Jón Gunnlaugur: Mér finnst enn og aftur halla á okkur í dómgæslu Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 5. desember 2021 20:00 Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Víkinga. Víkingur „Mér líður ekkert sérstaklega vel,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Víkings eftir eins marks tap á móti Stjörnunni í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Leikurinn var kaflaskiptur en að sama skapi hrikalega jafn á stórum köflum. Lokatölur leiksins 30-31. Hvað hefðiru vilja sjá strákana gera til þess að sækja stigin? „Skora tvö mörk í viðbót.“ Jón Gunnlaugur var mjög ósáttur með dómgæsluna í þessum leik og heyrðist mikið í honum á bekknum. „Mér finnst enn og aftur halla á okkur í dómgæslu. Þeir eru að fá tvöfaldan séns trekk í trekk. Eru í upp undir 20 sekúndur að taka aukaköstin. Við fáum tvær mínútur um leið og gefst tækifæri til. Þeir fá örugglega þrjú víti hérna í seinni hálfleik svo augljós að allir í húsinu sáu það.“ „En varðandi liðið mitt þá er ég rosalega ánægður með þá. Við erum að fá framlag alveg frá helling af leikmönnum í kvöld. Arnar Steinn frábær, þetta hefði getað dottið báðu megin og það er leiðinlegt að fá ekkert út úr þessu.“ Hamza Kablouti haltraði útaf þegar tæplega korter var liðin af fyrri hálfleik. Hann virtist hafa misstigið sig en Jón talaði um að hann væri farinn upp á sjúkrahús að láta mynda á sér fótinn. „Hann fór upp á sjúkrahús að láta mynda á sér fótinn. En að sama skapi sýndu strákarnir það að þeir voru tilbúnir að koma inn á. Loksins búnir að brjóta sig út úr þessari skel. Við erum að skora 30 mörk á móti sterku Stjörnuliði.“ „Að sjálfsögðu er mjög slæmt að missa hann út, hann var búinn að skora 4 mörk hérna á fyrsta korterinu. Þetta var blóðtaka fyrir okkur. En Stjarnan er líka með heilt lið utan vallar þannig ég ætla ekki að skýla mér bak við það.“ Víkingur sækir ÍBV heim í næsta leik og ætlar Jón að sækja stigin þar. „Það var helling af jákvæðum punktum hérna í kvöld, í þessum leik. Það er helling sem hægt er að taka úr þessum leik. Það er bara ekki spurning að við ætlum okkur tvö stig í Eyjum í næsta leik.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Víkingur Reykjavík Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 30-31 | Stjörnusigur í jöfnum leik Víkingum tókst ekki að ná í stig þegar þeir fengu Stjörnumenn í heimsókn í kvöld. Jafn leikur en Stjörnumenn náðu góðum kafla í lokinn og tóku stigin tvö, lokatölur 30-31. 5. desember 2021 19:35 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Leikurinn var kaflaskiptur en að sama skapi hrikalega jafn á stórum köflum. Lokatölur leiksins 30-31. Hvað hefðiru vilja sjá strákana gera til þess að sækja stigin? „Skora tvö mörk í viðbót.“ Jón Gunnlaugur var mjög ósáttur með dómgæsluna í þessum leik og heyrðist mikið í honum á bekknum. „Mér finnst enn og aftur halla á okkur í dómgæslu. Þeir eru að fá tvöfaldan séns trekk í trekk. Eru í upp undir 20 sekúndur að taka aukaköstin. Við fáum tvær mínútur um leið og gefst tækifæri til. Þeir fá örugglega þrjú víti hérna í seinni hálfleik svo augljós að allir í húsinu sáu það.“ „En varðandi liðið mitt þá er ég rosalega ánægður með þá. Við erum að fá framlag alveg frá helling af leikmönnum í kvöld. Arnar Steinn frábær, þetta hefði getað dottið báðu megin og það er leiðinlegt að fá ekkert út úr þessu.“ Hamza Kablouti haltraði útaf þegar tæplega korter var liðin af fyrri hálfleik. Hann virtist hafa misstigið sig en Jón talaði um að hann væri farinn upp á sjúkrahús að láta mynda á sér fótinn. „Hann fór upp á sjúkrahús að láta mynda á sér fótinn. En að sama skapi sýndu strákarnir það að þeir voru tilbúnir að koma inn á. Loksins búnir að brjóta sig út úr þessari skel. Við erum að skora 30 mörk á móti sterku Stjörnuliði.“ „Að sjálfsögðu er mjög slæmt að missa hann út, hann var búinn að skora 4 mörk hérna á fyrsta korterinu. Þetta var blóðtaka fyrir okkur. En Stjarnan er líka með heilt lið utan vallar þannig ég ætla ekki að skýla mér bak við það.“ Víkingur sækir ÍBV heim í næsta leik og ætlar Jón að sækja stigin þar. „Það var helling af jákvæðum punktum hérna í kvöld, í þessum leik. Það er helling sem hægt er að taka úr þessum leik. Það er bara ekki spurning að við ætlum okkur tvö stig í Eyjum í næsta leik.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Víkingur Reykjavík Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 30-31 | Stjörnusigur í jöfnum leik Víkingum tókst ekki að ná í stig þegar þeir fengu Stjörnumenn í heimsókn í kvöld. Jafn leikur en Stjörnumenn náðu góðum kafla í lokinn og tóku stigin tvö, lokatölur 30-31. 5. desember 2021 19:35 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 30-31 | Stjörnusigur í jöfnum leik Víkingum tókst ekki að ná í stig þegar þeir fengu Stjörnumenn í heimsókn í kvöld. Jafn leikur en Stjörnumenn náðu góðum kafla í lokinn og tóku stigin tvö, lokatölur 30-31. 5. desember 2021 19:35