Kennarar í forystu til framtíðar Kristín Björnsdóttir skrifar 5. desember 2021 20:01 Það er mjög dýrmætt að vakna á morgnana og hlakka til að mæta í vinnuna. Að vera kennari er það besta sem ég veit. Að hitta samstarfsfólkið sitt og nemendurna sem kenna manni eitthvað nýtt á hverjum degi. Að sjá nemendur sína ná árangri er tilfinning sem ekki verður metin til fjár. Í starfsumhverfi kennara eru mikið um álitamál og að mörgu er að hyggja. Þeir þurfa að sýna mikla útsjónarsemi og leikni í starfi til að mæta ólíkum þörfum nemenda sinna og styðja þá til árangurs. Á tímum heimsfaraldurs hefur reynt sérstaklega mikið á þessa leikni og hafa kennarar á öllum skólastigum sýnt hvers þeir eru megnugir. Mannauðurinn í íslenskum kennurum er einstakur og mikilvægt er að kennarar um allt land njóti stuðnings til sinna starfa. Að þeir eigi bakland hjá félaginu sínu, Kennarasambandi Íslands, menntamálayfirvöldum og hjá íslensku þjóðinni. Stuðningur og faglegt sjálfstæði getur reynst kennurum ómetanlegt og stuðlað að vellíðun í starfi og skólaþróun. Líði kennurum vel í starfi og séu vinnuaðstæður þeirra góðar skapast raunverulegur ágóði fyrir samfélagið í heild. Kennarar móta æsku landsins til framtíðar og er fagmennska þeirra afar mikilvæg. Mannauð og fagmennsku kennara ætti að upphefja umtalsvert og ein leið til þess er að stjórnvöld veiti því viðurkenningu með auknu markvissu samráði þegar innleiða á breytingar í menntakerfinu. Kennarar eru sérfræðingar í kennslu og eiga að hafa rödd þegar stefna er mörkuð í menntamálum. Forysta Kennarasambandsins þarf einnig að vera beitt og hnitmiðuð til þess að vinna að bættum hag og auknum árangri fyrir hönd allra kennara. Ég óska eftir stuðningi allra kennara til að vinna markvisst og af festu að málefnum kennara sem varaformaður Kennarasambands Íslands. Höfundur er frambjóðandi til varaformanns Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mjög dýrmætt að vakna á morgnana og hlakka til að mæta í vinnuna. Að vera kennari er það besta sem ég veit. Að hitta samstarfsfólkið sitt og nemendurna sem kenna manni eitthvað nýtt á hverjum degi. Að sjá nemendur sína ná árangri er tilfinning sem ekki verður metin til fjár. Í starfsumhverfi kennara eru mikið um álitamál og að mörgu er að hyggja. Þeir þurfa að sýna mikla útsjónarsemi og leikni í starfi til að mæta ólíkum þörfum nemenda sinna og styðja þá til árangurs. Á tímum heimsfaraldurs hefur reynt sérstaklega mikið á þessa leikni og hafa kennarar á öllum skólastigum sýnt hvers þeir eru megnugir. Mannauðurinn í íslenskum kennurum er einstakur og mikilvægt er að kennarar um allt land njóti stuðnings til sinna starfa. Að þeir eigi bakland hjá félaginu sínu, Kennarasambandi Íslands, menntamálayfirvöldum og hjá íslensku þjóðinni. Stuðningur og faglegt sjálfstæði getur reynst kennurum ómetanlegt og stuðlað að vellíðun í starfi og skólaþróun. Líði kennurum vel í starfi og séu vinnuaðstæður þeirra góðar skapast raunverulegur ágóði fyrir samfélagið í heild. Kennarar móta æsku landsins til framtíðar og er fagmennska þeirra afar mikilvæg. Mannauð og fagmennsku kennara ætti að upphefja umtalsvert og ein leið til þess er að stjórnvöld veiti því viðurkenningu með auknu markvissu samráði þegar innleiða á breytingar í menntakerfinu. Kennarar eru sérfræðingar í kennslu og eiga að hafa rödd þegar stefna er mörkuð í menntamálum. Forysta Kennarasambandsins þarf einnig að vera beitt og hnitmiðuð til þess að vinna að bættum hag og auknum árangri fyrir hönd allra kennara. Ég óska eftir stuðningi allra kennara til að vinna markvisst og af festu að málefnum kennara sem varaformaður Kennarasambands Íslands. Höfundur er frambjóðandi til varaformanns Kennarasambands Íslands.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar