treystir mér fyrir því.“ En sem söngvari hefur Kalli ekki heyrst né sést lengi. „Mér hafði nýverið reiknast til að það eru 24 ár síðan ég söng Jólastund, hið sígilda jóla jólalag, ég er enn að fá stefgjöld fyrir það, var mér bent á það af mömmu að ekki hafi ég lært að reikna á þessum tíma því það eru víst 34 ár.“ Sú jólastund er orðin fulllöng en hér fyrir neðan má sjá hinn mikla smell Stuðkompanísins frá Akureyri, Jólastund: Á undanförnum árum hefur orðið til massívur jólabisness, stórútgerð, en þetta ljúfa jólalag er ekki af hálfu þeirra félaga hugsað til að koma sér inn í þann geira. Eða menn hugsi sig tvisvar um með það, þetta sé eins og dropi í jólahafið. Kalli segir að sér hafi reyndar boðist á þessum langa tíma að syngja jólalag en honum hafi ekki fundist hann eiga erindi eða að lagið hafi þá einhvern veginn ekki átt við sig. Myndi svara núna ef Bó hringdi „Þegar ég hugsa til baka finnst mér að þegar þau komu, þá Jólahjól og svo Jólastund, þá höfðu ekki komið ný jólalög fram lengi. Nú koma út um þrjátíu jólalög á hverju ári og þetta er orðinn stórútgerð sem tengist því. Þetta hefur verið gerast á undanförnum fimm til tíu árum,“ segir Kalli. Og allar aðstæður hafa breyst því nú sé komið heimastúdíó í annað hvert hús. „Mér fannst lagið hans Golla skemmtilegt, vel samið og flottur texti, þessi hugleiðing um þessi gömlu jólalög sem maður sjö til átta ára vissi ekki hvað var, að hræra vöggu og af hverju stóð kannan á stól en ekki borði. Mér fannst þetta skemmtilegt. Nostalgía í þessu.“ En hvað sem öðru líður, þú ert þá öllum þessum árum síðar kominn á jólabuxurnar? „Já, ég myndi segja það. Og næsta ár, ég myndi jafnvel taka upp símann ef Bó hringdi. Eða Sigga Beinteins, eða Baggalútur. Já og Jóhanna Guðrún, jafnvel Dívurnar, Emmsjé Gauti eða Friðrik Ómar og Geir … Ólafs.“
Tónlist Jól Jólalög Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira