Rangnick-áhrifin ekki lengi að láta á sér kræla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. desember 2021 07:31 Ralf Rangnick fagnar sigurmarki helgarinnar. Simon Stacpoole/Getty Images Ralf Rangnick var ekki lengi að setja mark sitt á Manchester United. Liðið lagði Crystal Palace 1-0 á Old Trafford í gær í fyrsta leik Þjóðverjans með liðið. Þar gerðist nokkuð sem hefur ekki gerst síðan Sir Alex Ferguson var þjálfari liðsins. Síðan Sir Alex Ferguson ákvað að kalla þetta gott eftir ótrúlegan feril hefur Manchester United reynt ýmislegt. Nýjasta útspilið er að fá Ralf Rangnick, manninn á bakvið uppgang bæði Hoffenheim og RB Leipzig í Þýskalandi. Ásamt því er Rangnick talinn ákveðið átrúnargoð fyrir þá kynslóð þýskra þjálfara sem ræður nú ríkjum á Englandi sem og víðar. Má þar nefna Julian Nagelsmann, Jürgen Klopp og Thomas Tuchel. Rangnick vill sjá lið sín spila af mikilli ákefð og pressa hátt. Undanfarin misseri hefur það ekki verið hluti af leikstíl Manchester United en annað var upp á teningnum í leiknum gegn Palace í gær. Leikmenn Man Utd unnu boltann alls 12 sinnum á síðasta þriðjungi vallarins á meðan leik stóð. Liðið hefur ekki unnið boltann jafn oft á síðasta þriðjungi síðan Sir Alex var þjálfarinn. Manchester United won possession in the final third 12 times vs. Crystal Palace.That s the most they ve done so in a Premier League match since Sir Alex Ferguson retired.What an impact Ralf Rangnick has made already! pic.twitter.com/z1rigMRwnb— Statman Dave (@StatmanDave) December 5, 2021 Það á enn eftir að koma í ljós hvort Rangnick nái árangri á Old Trafford en það er ljóst að það tók hann ekki langan tíma að setja mark sitt á liðið. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Sigur í fyrsta leik Ralfs Rangnick með Manchester-liðið Manchester United lagði Crystal Palace 1-0 í fyrsta leik Þjóðverjans Ralf Rangnick sem þjálfara liðsins. 5. desember 2021 16:15 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira
Síðan Sir Alex Ferguson ákvað að kalla þetta gott eftir ótrúlegan feril hefur Manchester United reynt ýmislegt. Nýjasta útspilið er að fá Ralf Rangnick, manninn á bakvið uppgang bæði Hoffenheim og RB Leipzig í Þýskalandi. Ásamt því er Rangnick talinn ákveðið átrúnargoð fyrir þá kynslóð þýskra þjálfara sem ræður nú ríkjum á Englandi sem og víðar. Má þar nefna Julian Nagelsmann, Jürgen Klopp og Thomas Tuchel. Rangnick vill sjá lið sín spila af mikilli ákefð og pressa hátt. Undanfarin misseri hefur það ekki verið hluti af leikstíl Manchester United en annað var upp á teningnum í leiknum gegn Palace í gær. Leikmenn Man Utd unnu boltann alls 12 sinnum á síðasta þriðjungi vallarins á meðan leik stóð. Liðið hefur ekki unnið boltann jafn oft á síðasta þriðjungi síðan Sir Alex var þjálfarinn. Manchester United won possession in the final third 12 times vs. Crystal Palace.That s the most they ve done so in a Premier League match since Sir Alex Ferguson retired.What an impact Ralf Rangnick has made already! pic.twitter.com/z1rigMRwnb— Statman Dave (@StatmanDave) December 5, 2021 Það á enn eftir að koma í ljós hvort Rangnick nái árangri á Old Trafford en það er ljóst að það tók hann ekki langan tíma að setja mark sitt á liðið.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Sigur í fyrsta leik Ralfs Rangnick með Manchester-liðið Manchester United lagði Crystal Palace 1-0 í fyrsta leik Þjóðverjans Ralf Rangnick sem þjálfara liðsins. 5. desember 2021 16:15 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira
Sigur í fyrsta leik Ralfs Rangnick með Manchester-liðið Manchester United lagði Crystal Palace 1-0 í fyrsta leik Þjóðverjans Ralf Rangnick sem þjálfara liðsins. 5. desember 2021 16:15